Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur „Hvernig gengur, Valli minn?“ Valla varð hins vegar svo mikið um að stilliskrúfan hrökk ofan í hann og varð Drangeyjan ásamt mannskap að bíða í ein- hverja daga eftir því að skrúfan skilaði sér niður! * Nokkrir sjóarar á Króknum sátu um árið og sögðu sögur í beituskúrunum á gömlu trébryggjunni sem stóð sunnan við Skjöld, eða Verið í dag. Meðal þeirra voru Agnar Sveinsson og Hörður Guðmundsson, eða Hörður Fríðu. Skömmu áður hafði Agnar veitt risaþorsk úti á firði sem vó heil 24 kíló, sem var með því allra mesta sem hafði veiðst á þeim slóðum. Hörður hafði hins vegar verið á snurvoð og flækt netin í Willys-jeppa frá Hellulandi sem flotið hafði út á sjó eftir að hafa stöðvast úti í miðjum Héraðsvötnum nokkrum árum áður. Hófst sagnastundin á því að Agnar sagðist hafa fengið þenn- an svakalega þorsk á færi. „Hann var 36 kíló á þyngd,“ sagði Agnar og baðaði út öllum öngum. „Þetta er nú ekki merkilegt,“ sagði Hörður. „Ég fékk Willys- inn frá Hellulandi í snurvoð um daginn og þegar ég sá hann koma að bátnum var engu líkara en að hann kæmi keyrandi upp úr hafinu og um borð. Og það merkilega var að ljósin voru enn kveikt á honum.“ „Nei, nú ýkirðu,“ sagði Agnar, „ljósin hafa nú ekki verið kveikt á honum!“ Þá svaraði Hörður að bragði: „Ja, ef þú tekur 10 kíló af þorskinum þá skal ég slökkva ljósin á bílnum!“ * Guðjón Sigurðsson bakari var athafnasamur í bæjarlífinu, á kafi í pólitíkinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einn af burðarás- um Leikfélags Sauðárkróks um árabil, svo fátt eitt sé nefnt. Guðjón var gamansamur og átti það til að gera mönnum grikk ef sá gállinn var á honum. Eitt sinn kom hann labbandi utan af bryggju með reiðinnar býsn af hrefnukjöti undir höndum. Mæt- ir hann þá einum félaga sínum, Friðriki Júlíussyni, Frissa Júll, sem spyr hvar hann hafi fengið allt þetta hrefnukjöt. Frissi hafði fyrir stóru heimili að sjá, líkt og algengt var á Krók, og leituðu menn allra leiða til að færa björg í bú. „Elsku drengurinn,“ segir Guðjón, „ég fékk þetta hjá honum Jóni Friðbjarnar. Farðu bara til hans.“ Grunlaus arkar Frissi af stað heim til Jóns og bankar uppá. Jón kemur til dyra og Frissi ber upp erindið: „Átt þú hrefnu?“ spyr hann. „Ha, hrefnu?“ segir Jón og Frissi bætir þá við: „Já, mér er sagt að þú sért með hrefnukjöt.“ Verður Jón þá hvumsa við og skellir hurðinni framan á nefið á Frissa, sem hafði bitið á agnið hjá Guðjóni og gleymt því um stund að kona Jóns hét nefnilega Hrefna! O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r h y l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | F a x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r . i s | w w w . o p t i m a r . i s Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því flotmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfirfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði aflans eru tryggð. Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um. Tryggir gæðin alla leið! 16 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 0 1 2 3 4 5 6 Tími (klst) H ita st ig (° C ) Hefðbundinn ís Ísþykkni NIÐURKÆLING Á ÝSU Heimild: Seafish Scotland Sjáumst á bás B 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.