Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 23
Vélin er sýnileg undir afturrúðunni og áherslan er á forþjöppurnar tvær næst farþegarýminu og áberandi rauð ventlalokin. Farangursrýmið er 230 lítrar og komið fyrir undir húddi bílsins. Þökk sé kapp- akstursbraut- inni í Kapellu- hrauni er nú orðið raunhæft að eiga svona bíl á Íslandi. Það er einfalt og ódýrt að skrá sig í akstursklúbba og stunda þar hringakstur allt sumarið, hvort sem ekið er á bílum eða mótorhjólum. Ertu að tengja? Hleðsla rafbíla Fáið löggiltan rafverktaka til að yfirfara og aðlaga raflögnina áður en rafbíll er hlaðinn í fyrsta sinn. Hver tengipunktur má einungis hlaða einn rafbíl í einu Hver tengipunktur skal varinn með yfirstraumvarnar- búnaði sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Hver tengipunktur skal varinn með bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Bilunarstraumsrofinn ætti að vera af gerð B – þó má nota gerð A sé jafnframt notuð viðbótarvörn HMS mælir með að ekki séu notaðir hefðbundnir heimilistenglar til hleðslu rafbíla HMS mælir með að til heimahleðslu rafbíla séu notaðar þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartenglar Stranglega er bannað að nota framlengingarsnúru, fjöltengi eða önnur „millistykki“ við hleðslu rafbíla Hleðslustrengir mega ekki liggja þar sem þeir geta orðið fyrir hnjaski, t.d. yfir vegi, gangstéttar eða stíga Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst • • • • • • • • • er að opna fyrir spjöld sem gefa bílnum aukahávaða. Loks er hann með vökva stilltri sportfjöðrun, koltrefja-afturvæng og 20 tommu sportfelgur frá Novitec líka. En eru einhverjir gallar við svona frábæran akstursbíl? Hann er kannski ekki hagkvæmasti bíllinn til að eiga því hann virðist hrapa nokkuð í verði þegar hann er kominn fram yfir fimm ára verksmiðjuábyrgðina. Það er heldur ekki fyrir hvern sem er að koma sér fyrir í bílnum enda sest maður nánast niður í götuna. Útsýni aftur er sama og ekki neitt og sem betur fer er hann búinn árekstraskynjurum því maður þarf hreinlega að giska hvort einhver sé fyrir aftan bílinn og eitt er víst: maður heyrir örugglega ekki mikið í viðkomandi. Farangursrými bílsins er í nefinu og tekur 230 lítra. Þótt það sé ekki mikið miðað við flesta bíla er það nóg til að taka tvær meðalstórar ferðatöskur fyrir hvorn farþega bílsins. Þangað þarf þó flestallt að fara því ekki er mikið pláss til að leggja hluti frá sér í káetunni, og meira að segja heimsókn á skyndibitastað getur verið vandkvæðum bundin. Alla vega er bílalúgan út úr kortinu því að hún er bara allt of hátt uppi. n BÍLABLAÐIÐ 9MIÐVIKUDAGUR 7. september 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.