Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Qupperneq 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur Í þættinum, Utan úr heimi hér aftar í blaðinu, dregur Hilmar Snorrason athygli okkar að beittari stefnu Svía í málefnum kaupskipaflota síns. Á næstu 6 árum ætla þeir að margfalda kaupskipaflotann að stærð sem mun hafa mikil áhrif á sænskt efnahagslíf. Hér á landi er engin stefna eða framtíðarsýn í þess- um málum – nema ef kalla má uppgjöf stefnu. „Nú er svo komið að aðeins eru 7 kaupskip mönnuð sjó- mönnum búsettum á Íslandi“, var upplýst á ráðstefnunni. Þessu verður að snúa við. „Það er ekki frjáls þjóð sem ekki ræður yfir kaupskipaflota sínum,“ fullyrða formennirnir og skora á íslensk stjórnvöld að grípa strax til aðgerða. „Íslensk kaupskipaútgerð er þegar aflögð en tryggja verður að atvinnugreinin geti lifnað við og átt möguleika til framtíðar. Ljóst má vera að inn- og út- flutningur þjóðarinnar mun ávallt byggjast á sjóflutningum.“ * Landhelgisgæslan var til umræðu og vöruðu fundarmenn eindregið við þeirri sparnaðartilhneigingu sem gætt hefur undanfarin ár í garð Gæslunnar. „Það er óviðunandi að skip Landhelgisgæslunnar liggi bundin við bryggju meirihluta árs- ins. Það eru lágmarkskröfur að minnsta kosti einu skipi sé haldið á miðunum kringum landið á hverjum tíma. Öryggi sjófarenda er í húfi.“ Sama hefur verið uppi á teningnum varðandi Hafrannsókna- stofnun. Þar er sparað og sparað jafnvel þótt viðfangsefnið sé sjálft lífsblóð hinnar íslensku þjóðar, fiskurinn og miðin. Um þetta var meðal annars ályktað: „Ómæld verðmæti fara forgörð- um að óbreyttu ástandi. Það er algjör lágmarkskrafa að tryggt sé að rannsóknarskip stofnunarinnar séu nýtt til rannsókna af full- um krafti allt árið, en liggi ekki í höfn langtímum saman vegna fjárskorts.“ * Í hálfa öld þótti íslenskum stjórnvöldum rétt að taka tillit til eðlis sjómennskunnar. Og þótt það hafi ef til vill ekki verið kannað vísindalega má gera því skóna að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé þessu sammála. Sem sé að sjómenn eigi að njóta skattalegra hlunninda. Engu að síður sáu þáverandi oddvitar þjóðarinnar ástæðu til að reka hornin í sjómannaafsláttinn og afnema hann. Þessu var mótmælt á formannaráðstefnu Far- manna- og fiskimannasambands Íslands: „Hjá öllum siðmennt- uðum þjóðum þar sem sjómennska er stunduð njóta sjómenn Þeim tilmælum var beint til sameiginlegrar samninganefndar fiskimanna „að kvika í engu frá þeim árangri sem náðst hefur í slysatryggingu fiskimanna.“ Það hefði tekið marga áratugi að koma þeim í það horf sem sjómenn þekkja í dag og því „óðs manns æði“ að gefa nokkuð eftir í þeim efnum. Mynd: Davíð Már Sigurðsson Skrúfupressur og stimpilpressur Lofthreinsibúnaður Loftkútar - Loftsíur Lofttengibúnaður Loftþurrkarar Ýmsar stærðir og gerðir Einstaklega hljóðlátar Þýsk gæði Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.