Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 1. S ólin braust fram úr skýjunum yfir fjallshryggnum handan árinnar og kastaði blindandi geislum sínum á breiðuna sem geymdi silunginn. Ég pírði augun en gulur tökuvarinn hvarf í gulan glampann og svo var rifið í agnið. Augnabliki síðar var allt laust. Sólin blindaði mig, ég gat ekki brugðið við. Andskotans sólin, sagði ég aleinn í dalnum en roðnaði síðan upp í hár- svörð; maður blótar ekki sólinni. Blessuð sólin elskar allt og allt það. Spennan yfir þessum eina fiski sem tók loksins rétt áður en vaktinni átti að ljúka, flæddi um brjóstkassann og það var eins og örlaði á náladofa í fingur- gómum. Andskotinn, bölvaði ég aftur og horfði með afsökunarglotti á blind- andi sólina í gegnum polaroid-gleraug- un. Og þá uppgötvaði ég að ég var farinn að troða marvaðann á ökkladjúpu vatn- inu við bakkann, litlar steinvölur veltust um stígvélaða fæturna, mjaðmirnar hnykktust til eins og á endurfæddum Presley og ég var kengboginn í hnjánum. Þegar ég varð fisksins var hafði ég sumsé steingleymt því að mér var alveg hrikalega mikið mál að míga. – gjörsamlega í spreng. Ég tók þessi tvö skref upp á bakkann og leit á úrið. Kortér í eitt. Og þá var eins og þrýstingurinn á þvagblöðruna minnkaði ofurlítið. Þetta hlyti að mega bíða til klukkan eitt. Það var ekki víst að fiskurinn biði lengi eftir veiðimanninum, það var aug- ljóst að bleikjuna langaði í púpuna mína – og þá brá skýi fyrir sólu, enginn glampi á tökustaðnum lengur. Það var einboðið að halda áfram að kasta flugunni og láta pissið lönd og leið. 2. Morgunninn við ána hafði verið góður, þ.e.a.s. ef hægt er að kalla fisklausa morgna í veiði góða. Ég byrjaði upp við foss en varð ekki var. Næsti staður þar fyrir neðan var pakkaður af boltableikju sem reyndist sýnd veiði en ekki gefin. Annað slagið sá ég glytta í bleikjutorfu ofan í grængolandi hylnum en bleikjurnar sem lágu á grynnra vatni upp við klettavegginn að vestanverðu freistuðu mín meira, enda líklegri til að vera í tökustuði. Tveimur klukkustundum varði ég í það að horfa á bleikjurnar, kasta púp- unni minni upp fyrir þær og horfa á hvernig þær dóluðu hæglátlega undan þegar púpan barst með straumnum í áttina að þeim. Þær voru býsna dökkar á hrygginn og kviðuggarnir orðnir áber- andi hvítir sem þýðir að hrygningin nálgast. Það skýrir líklega hversu áhuga- lausar þær voru um púpurnar mínar því hvort mundir þú, lesandi góður, frekar vilja samloku með skinku og osti eða gott kynlíf? Fiskar af laxaætt eru a.m.k. þekktir fyrir það að láta tímgun sína og viðhald stofnsins ganga fyrir öllu öðru og í því sambandi má minna á að talið er að laxinn éti ekkert eftir að hann gengur í ána til að hrygna, hann sé bara að Ragnar Hólm Ragnarsson Iss, piss og pelamál – Sönn veiðisaga – Blessuð sólin kastar geislum sínum yfir breiðuna og blindar veiðimanninn sem missir sjónar á tökuvaranum sínum. Hvað sérð þú margar bleikjur hér, lesandi góður? Þetta er sjón sem æsir sérhvern veiðimann.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.