Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Veikindi um borð Fyrir skömmu óskaði bandaríska strandgæslan eftir aðstoð lækna um borð í líberíanska flutningaskipið Agapi S eftir að nítján af tutt- ugu og eins manna áhöfn skipsins hafði orðið fyrir matareitrun. Dráttarbátur flutti tvo lækna um borð en þeir staðfestu síðan að heilsa skipverjanna væri stöðug og að ekki þyrfti að flytja þá á sjúkrahús. Agapi S hafði verið á leið frá Saint Eustatius á hollensku Antilles til New Orleans og var undan strönd Puerto Rico þegar veikin blossaði upp. Ekki lá fyrir hvað olli þessari miklu matareitr- un en um borð í Suður-kóreanska skipinu JS Comet kom upp svip- að atvik í júlí sl. Skipið var þá á siglingu undan Port Canaveral þegar 19 manns í áhöfninni fengu matareitrun eftir að hafa lagt sér til munns barrakuda. Skipið var þá að berjast í hitabeltisstormi og sá bandaríska strandgæslan engra annarra kost völ en að taka veiku skipverjanna frá borði, með aðstoð þyrla, en þá blés vindur allt að 18 metrum á sekúndu. Aðeins tveir skipverjar urðu eftir um borð og fengu þeir aðstoð strandgæslunnar við að koma skipinu á legu fyrir utan höfnina í Jacksonville en skipinu er óheimilt að koma til hafnar í Bandaríkjunum þar sem þarlend lög banna komu skipa til hafna þar sem veikindi eru um borð. Óæskilegir farþegar Fyrr á þessu ári fór hópur apa í óvænta ferð til Evrópu frá Malasíu. Ferðin hófst í höfninni Tanjung Pelepas en upphafið var að aparnir fóru um borð í gámaskipið Eugene Mærsk, sem er 15.500 TEU gámaskip, en verið var að lesta skipið. Hvorki skipverjar né hafnar- verkamenn urðu varir við að aparnir kæmust um borð og það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir brottför frá Tanjung Pelepas að þeirra varð vart. Þótti þá orðið of seint að snúa skipinu við og því ákveðið að halda áfram för en næsta höfn var Rotterdam. Þá lá því beinast við að hafa samband við dýragarðinn í Kaupmannahöfn til að leita ráða. Hófust skipverjar handa við að fanga apana og koma þeim í búr. Við komuna til Rotterdam voru aparnir afhentir hollenskum dýraverndunarsamtökunum Stitching AAP. Þetta mun þó ekki vera í fyrsta sinn sem apar komast um borð í skip Mærsk skipafélagsins en árið 2011 fundust einnig apar um borð í 8.000 TEU gámaskipinu Skagen Mærsk. Stefna í kaupskipaútgerð Nýlega kynntu sænsk útgerðarmannasamtökin stefnu sína í kaup- skipaútgerð og bentu á að með réttum aðgerðum myndi sjást mikil vöxtur í greininni fram til 2020. Þeirra sýn er að þá muni 43.000 manns vinna við greinina bæði til sjós og lands en í dag eru tæp- lega 25.000 manns við þessi störf. Þá sjá þeir að þjóðartekjur muni aukast um 31 milljarð á móti 18 milljörðum í dag. Í dag eru rétt um 100 skip sem sigla undir sænskum fána en þeirra sýn er að 300 skip myndu bætast í sænska kaupskipastólinn. Þessu til viðbótar er það þeirra sýn að þá verði 1.000 skip sem stjórnað væri af Svíum sem er tvöfalt á við hvað það er í dag. Það er sem sagt mikill metn- aður hjá Svíum að endurheimta styrk sinn í kaupskipaútgerð undir sænskum fána. Meira en sagt verður um okkur Íslendinga þar sem engin stefna virðist vera til í endurheimtingu kaupskipaútgerðar undir íslenskum fána. Risa gámaskipin Í dag eru stærstu gámaskip heims vel yfir 18.000 gámaeiningaskip en menn eru þegar farnir að horfa til stærri skipa og spurningin hvar þetta allt tekur enda. Det Norske Veritas flokkunarfélagið hef- ur bent á að 24.000 gámaeiningaskip eru alveg hugsanleg. Þó eru margir þröskuldar í veginum. Til að geta byggt svo stór skip þá er auðveldara að auka breidd skipa í stað þess að lengja þau sökum þeirra þykktar sem þyrfti að vera á stálinu í skipinu. Þá kemur að annmörkum í höfnum þar sem siglingaleiðir, skipalokur og gámakranar eru vandamál. Þá eykst djúprista skipanna og þar með fækkar höfnum sem skipin komast inn á. Aukin hæð gámaskip- anna mun þá hafa þau áhrif að skipin komast ekki undir brýr svo sem í Hong Kong, Hamborg og Osaka enda eru stærstu skip heims í dag miðuð við að komast undir þessar brýr. Nokkur skipafélög eiga eða eru að láta smíða skip sem eru yfir 18.000 gámaeininga- skip en það eru Mærsk, MSC, USAC og CSCL en það síðast nefnda fékk nýlega afhent núverandi stærsta skip sem er á floti sem hlotið hefur nafnið CSCL Globe (19.100 TEU) en það skip var afhent frá skipasmíðastöð í lok nóvember s.l. Reynslan af þessum risaskipum hefur sýnt að þau verða fyrir meiri töfum í höfnum þar sem bæði tekur lengri tíma taka þau að og frá bryggjum, auk þess sem vinnuálag við hafnir margfaldast vegna þeirra. Hins vegar er kostn- aður við rekstur skipana lægri og flutningsgjöld því lægri. Þrátt fyrir þetta eru menn vissir um að ekki sé langt í að 24.000 gáma- einingaskip verði að veruleika. Það er mat manna að óverulegur kostnaðarauki sé á milli smíðaverðs á 19.000 gámaeiningaskip og 24.000. Ætla má að lengdin yrði á bilinu 430 til 450 metrar saman- borið við að 18.000 gámaeiningaskip er 400 metra að lengd. Þá færi breiddin úr 59 metrum í 61,5 metra eða sem nemur einni gámabreidd. Lausir eftir fjögur ár Í október s.l. var sjö indverskum skipverjum af tankskipinu Asp- halt Venture slepp úr höndum sjóræningja eftir að hafa verið í Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Senda þurfti lækna um borð í Agapi S eftir að skipverjar urðu fyrir matar- eitrun. Mynd: Bengt-Rune Inberg Svíar stefna á vöxt í kaupskipaútgerð fram til 2020. Mynd: Hilmar Snorrason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.