Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur H ér á árunum, þegar mest var stundaður sjór á þilskipum við Faxaflóa, sóttu menn þá at- vinnu alstaðar að af landinu, og var það oft erfiðleikum bundið að komast til Reykjavíkur á þeim tímum með sig og dót sitt, því að þá sáust ekki bílar, og vagnar voru líka af skornum skammti. Urðu þá oftast úrræði þeirra, er til sjós vildu komast, að pakka dóti sínu niður í poka, leggja hann á bak sér og halda af stað gangandi. Voru þá dagleiðir oft stuttar, sem kom til oft, því að menn voru lítt vanir gangi, vegir vondir og byrðin oft þyngri en góðu hófi gegndi, en oftar mun það þó hafa tekist hjá mönnum að ná til Reykjavíkur í tæka tíð, hvort heldur það var á vertíð, um lok eða á Jónsmessu. Því að á þessum tímum gerðust allar breytingar á ráðn- ingum manna á þilskipunum. Hálfdrætti og hinir glötuðu sauðir Þegar til Reykjavíkur kom, var það oftast hið fyrsta að leita lúnum líkama sínum einhverrar hressingar í mat og drykk og svo náttstaðar, sem oft var erfitt að fá, því gistihús voru þar mjög af skornum skammti, þegar mikið barst að af fólki til bæjarins á sama tíma, og var Hjálpræðis- herinn þá oftast drjúgur með að skjóta skjólshúsi yfir illa stadda ferðamenn, sem annars hefðu orðið að gista á göt- unni. Svo gekk nú nokkur tími í það að labba á milli hinna háu herra, bæði skipseigenda og skipstjóra, til þess að koma sér fyrir og semja um kjör, sem oft vor misjöfn yfir nokkuð langan tíma. Á þessum árum voru almenn kjör háseta 35-40 krónur um mánuð og 3-5 aurar í premíu á hvern fisk, sem náði 18 tomm- um. Smærri fiskur tilheyrði trosi, en tros var lúða, skata, keila, karfi, steinbítur og fleira. Stundum áttu hásetar ekki nema hálft tros, en hvort það var heldur heilt eða hálft, fengu þeir frítt salt í trosið, og gat það stundum orðið ærin hlutarbót. Svo voru aðrir ráðnir með öðrum kjör- um, sem var hálfdrætti, og áttu þeir þá helming af öllu, sem þeir drógu, og varð það oft hátt kaup, sem góðir fiskimenn fengu með þessum kjörum, enda þýddi ekki að bjóða góðum dráttarmönnum önnur kjör en hálfdrætti. Þegar svo búið var að semja við út- gerðina um kjörin, hver sem þau voru, fór skipstjórinn með hina ráðnu menn til þess að staðfesta þar ráðningarkjör hinna nýju háseta og afhenda þeim munstringarbækur með innrituðum ráðn- ingarkjörum. Frá þessari stundu var maðurinn á skipsins valdi. Ekki var þó svo að skilja, að þeir væru herteknir þrælar skipsins, því að sjaldnast var við „Fantaslagur“ – Endurminningar frá skútutíðinni – Blómatími skútualdarinnar, eða þilskipanna, á Íslandi var á seinni hluta 19. aldar. Á öndverðri 20. öld hófst bylting vélanna og seglskipum fækkaði hér ört. Myndin er af Talisman sem keypt var til Íslands 1898. Hinn óþekkti höfundur hefur vísast róið á þilskipi líku Talisman. Þjóðminjasafn Íslands

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.