Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Page 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur inn innsta hring menningarlífsins þar. Þegar hið glæsilega skip Jean-Baptiste Charcot, Pourquoi-Pas? kom siglandi inn í höfnina var það stórviðburður í hvert sinn: stórt og glæsilegt seglskip með mikilfenglegri seglabúnað en fólk hafði augum litið. Og allir vissu að þarna fór frægur maður, leiðangursstjóri sem hafði siglt alla leið til Suðurskautslandsins, mikill heimsmaður sveipaður ævintýra- ljóma, fágaður Frakki sem kom með allan heiminn í farteskinu, en um leið maður sem gerði engan mannamun var afar hógvær og hlýr í viðmóti. Íslendingum, sem ævinlega hafa verið forvitnir um það sem gerist í heiminum, fannst Charcot vera holdgervingur vís- inda- og þekkingar, rannsókna og ævin- týra, og þeim fannst skipið hans stór- glæsilegt, svo tignarlegt að það var ævintýri líkast. 4. Ég ræddi þetta fyrir nokkrum árum við tengdaföður minn, Guðmund Kr. Jó- hannsson á Akureyri. Hann var þá átta- tíu og fjögurra ára og mundi enn þann dag í dag eins og það hafi gerst í gær þegar hann var strákur og sá Charcot og Pourquoi-pas? Hann var ellefu eða tólf ára og bjó ásamt foreldrum sínum á Grenivík í Þingeyjarsýslu, yst í Eyjafirði austanverðum, þar sem faðir hans, Jó- hann J. Kristjánsson, var héraðslæknir. Fyrir drenginn unga var það alla jafna heilmikið ævintýri að fara í kaupstað til Akureyrar, en þennan dag var þetta enn meiri lífsreynsla, því þá fór hann niður á höfn með föður sínum að skoða Pourq- uoi-pas?, þetta fræga skip, sem lá þar við akkeri. Þeir feðgar fóru niður á bryggju til að dást að skipinu, það var sólskin og stafalogn og uppi á þilfari sáu þeir rosk- inn mann „með afskaplega franskt nef og skegg“, eins og hann sagði, sem sat þar við borð og var að skrifa eitthvað. Faðir hans sagði honum að þetta væri Charcot leiðangursstjóri, eða doktor Charcot eins hann var yfirleitt kallaður og hann út- skýrði fyrir honum að nafnið á skipinu fallega þýddi hvers vegna ekki? Guðmundur minntist þess líka að hafa séð annan mann á skipinu, akfeitan, sem honum fannst stórmerkilegt því hann hafði aldrei séð svo feitan mann áður, en hann veit ekki hver það var. Sjötíu árum síðar, stóð þetta honum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. 5. Sumir viðburðir marka svo djúp spor í líf fólks, jafnvel heilla þjóða eða menn- ingarsvæða, að allir sem reyndu þá muna hvar þeir voru staddir þegar þeir fengu fréttir af þeim. Svo nokkur slíkt fræg dæmi séu tekin má nefna morðið á Kennedy, ferð manna til tunglsins, morðið á John Lennon eða hryðjuverkin í New York þann 11. september 2001. Þótt vitaskuld sé ekki hægt að jafna áhrifum þess þegar Pourquoi-Pas? fórst út af Mýrum þann 16. september 1936 við þessa heimsviðburði, sýnist mér engu að síður að strandið hafi öðlast viðlíka sess í hugum Íslendinga, í það minnsta í hugum Íslendinga sem muna þetta og eru nú komnir á efri ár. Margir sem ég hef rætt við og lesið um muna nákvæm- lega hvar þeir voru staddir og hvað þeir voru að gera þegar þeir fréttu af þessum hörmungaratburði. Svo ég leyfi mér enn og aftur að taka dæmi af fólki sem er mér nákomið: tengdafaðir minn var staddur í sínu litla afskekkta þorpi, en læknirinn faðir hans átti það merka tæki, Guðmundur Kristján Jóhannsson fæddist í Reykjavík 29. júní 1922, en ólst upp í Grýtu- bakkahreppi. Foreldrar Guðmundar voru Jóhann J. Kristjánsson héraðslæknir, f. 7. 6. 1898, d. 3. 10. 1974, og Inga Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 30. 3. 1896, d. 22. 10. 1970, þau bjuggu á Ólafs- firði. Guðmundur kvæntist 5. 6. 1948 Ingibjörgu Dan Kristjánsdóttur húsmóður, f. 15. 6. 1925. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1942 og cand. oecon-prófi frá Háskóla Íslands árið 1950. Guðmundur varð löggiltur fasteignasali árið 1963. Hann var lengi mjög virkur í tónlistarlífinu, var söngstjóri og organisti við Ólafsfjarðarkirkju frá 1950 til 1960 og söngstjóri Karlakórs Ólafsfjarðar frá 1954 til 1960. Hann var söngstjóri Karlakórs Akureyrar frá 1966 til 1970 og aftur frá 1978 til 1984 og organisti við Möðruvallakirkju í Hörgárdal frá 1971 til 1975 og frá 1978 til 1990. Guðmundur var bæjargjaldkeri í Ólafsfjarðarkaupstað frá 1950 til 1960, skrif- stofustjóri hjá K. Jónsson & Co hf. á Akureyri 1960 til 1961, skrifstofustörf hjá Akureyrarbæ frá 1961 til 1964, bæjargjaldkeri á Akureyri frá 1964 til 1977. Hann var stofnandi og meðeigandi Fasteignasölunnar á Akureyri 1971 og framkvæmda- stjóri Tölvangs hf. á Akureyri frá 1977 til 1991. Hann var síðan með bókhalds- þjónustu fyrir ýmsa aðila. Guðmundur lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 27. nóvember 2008. Guðmundur Kr. Jóhannsson Guðmundur. Kr. Jóhannsson. Jean-Baptiste Charcot.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.