Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 kunnugt er í sína hinstu för þrjátíu og fjórum árum síðar. Þetta tímabil norður- slóðasiglinga spannar því þrjátíu og fjög- ur ár af ævi hans, næstum helming ævi hans og stóran hluta starfsævi hans. Samkvæmt áðurnefndri bók eftir Serge Kahn kom Charcot og hans menn alls fjórtán sinnum til Íslands, höfðu við- komu í Reykjavík og á Akureyri, auk annarra staða sem taldir eru upp í bók- inni, en samkvæmt þeim sömu upplýs- ingum höfðu þeir alls fjörutíu sinnum viðkomu á ýmsum stöðum hérlendis. Yfirleitt höfðu þeir stuttan stans hér til að taka vistir, vatn og kol, en líka til að hvílast aðeins og hitta fólk. Stundum stöldruðu þeir lengur við og gafst þá færi á að skoða landið, skreppa inn í Eyja- fjörð, á Þingvöll eða austur í Haukadal og skoða goshverina þar. 3. Frakkar voru nokkuð umsvifamiklir á Ís- landi á þessum tíma og Alliance frança- ise í Reykjavík var stofnuð strax árið 191, sama ár og Háskóli Íslands. Charcot leit svo á að honum bæri skylda til að styðja við starfsemi Alliance française í Reykjavík og þegar hann átti þess kost hélt hann fyrirlestra þar um ýmis efni, þeim hópi Frakka og Frakklandsvina sem hér voru þá til ómældrar gleði. Fyrirlestrar Charcots töldust til stórtíð- inda í menningarlífi bæjarins á þessum tíma og þeirra var oft getið í blöðum. Þannig varð nafn Charcots smátt og smátt kunnuglegt í eyrum Íslendinga, hann varð það sem seinna var farið að kalla Íslandsvinur. Meðal bestu vina hans hérlendis var Thora Friðriksson (1866–1958) einn stofnenda Alliance francaise í Reykjavík og og forseti félagsins frá 1932-1936. Vil- mundur Jónsson landlæknir kallaði Thoru Friðriksson „síðasta aristókrat- ann“ í minningargrein um hana árið 1958. Hún var merkiskona á sínum tíma sem barðist fyrir réttindum kvenna, var afar virk í menningarlífi Reykjavíkur, listræn verslunarkona með meiru en líka virk í menningarstarfi milli Frakklands og Íslands. Hún kynntist Charcot vel, var langdvölum í París á fyrri hluta 20. aldarinnar og komst fyrir tilstuðlan hans Pourquoi-Pas? á Pollinum við Akureyri. Myndin er tekin við Torfunefsbryggju í ágúst 1928. Flugvélin er Súlan D-463 sem var hérlendis þetta sumar. Ber þó ekki að rugla saman við samnefnda vél er kom árið eftir og bar sömu einkennisstafi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.