Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 menn um áætlaðan komutíma skipsins að ákveðnum stað á suðvesturströnd Ír- lands. En eitthvað tafði uppreisnina svo Írar sendu þau tilmæli til Þýskalands að ferðinni skyldi seinkað. Þessi boð bárust ekki fyrr en skipið var lagt af stað. Loftskeyta möstur þessa tíma voru svo áberandi að þau hefðu vakið grunsemdir breskra eftirlits manna, en lítil fiskiskip og farmskip voru þá ekki komin með fjarskiptabúnað. Skila boðin um seinkun- ina bárust því aldrei til „Aud“, og sam- band Þjóðverja við uppreisnar mennina var ekki betra en svo, að Írar fréttu ekki af þessu og enginn viðbúnaður var af þeirra hálfu að taka á móti farminum þegar til kom. Á leið „Aud“ gegnum sundin milli Danmerkur og Skandinavíuskaga sendu Danir hafnsögumenn um borð í skipið. Spindler óttaðist að Danirnir sæju í gegnum van kunn áttu skipverja í tungu bræðraþjóðarinnar, en hafi svo verið þögðu þeir um það. „Aud“ var síðan siglt eftir krókaleiðum norður undir heimskauts baug. Þar biðu skipverjar af sér góðviðri og sigldu í gegnum hafn- bannsvörslu breska flotans á milli Íslands og Færeyja í úfnum sjó. Tvö bresk eft- irlitsskip urðu á vegi þeirra, en veðrið kom í veg fyrir að Bretarnir færu um borð í þetta sakleysislega norska flutn- ingaskip. Hinn 20. apríl var skipið komið á um- saminn stað, í Tralee-flóa. Ekkert bólaði á Írunum, en fljótlega birtist breskt varð- skip og menn úr því komu um borð í „Aud“. Þjóðverjarnir áttu von á því versta og klæddust til vara þýskum einkennis búningum undir norsku sjó- mannagöllunum svo þeir gætu tryggt sér stöðu stríðsfanga í stað þess að verða hengdir sem svikarar. Einnig var þýski herfáninn til taks til að draga upp í stað norska fánans ef upp um þá kæmist. En Þjóðverjarnir sögðust hafa lent í hafróti og leitað vars til að koma skipan á farm sem losnað hefði úr skorðum í lestum skipsins. Bretarnir voru grunlausir, eink- um eftir að skipverjar höfðu veitt þeim ótæpilega viskí, sem breskir sjóliðar máttu raunar ekki hafa um hönd við þjónustustörf. Áfengið losaði um mál- bein Bretanna, sem trúðu gestgjöfum sín- um fyrir því að þeir væru að leita að þýsku skipi sem frést hefði að væri þarna á ferð með hergögn handa írskum uppreisnar seggjum. Báðu þeir þessa meintu norsku sjómenn að gefa til kynna með ljósmerkjum ef þeir yrðu varir við ferðir slíks skips. En þegar bresk flotadeild birtist nokkrum dögum síðar sáu Þjóðverjarnir sitt óvænna. Þeir köstuðu norsku klæð- unum, brenndu falsskjölin, drógu fána keisaraveldisins að húni, yfirgáfu skipið í björgunarbáti og sprengdu það í loft upp. Þetta var hinn 22. apríl, laugar- daginn í dymbilviku. Skipshöfnin handtekin Þjóðverjarnir voru brátt fluttir til Eng- lands í stríðsfangabúðir. Spindler skip- herra var vistaður í fangelsi fyrir yfir- menn, þar sem heitir Derrington Hall nærri Derby og Nottingham. Menn hans lentu í búðum fyrir óbreytta stríðsfanga og segir ekki frekar af þeim. Spindler kynntist þýskum foringja úr flughernum og saman tókst þeim að strjúka úr prís- Þýskur kafbátur, U-118, strandaður við Hastings 15. apríl 1919. Frakkar höfðu fengið hann sem hergóss en báturinn slitnaði úr slefi á leið til Frakklands og varð fyrir vikið eitt helsta aðdráttarafl hins sögufræga bæj- ar sem er aðeins steinsnar frá London. Heimamenn, jafnt og ferðamenn, flykktust um borð í alræmda vígvél- ina og gripu bæjaryfirvöld til þess að lokum að taka aðgangseyri. En nú erum við komin nokkuð langt út fyrir efnið. Tilefni myndarinnar er að draga athygli að þeirri staðreynd að kafbátsforinginn sem skaut sir Roger á land var Raimund Weisbach, sá sami og sökkti Lúsitaníu árið áður. Fundur í Félagi skipstjórnarmanna verður haldinn á Akureyri, að Strikinu, Skipagötu 14, 5. hæð, mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Farið yfir stöðu kjaramála Léttar veitingar. Félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Fundur í Félagi skipstjórnarmanna verður haldinn að Háteigi A, sal á 4. hæð Grand Hótels Reykjavík, þriðjudaginn 30. desember kl. 14.00. Kjaramálin rædd. Léttar veitingar. Félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Skipstjórnarmenn í Félagi skipstjórnarmanna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.