Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 24
skattalegra hlunninda vegna sérstöðu starfsins. Ísland sker sig algjörlega úr í samanburði við aðrar þjóðir að þessu leyti. Norræna velferðarsamfélaginu, sem stjórnmálamenn vísa ósjaldan í sem okk- ar fyrirmynd er gefið langt nef, þar sem sjómenn allra Norðurlanda njóta marg- faldra hlunninda umfram þau sem búið er að svipta íslenska sjómannastétt.“ * Ráðstefnufulltrúar vöktu máls á því að nú væru tæp fjögur ár síðan kjara- samningur LÍÚ (SFS) og stéttarfélaga sjómanna rann út. Síðan hefði allt verið í hörðum hnút og engar forsendur til endurnýjunar kjarasamninga. Menn binda vonir við að væntanleg stjórnar- frumvörp sem „byggja á tillögum Sátta- nefndar“ muni skapa grundvöll til samningaviðræðna.Eins og glögglega má sjá á línuritinu hefur hagur útgerðarinnar vænkast stórkostlega síðan 2005. Engu að síður setja útgerðarmenn nú fram harðar kjaraskerðingarkröfur á hendur sjómönnum. Sannast þar hið forn- kveðna að mikið vill meira. S jónvarpsstöðin N4 á Akureyri gef- ur út samnefnt dagskrárblað. Þar birtist viðtal við Baldvin Sigurðs- son sem er hnyttinn og minnugur á for- tíðina. Baldvin rifjaði meðal annars upp þegar maður hljóp undir manns hönd úti í Evrópu að bjarga rostungi er virtist villtur. Gefum Baldvin orðið: „Rostungskópur fannst í fjöru í Hollandi, slæptur og svangur og mömmulaus. Fræg umhverfissamtök í Evrópu tóku rostunginn að sér og söfn- uðu ásamt samanlagðri evrópsku press- unni, blöðum og sjónvarpi, um 200 milljónum til að koma honum til heim- kynna sinna við Ísland. Tekin var á leigu Herkúles flutningavél og önnur fyrir blaða- og sjónvarpsmenn og þeim flogið til Akureyrar, þar sem lent var með pompi og pragt. Ungi litli sat á silkipúða og át humar og síld. Hann var fluttur inn á Leiruna þar sem hann lá og brosti til pressunnar. Kvaddi hann með tárum þegar blaðamannafundi var lokið. Fólkið hélt á Bautann í mat og síðan heim til sín. Seinna þennan sama dag kom togar- inn Kaldbakur að landi með fullfermi og kokkurinn um borð, Gunnar Skjóldal, fór rakleitt í ríkið og fékk sér fleyg. Skömmu síðar var hann kominn með veiðistöng og byssu út á Pollinn í trillu föður síns. Þar sem Gunnar dorgaði og naut veðurblíðunnar – og ekki síst veig- anna – sá hann þennan fallega brosmilda rostungskóp í fjöruborðinu, og skaut hann umsvifalaust í þann mund sem Herkúles flugvélarnar tvær með blaða- menn og Greenpeace liðið flaug upp úr Eyjafirðinum. Daginn eftir mátti heyra auglýsingu í útvarpinu: Glænýtt rost- ungskjöt. Fiskbúðin við Strandgötu.“ Kópurinn dýri Mynd: Helga Haraldsdóttir 24 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.