Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 útvarp, það eina í sveitinni á þessum tíma. Þangað kom síðan fólk af öðrum bæjum til að hlusta á herlegheitin. Þannig var það einmitt, bóndi af ná- grannabæ heyrði fréttina tilkynnta í út- varpinu, hann var djúpt snortinn tíð- indunum, fannst þau raunar það merkileg að hann stökk á bak hrossi sínu og reið um alla sveitina til að færa bænd- um þessi válegu tíðindi. 6. Nokkrum dögum síðar var ellefu ára dama sem síðar varð eiginkona Guð- mundar, Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, stödd í Austurstræti í Reykjavík og varð vitni að því þegar líkfylgdin fór hjá, allar líkkisturnar með franska fánann breidd- an yfir sem verið var að flytja upp í kaþólsku kirkjuna. Og þótt ung væri fann Ingibjörg greinilega þá miklu og þungu sorg sem hvíldi yfir borginni, sársaukann og samúðina og þetta hafði svo djúp áhrif á hana að hún man þetta vel enn þann dag í dag. Öll Reykjavík, allt Ísland syrgði þessar frönsku sjó- hetjur. Til marks um mikilvægi framlags Charcots til vísindasögunnar má nefna að nýjasta hafrannsóknaskip frönsku haf- rannsóknastofnunarinnar, Ifremer, nefn- ist Pourquoi-Pas? en með því vill franska vísindasamfélagið heiðra minningu Charcots og manna hans á fyrri hluta 20. aldarinnar. Í Þekkingarsetri Suðurnesja er lítið safn tileinkað minningu Charcot og óslökkvandi þekkingarþrá og sýning sem ber yfirskriftina „Heimskautin heilla“. Sjá nánar á vefnum: http://stofnanir.hi.is/ sudurnes/charcot_verkefnid. Þar eru sögulegt safn og nútímalegar vísindar- annsóknir stundaðar undir einu þaki og unnið að öflun nýrrar þekkingar á lífrík- inu í hafinu, unnið í anda Jean-Baptiste Charcots og samstarfsmanna hans sem lögðu lífið í sölurnar fyrir þekkingar- leitina. Höfundur er þýðandi og situr í verkefnis- stjórn sýningarinnar Heimskautin heilla. Sálumessa var flutt í Landakotskirkju. Meulenberg biskup minntist hinna látnu og sérstaklega dr. Charcots, trúarhita hans og örlætis – en hann gaf kirkjunni líkneski af Jóhönnu af Örk, upplýsti biskupinn. Orð hans hljómuðu yfir hafið, alla leið til Parísar, þar sem sorgmæddir borgarbúar námu hvert orð eins og það væri talað yfir borðið til þeirra. Stuttbylgjutæknin fleytti ræðu biskups yfir hafið. Hluttekning og sorg íslensku þjóðarinnar var líka mikil sem hún sýndi í verki. Mikinn mannfjölda dreif að Landakotskirkju og þéttar raðir fólks voru á milli hennar og skips er beið að flytja líkin utan. Fjölmennari líkfylgd hefur naumast sést í Reykjavík, hvorki fyrr né síðar. Líkfylgdin kemur niður á Grófarbryggju, búin að fara um Túngötu, Kirkjustræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu. Herflutningaskipið Aude bíður þess að flytja líkin utan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.