Fréttablaðið - 02.09.2022, Side 1

Fréttablaðið - 02.09.2022, Side 1
1 9 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Samstarf ólíkra listamanna Lögðu sveitaböllin óvart undir sig Menning ➤ 18 Lífið ➤ 20 Ekki hefur gengið að full- manna frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar í Reykjavík og í dag vantar áttatíu starfsmenn til þess að hægt sé að bjóða öllum börnum pláss. Á tólfta hundrað börn eru á biðlista. ninarichter@frettabladid.is SAMFÉLAG Hjördís Rut Sigurjóns- dóttir, upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir að búið sé að manna sjötíu og fimm prósent starfa á frístunda- heimilum og sértækum félagsmið- stöðvum borgarinnar. „Á biðlista eru núna 1.155 börn og búið er að samþykkja 3.368 börn inn í dvöl í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar,“ segir hún. Hjördís segir atvinnuástand í samfélaginu ráða því hvenær málin leysist. „Í Covid-ástandinu gekk nokkuð vel að manna frístundaheimilin og sértæku félagsmiðstöðvarnar, í októ- ber 2018 hafði til dæmis náðst að manna 89 prósent starfa en í október 2019 95 prósent starfa,“ segir Hjördís. Unnið sé hörðum höndum að því að manna allar stöður. „Um er að ræða hlutastörf og stærsti hluti starfsfólks er námsmenn sem eru ekki tilbúnir að festa sig á ákveðna daga í vinnu fyrr en stundatöflur liggja fyrir í háskólunum.“ Ljóst er að fjöldi foreldra þarf að brúa bilið og ráðstafa dagvistun á meðan beðið er eftir plássi. „Yngstu börnin sem eru að byrja í grunnskóla eru í forgangi og það hefur tekist að taka þau öll inn á frístundaheimili í borginni. Það er síðan í einhverjum tilfellum verið að bjóða eldri börnunum hluta- vistun sem þýðir að þau mæta ein- hverja ákveðna vikudaga og börnin eru jafnvel í öðru skipulögðu starfi aðra daga,“ segir Hjördís. „Foreldrar barna sem eru ekki komin inn á frístundaheimili eru síðan í einhverjum tilfellum í sam- starfi sín á milli og leyfa börnunum að leika saman og skiptast á að annast þau.“ n Tæplega tólf hundruð börn á biðlista Á biðlista eru núna 1.155 börn og búið er að samþykkja 3.368 börn inn í dvöl í frí- stundaheimili og sértækar félagsmið- stöðvar. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi á Skóla- og frí- stundasviði Reykjavíkurborgar lyaver.is Lægra vöruverð Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Allt fyrir barnið Bílstólar og sessur, brúsar, sparkbílar og margt fleira Barnabílstóll Junior* 15-36 kg, svartur, Isofix festingar Verð 23.900 kr. Barnakerru- & bílstólaþrenna* Burðarrúm/vagnstykki,skiptitaska o.fl. Verð 98.990 kr. Barnabílstóll Junior* 0-36 kg, grár, King - Isofix festingar Verð 39.990 kr. Sparkbíll Audi Junior quattro, rauður Verð 22.990 kr. *Allir bílstólar og sessur uppfylla ESB staðal ECE R44/04 um öryggi. Mikið fjör og gleði var í gær er hressir sjöttu bekkingar í Menntaskólanum í Reykjavík tóku á móti nýnemum og tolleruðu busana vel og vandlega eins og hefðin býður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNSÝSLA Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, staðfestir að á dagskrá fundar nefndarinnar næsta mánudag sé kominn liður um ráðningar embættismanna og 36. grein starfsmannalaganna. Sýnist ólgan í kringum skipun þjóðminja- varðar kveikja þeirrar umræðu. Félag fornleifafræðinga hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna ákvörðunar Lilju Alfreðs- dóttur menningarmálaráðherra um skipun í embætti þjóðminjavarðar. Samráðherrar Lilju eru meðal þeirra  sem hafa bent á að heimild sé í lögum til að færa til embættismenn samkvæmt 36. greininni. SJÁ SÍÐU 6 Þingnefnd skoðar skipun í embætti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.