Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 07.09.2022, Síða 8
Aðalhagfræðingur Íslands- banka segir að hagvaxtar- tölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið í takt við væntingar. Framkvæmdastjóri Analytica segir að vöxturinn hafi verið geysimikill en hann mældist 6,1 prósent á öðrum árs- fjórðungi. magdalena@frettabladid.is Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi mældist 6,1 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Vöxturinn var að stærstum hluta drifinn af einka- neysluvexti og mikilli fjölgun ferða- manna milli ára. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir að fyrri hluti þessa árs hafi einkennst af miklum eftirspurnarvexti. „Tölurnar voru svona í ágætum takti við það sem við höfðum teiknað upp í vor þegar við gáfum út síðustu þjóðhagsspá. Mikill korta- veltuvöxtur og sérstaklega erlenda kortaveltan hjá heimilunum gaf tóninn fyrir mikla einkaneyslu í töl- unum,“ segir Jón Bjarki og bætir við að hann búist við því að draga muni úr einkaneyslu- og fjárfestingavext- inum á seinni helmingi þessa árs. „Við erum um þessar mundir að vinna nýja þjóðhagsspá og við gerum ráð fyrir að vöxtur verði tals- vert hægari á næstu tveimur árum vegna þess að innlenda eftirspurnin muni vaxa talsvert hægar auk þess sem þessi mikli vaxtarkippur sem hefur verið í ferðaþjónustunni mun líklega fjara meira út og ná jafn- vægi.“ Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir að vöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið geysi- mikill og að hann efist um að fólk átti sig á því raunverulega hversu mikill vöxtur þetta sé. „Þegar maður færir þetta á árs- mælikvarða þá er vöxturinn á fjórðungnum talsvert langt yfir því sem maður getur búist við til fram- tíðar,“ segir Yngvi og bendir á að einkaneyslan og fjárfesting hafi að mestu knúið hagvöxtinn áfram. „Samkvæmt tölum Hagstofunnar erum við að sjá 3,9 prósenta vöxt frá fyrri fjórðungi og ef maður færir það yfir á ársmælikvarða þá erum við að tala um tveggja stafa tölu eða 16,5 prósenta hagvöxt á ársmælikvarða sem er langt yfir því sem má búast við til framtíðar.“ Í Peningamálum Seðlabankans sem komu út á dögunum kemur fram að bankinn spái 5,9 prósenta hagvexti í ár en það er 1,3 pró- sentum meiri vöxtur en spáð var í maí. Þá spáir bankinn að hagvöxtur á næstu tveimur árum verði um 2 prósent á ári. Jón Bjarki segir að sú spá Seðla- bankans sé í ágætum takti við þær horfur sem Greining Íslandsbanka sér fyrir sér. „Miðað við þann hraða takt sem við sáum á fyrri helmingi ársins og þessar vísbendingar um að það sé farið að hægjast á þá er niðurstaða Seðlabankans líkleg niðurstaða.“ Yngvi segir að spá Seðlabankans um 5,9 prósenta hagvöxt á árinu sé ekki ósennileg. „Þeir eru komnir inn á svæði sem er ekkert ólíklegt en sjálfur á ég von á að hagvöxturinn verði í kringum 6,5 prósent en minni á næsta ári. Ég á einnig von á því að hagvöxtur verði minni á seinni helmingi árs- ins.“ Yngvi segist búast við því að vöxtur verði nokkuð góður miðað við nágrannalöndin á komandi misserum. „Ferðaþjónustan hefur verið að taka vel við sér þannig að það er von á að það verði áfram ágætur vöxtur þar þótt hann verði kannski ekki jafnmikill og verið hefur síðast- liðna mánuði. Svo býst ég við ágætis loðnuveiði á þessu fiskveiðiári. Hins vegar eru ýmsir óvissuþættir eins og stríðið í Úkraínu og staða efnahags- lífsins í heiminum.“ Jón Bjarki segir að staðan sé sú að Íslendingar hafi að minnsta kosti borð fyrir báru ef dregur úr eftir- spurn í viðskiptalöndunum. Þá sé það mjög jákvætt að við séum ekki að sjá sama lífskjarahöggið vegna orkukostnaðar líkt og víða í Evrópu. „Eins og er þá er mikill þróttur og horfur jákvæðar fyrir útflutn- ingsgeirann þannig að líkurnar eru miklu minni á samdrætti hjá okkur en í löndunum í kringum okkur,“ segir Jón Bjarki og bætir við að það sé áhyggjuefni hversu erfiður veturinn geti orðið í Evrópu. „Það eru líka merki um mögulegan samdrátt vestan hafs og við megum ekki gleyma því að við erum ekki einangruð í samfélagi þjóðanna. Það gæti verið að ef bakslagið verður alvarlegt í okkar helstu viðskipta- löndum að það dragi á endanum úr þrótti í hagkerfinu hér.“ n Mikill kortaveltu- vöxtur og sérstaklega erlenda kortaveltan hjá heimilunum gaf tón- inn fyrir mikla einka- neyslu í tölunum. Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Íslandsbanka Ég á von á því að hagvöxtur verði minni á seinni helmingi ársins. Yngvi Harðar- son, fram- kvæmdastjóri Analytica ggunnars@frettabladid.is Gestur Pétursson, sem hefur verið ráðinn forstjóri PCC BakkiSilicon kísilversins á Bakka við Húsavík, verður fjórði forstjóri fyrirtækisins á jafnmörgum árum. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni, sem mun einbeita sér að þróunar- málum hjá fyrirtækinu. Gestur sest í stól sem, allt frá gangsetningu verksmiðjunnar, hefur reynst nokkuð heitur. Erfið- leikar, uppsagnir og fjárhagslegar hremmingar hafa litað sögu kísil- versins frá því ofnar verksmiðjunn- ar voru fyrst gangsettir fyrir fjórum árum síðan. Þótt saga kísilversins sé ekki löng þá átti uppbygging orkufreks iðnaðar á Bakka sér talsverðan aðdraganda. Viljayfirlýsing um áformin var fyrst undirrituð árið 2011 og ráðist í framkvæmdir á svæðinu fjórum árum síðar. Verksmiðja PCC á Bakka við Húsavík var svo loks gangsett árið 2018. Fyrstu mánuðirnir eftir gang- setningu voru forsvarsmönnum fyrirtækisins erfiðir. Hráefni fraus í tækjum í vetrarhörkunni og brösug- lega gekk að halda ofnum verk- smiðjunnar gangandi. Bilanir gerðu vart við sig í hreinsibúnaði í upphafi árs 2019 sem leiddi til þess að reyk og ólykt lagði frá skorsteinum verk- smiðjunnar, íbúum á Húsavík til armæðu. Vegna þessara byrjunarerfiðleika í rekstrinum neyddust fjárfestar til að leggja verksmiðjunni til nærri því sex milljarða króna viðbótar- framlag einungis einu ári eftir að framleiðsla hófst. Þar með var ljóst að upphafleg tugmilljarða fjárfest- ing íslenskra fjárfesta og lífeyris- sjóða var að engu orðin. Enn syrti svo í álinn tveimur árum eftir að kveikt var á ofnum verk smiðjunnar í fyrsta sinn, eða árið 2020. Þá greindi talsmaður fyr ir- tækisins frá því að búið væri að segja upp 80 starfs mönnum og að slökkt yrði á báðum ofnum verk- smiðj unnar tímabundið. Heims- faraldri og verði á kísilmálmi var kennt um og sagðist Rúnar Sigur- pálsson, þáverandi forstjóri, ekkert geta sagt til um hvenær framleiðsla verksmiðjunnar gæti hafist að nýju. Í apríl á síðasta ári var svo greint frá því að ofnar kísilversins hefðu verið ræstir á ný og allt starfsfólk endurráðið. Síðan þá hefur hagur PCC á Bakka vænkast enda hefur kísilverð hækk- að umtalsvert og stöðugleiki náðst í framleiðslu verksmiðjunnar. Þýska félagið PCC SE á 86,5 pró- senta hlut í kísilverinu á Bakka á móti 13,5 prósenta hlut Bakka- stakks, fjárfestingarfélags Íslands- banka og íslenskra lífeyrissjóða. Bakkastakkur hefur afskrifað stærstan hluta af fjárfestingu sinni í verkefninu. Eigið fé PCC á Bakka var neikvætt um þrjá milljarða króna í lok árs 2020 í kjölfar ríf lega sjö milljarða króna taps á árinu. Á síðasta ári skilaði fyrirtækið hins vegar jákvæðri rekstrarniður- stöðu í fyrsta skipti frá gangsetn- ingu verksmiðjunnar. Gestur Pétursson, nýr forstjóri PCC á Bakka, segist vera spenntur að vinna að þeim tæki færum sem hafi myndast vegna góðrar vinnu forvera hans og hagfelldari aðstæð- um á mörkuðum. Frá farandi for stjóri, Rúnar Sigur- páls son, segir árin á Bakka hafa verið við burðarík. „Eftir marg vís lega upp hafs erfið- leika er rekstur verk smiðjunnar orðinn stöðugur. Fjárhagslegri endur skipu lagningu er lokið og fé- lagið vel í stakk búið til að takast á við fram tíðar á skoranir.“ n Skakkaföll og endurreisn kísilversins á Bakka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir klipptu á borða við Bakka árið 2015 ásamt Kristjáni Þór Magnússon, þáveranadi sveitarstjóra Norðurþings, og Waldemar Preussner, eiganda PCC. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Gestur Pétursson, nýr forstjóri PCC BakkiSilicon FÆRÐU ÁSTVINUM ÞÍNUM ÓSKASKRÍN – UPPLIFUN Í ÖSKJU 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Gera ráð fyrir minni vexti á seinni helmingi ársins Hagvöxturinn á öðrum ársfjórðungi var að stærstum hluta drifinn af einka- neysluvexti og mikilli fjölgun ferðamanna milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 Fréttir 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.