Mosfellingur - 23.06.2022, Síða 24

Mosfellingur - 23.06.2022, Síða 24
 - Mosfellingurinn Hlín Magnúsdóttir Njarðvík24 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Hlín Magnúsdóttir Njarðvík hefur starfað mjög lengi með börnum, í dag stýrir hún stoðþjónustu þar sem hún leggur mikla áherslu á fjölbreytt og áhugahvetjandi námsefni ásamt því að flétta daglegt líf inn í nám barnanna að mestu leyti. Hlín heldur einnig úti námssamfélag- inu Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka en þar deilir hún bæði hugmyndum og námsefni sem hún hann- ar sjálf til annarra kennara og foreldra. Hlín Magnúsdóttir Njarðvík er fædd í Reykjavík 17. apríl 1986. Foreldrar hennar eru Stefanía Anna Árnadóttir leikskóla- starfsmaður og Magnús Steinn Loftsson leikari. Hlín á fjögur systkini, Ingibjörgu f. 1980, Árna Dag f. 1989, Ástu f. 1994 og Katrínu f. 1994. Kósý kvöldin standa upp úr „Ég ólst upp í Vesturbænum í Reykja- vík og það var alveg dásamlegt að alast þar upp. Stutt í skólann, stutt í vinina og hverfissjoppan stóð alltaf fyrir sínu, það var alltaf líf og fjör. Mínar dýrmætustu æskuminningar eru augnablikin þar sem ég var að leika við systkini mín á hverfis- rólónum, leigja vídeóspólu með pabba og borða sveittan hamborgara frá Hróa Hetti með mömmu. Systkinahópurinn er stór svo það var alltaf líf og fjör á heimilinu, foreldrar okkar lögðu alltaf mikið upp úr kósýkvöldum og hjá okkur var alltaf mikil tilhlökkun. Þetta er til dæmis eitt af því sem ég hef tekið með mér í uppeldi barnanna minna,“ segir Hlín og brosir. Gaman að gleyma sér í gleðinni „Ég gekk í Melaskóla og Hagaskóla og hef alltaf haft gaman af því að vera í skóla. Það er nefnilega alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og það er kannski ástæðan fyrir því að ég endaði í skóla á fullorðinsárum, skólar eru skemmtilegir staðir. Á skólaárunum var maður alltaf að bralla eitthvað sniðugt með vinunum, hvort sem það var að stofna hljómsveit og rappa á Gauki á Stöng fyrir framan öll átrúnaðargoðin á þeim tíma eða að fara saman á tónleika. Vinahópurinn hefur haldið sambandi í gegnum öll þessi blessuðu ár og það er alltaf jafn gaman að gleyma sér í gleðinni með þeim. Ég fór síðan í Menntaskólann við Hamra- hlíð á félagsfræðibraut þar sem ég féll fyrir sálfræðinni, þar tók ég eins marga sálfræði- áfanga og ég gat og naut þess í botn.“ Dýrmæt augnablik í hinu daglega lífi Hlín er gift Gunnari Lár Gunnarssyni framkvæmdastjóra og eiganda viðburða- fyrirtækisins Manhattan Events. Þau eiga þrjú börn, Hlyn Lár f. 2010, Anítu Björk f. 2014 og Jökul Lár f. 2019. „Við fjölskyldan erum mjög samrýmd og ótrúlega heimakær, við erum með kósýkvöld í hverri viku, horfum saman á bíómyndir og förum í heita pottinn. Við höfum líka gaman af að ferðast og sjá nýja staði saman. Annars eru það dýrmætu augnablikin í hinu daglega lífi sem gefa okkur mest, spjallið eftir skóladaginn, hláturinn við matarborðið, kvöldröltið og svo spjallið sem á sér stað akkúrat þegar þau eru að fara að sofa.“ Áherslurnar eru mismunandi Síðustu ár hefur Hlín starfað í skólum, fyrst sem kennari á Stuðlum í eitt ár og svo sérkennari í Norðlingaskóla í fimm ár. Núna starfar hún sem deildarstjóri stoðþjónustu í leik- og grunnskólanum Helgafellsskóla og er að klára sitt annað ár í því starfi. Hún er með meistaragráðu í uppeldis-og menntunarfræðum ásamt BA-gráðu í sál- fræði og diplomagráðu í kennslufræðum, málþroska og læsi. „Starfið mitt felst aðallega í því að þróa og styðja við alla stoðþjónustu í skólanum í samvinnu við starfsfólkið. Þetta er stuðningskerfi við almenna kennslu en áhersl- urnar eru mismunandi og fara eftir þörfum einstakl- ingsins. Ég er svo heppin að vera með virkilega flott fólk í mínu stoðteymi, sérkenn- ara, iðjuþjálfa, námsráðgjafa og þroskaþjálfa, allir með það að leiðarljósi að leyfa styrkleikum og áhugasviði barnanna að njóta sín. Dagarnir í vinnunni er misjafnir en allir snúast þeir um nemendur og hvernig hægt er að aðlaga skólastarfið að þeirra þörfum.“ Verkefnamiðað nám Hlín sinnir fjölbreyttum verkefnum dag- lega, finnur námsefni við hæfi með aðstoð sérkennara, sinnir foreldrasamskiptum, leitar til annarra fagaðila t.d sálfræðings eða talmeinafræðings til að fá ráðgjöf, skimar fyrir lestrarvanda og heldur utan um aðrar skimanir, fundarhöld ásamt því að spjalla við börnin sjálf. „Í Helgafellsskóla vinnum við mikið með verkefnamiðað nám, við reynum að flétta daglegt líf inn í nám barnanna að sem mestu leyti. Fókusinn minn er alltaf hvaða verkfæri þurfa börnin að hafa til þess að geta tekist á við áskoranir og hvernig við getum gert námið forvitnilegt og áhugavert, til þess að vita það þá er langbest að spjalla við börnin. Við stjórnendur leggjum líka mikið upp úr því að þau geti alltaf komið til okkar ef þeim liggur eitthvað á hjarta.“ Vinnum að sama markmiði „Stoðþjónustan er samvinna milli skóla, foreldra og nemenda m.a. á þann hátt að skólinn þekkir bekkjarnámskrána og hæfniviðmiðin ásamt því að þekkja fjöl- breytt úrræði, foreldrar geta stutt við námið heima og nemandinn nýtir sína styrkleika og áhugasvið til að læra nýja þekkingu. Ég hef alltaf haft það sem markmið bæði sem foreldri og starfsmaður í skóla að hafa samskiptin milli heimilis og skóla sem best, að þau einkennist af trausti, virðingu og samvinnu. Að barnið finni að það eigi bandamenn á báðum stöðum og verið sé að vinna að sama markmiðinu, að barninu líði vel og það fái tækifæri til að blómstra í lífinu.“ Fjölbreyttar kennsluaðferðir „Ég er líka með „smá“ aukavinnu, en ég held úti litlu námssamfélagi sem ég kalla Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Ég deili námsefni, hugmyndum og ráðgjöf á samfélagsmiðlum og hef haldið fyrirlestra, allt í nafni Fjölbreyttrar kennslu. Það er alveg dásamlegt að vinna þessa vinnu svona á kantinum, það gefur mér mikið að búa til námsefni á kvöldin þegar börnin mín eru sofnuð. Mitt helsta áhugamál er nám og kennsla, ég ver miklum tíma í að kynna mér hvort tveggja, hvort sem það er að lesa greinar, skoða námsefni eða kynna mér hvað aðrir skólar eru að gera, bæði hér heima og er- lendis. Ég sæki mikið ráðstefnur og nám- skeið og svo hef ég ansi gaman af því að mennta mig sjálf,“ segir Hlín og brosir. Ég held ótrauð áfram „Ég tel mig vera í einstakri stöðu þar sem ég fæ tækifæri til að ná bæði til foreldra og fagfólks með fróðleik og námsefni bæði í gegnum starf mitt og í gegnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Ég held ótrauð áfram að leggja mitt af mörkum svo að brúin milli heimilis og skóla sé stutt, stöðug og sterk.“ Ég held ótrauð áfram að leggja mitt af mörkum svo að brúin milli heimilis og skóla sé stutt, stöðug og sterk. Fjölskyldan: Aníta Björk, Hlynur Lár, Hlín, Jökull Lár og Gunnar Lár. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Skólar eru skemmtilegir staðir HIN HLIÐIN Hvað hefur haft mest áhrif á líf þitt? Að eignast börn. Uppháhaldsvefsíða? Fjolbreyttkennsla.is Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Ferðast um Evrópu þegar ég var tæplega tvítug. Skrítnasta upplifunin? Þegar ég var næstum rænd af apa á Gíbraltar. Hvað keyptir þú síðast fyrir heimilið? Spil í Barnaloppunni. Besti drykkurinn? Ískaldur Nocco. Hvað heillar þig í fari fólks? Einlægni og húmor. Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? I would walk 500 miles. Hlín Magnúsdóttir Njarðvík deildarstjóri stoðþjónustu í Helgafellsskóla segir samskipti heimilis og skóla einkennast af samvinnu dugnaðarforkur Hlynur lár, Jökull lár og aníta BJörk 3 ára skJáta

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.