Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Víkingur á Sjávarútvegssýningunni Víkingurinn smellti sér á Sjávarútvegssýninguna miklu í september síðastliðnum – sem var glæsilegri en nokkru sinni Eimskip var með glæsilegan bás að venju. Gylfi Gunnarsson úr Grímsey er smekkmaður á tímarit. Hjörtur Gíslason, ritstjóri hinnar frábæru vefsíðu, Kvótinn.is, var að sjálfsögðu mættur. Sjómenn, þarna er síða sem allir verða að kíkja á, helst daglega – svo ég taki nú upp þráðinn þar sem Hilmar Snorrason sleppti honum í sínum ágætu þáttum, Siglt um netið. Hér eru þau Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri Ægis, Helgi Pálsson og Ingunn Baldursdóttir í bás fyrirtækisins Baldurs Halldórssonar ehf. sem smíðað hefur trillubáta í meira en hálfa öld. Geri aðrir betur. Okkar fólk var á staðnum. Dreifingarstjóri Víkingsins, Kristín Arna Jónsdóttir, gengur úr skugga um hitastigið. Hinn eldhressi Finnbogi Magnússon, starfsmaður Jötuns, stendur í köldu vatni (staðfest af Kristínu Örnu) og kveinkar sér ekki hið minnsta, þrátt fyrir klukkutíma stöðu í balanum. Þetta hefur allt með klæðnaðinn að gera, útskýrir hann, sem er sannarlega göldrum líkastur getur Víkingurinn vottað af eigin raun. Sjómenn, þið ættuð að kynna ykkur málið hjá Finnboga. Sonja Sif Jóhannsdóttir, hugguleg að vanda, var á snærum Tryggingamiðstöðvarinnar. Kristján L. Möller staldrar við hjá Ágústi Hilmarssyni í bás Tandurs. Þráinn Eiríkur Skúlason, aðstoðarskólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og bátsmaður, hallar sér makindalega og ræðir málin. Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi snýr í okkur baki.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.