Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 1
Biðlistar á Landspítalanum lengdust mjög í Covid og hægt gengur að vinda ofan af þeim. Kennari sem bíður eftir hnéaðgerð undrast að ríkið neiti að skipta við Klíníkina. gar@frettabladid.is Heilbrigðismál Bið Ragnars Hilm- arssonar grunnskólakennara eftir liðskiptum á hné lengist stöðugt. Ragnar hitti lækni í febrúar 2021. „Hann sagði mér að biðin eftir aðgerð gæti orðið ár en að hún ætti að verða styttri,“ rekur Ragnar. Eftir ár hafi verið sagt að aðgerðin gæti fyrst orðið í sumar eða haust. „Nú var sagt að þetta yrði ekki fyrr en einhvern tímann á næsta ári.“ Skýringar séu sagðar skortur á starfsfólki á Landspítalanum. Ragnar freistar þess einnig að komast að á sjúkrahúsunum á Akra- nesi og á Akureyri. „Það þýðir að ég þarf bæði að fara í viðtal við lækni á Akureyri og lækni á Akranesi og það þarf að taka myndir á báðum stöðum – það er engin samvinna þarna á milli,“ segir Ragnar. Nýlega kveðst Ragnar hafa frétt að fólk sem hafi ekki fengið slíka aðgerð innan þriggja mánaða eigi rétt á að fara til útlanda í aðgerð á kostnað Sjúkratrygginga Íslands. Sé kostnaður við það margfalt meiri en þær 1,2 milljónir króna sem sama aðgerð kosti hjá Klíníkinni í Reykja- vík. Ríkið vilji hins vegar ekki greiða fyrir slíkar aðgerðir þar. „Ég hef rætt við Willum heil- brigðisráðherra. Hann segist vera að vinna í þessu á fullu. Það er afar skrítið að við séum með Klíník og hæft fólk sem gæti stytt biðlistana en þeir séu ekki tilbúnir að borga fyrir það en til í að borga fyrir þetta á einkasjúkrahúsum erlendis.“ Að sögn Andra Ólafssonar, upp- lýsingafulltrúa á Landspítalanum, lengdust biðlistar í nánast öllum aðgerðaf lok k um g r íðarlega í Covid. Ekki hafi tekist nægilega vel að stytta listana. „Þegar verið er að vinna biðlistana niður ræður bráð- leiki för. Þá hefur lífsógnandi ástand meiri forgang en annað.“ n Þegar verið er að vinna biðlistana niður ræður bráðleiki för. Andri Ólafsson, upplýsinga­ fulltrúi á Landspítalanum 2 0 1 . t ö l u b l a ð 2 2 . á r g a n g u r f rettab lad id . i s m i ð V i K u D a g u r 7 . s e p t e m b e r 2 0 2 2 Hin umdeilda Galadríel Lífið ➤ 20 Nýtt rúgbrauð í Bílablaðinu fylgir Fréttablaðinu í dag Bílablaðið MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON 7. SEPTEMBER 2022 Ferrari 488 GTB reynslu- akstur er ekki í boði á hverjum degi en í dag getum við lesið um hvern- ig er að keyra þennan bíl á kappakstursbraut. 8 Seres 3 EV er nýjasta við- bótin við flóru kínverskra rafbíla sem flæða nú yfir evrópska bílamarkaðinn og þar með talið Ísland. 10 Með Skoda Vision 7S kynnir merkið í senn nýtt útlit og nýjan rafdrifinn sjö manna fjölnotabíl. 2 Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda.Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Betra start með Exide rafgeymum VW ID.BUZZ – bíll fyrir framtíðina Kynning á hinum framúrstefnulega VW ID.BUZZ er nýhafin í Kaupmannahöfn og fyrstu umfjallanir um bílinn munu birtast í dag. Hann sækir þó hugmyndir sínar að einhverju leyti til fortíðar og eftir tvö ár verða komnar fleiri útgáfur af þessum bíl á markað. 6 2-3 DAGA AFHENDING Daniil Trifonov EINLEIKSTÓNLEIKAR 10.09 20:00 Biðlistar sem Covid-faraldurinn skapaði styttast hægt á Landspítala norðurlanD Lektor í lögreglu- fræði segir áhyggjuefni að sjá skila- boð frá nýnasistum í auknum mæli hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa límmiðar birst í Þingeyjarsveit og á Húsavík en Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, kannast ekki við skilaboðin. Á einum af límmiðunum er vísað í heimasíðu Norrænu mótstöðu- hreyfingarinnar, sem á uppruna í Svíþjóð en hefur dreift úr sér á Norðurlöndunum. „Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning, þannig fjalla fræðin um þetta. Við erum að tala um for- ræðishyggju sem stendur vörð um hvíta kynstofninn, að hann byggi á menningarlegum arfi, sem stenst ekki skoðun,“ segir Eyrún Eyþórs- dóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. sjá síðu 4 Nýnasistar á Norðurlandi Íslenska kvennalandsliðið var tveimur mínútum frá því að komast á HM í fyrsta sinn en grátlegt sigurmark Hollendinga réð úrslitum. Það var fátt sem benti til þess að Hollendingar myndu brjóta ísinn undir lokin þegar sigurmarkið kom. Stelpurnar okkar fara því í umspil og þurfa að vinna einn leik í október til að tryggja sér farseðil til Eyjaálfu á næsta ári. sjá síðu 10 Fréttablaðið/Getty

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.