Fréttablaðið - 07.09.2022, Side 30

Fréttablaðið - 07.09.2022, Side 30
Ellefu Evrópuþjóðir komast beint á HM. 655 Íslenska liðið hafði haldið hreinu í 655 mínútur í röð í undan- keppninni þegar Holland skoraði sigur- markið. aron@frettabladid.is Fótbolti Í gær varð endanlega ljóst hvaða lið úr Evrópuhluta undan- keppni heimsmeistaramótsins komast beint áfram í lokakeppnina sem fram fer í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi á næsta ári. Auk Hollands verða Svíþjóð, Spánn, England, Dan- mörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland í pottinum sem fulltrúar Evrópu þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina. Drátturinn mun fara fram í Aotea-höllinni í Auckland í Ástr- alíu þann 22. október. Alls verða 32 lið í pottinum og verður þeim skipt niður í átta riðla sem munu einnig ákvarða það hvar liðin munu spila meðan á riðlakeppninni stendur. Þá er ljóst hvaða landslið frá Evr- ópu munu berjast um laust sæti í lokakeppni HM í gegnum umspil. Auk Íslands eru það Írland, Skot- land, Austurríki, Bosnía Hersegó- vína, Belgía, Sviss, Portúgal og Wales sem verða í pottinum þegar dregið verður í umspilið á föstu- daginn. n Öll liðin úr fyrsta styrkleikaflokki komast áfram Sara hafði í nægu að snúast við að verjast sóknarlotum Hollendinga. kristinnpall@frettabladid.is HM 2023 Þrátt fyrir vonbrigði gær- kvöldsins fara Stelpurnar okkar beint í annað stig umspilsins og fá þær að vita næsta föstudag hver andstæðingurinn í umspilinu verður. Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og dugar Íslandi sigur þar til að komast beint í lokakeppni HM. n Dregið á föstudag Grátlegt sigurmark skildi liðin að þegar Ísland tapaði naumlega fyrir Hollandi í gær. Stelpurnar okkar fara því í umspil fyrir lokakeppni HM sem hefst í næsta mánuði. kristinnpall@frettabladid.is HM 2023 Grátlegt sigurmark á 93. mínútu leiksins gerði útslagið í leik Hollands og Íslands í gær- kvöld. Stelpurnar okkar fara því í umspilið fyrir HM og Hollendingar fá farseðilinn til Ástralíu. Íslenska liðið barðist og varðist hetjulega þegar líða tók á leikinn en fékk á sig afskaplega óheppilegt sigurmark. Það var ljóst fyrir leik að jafn tefli myndi duga íslenska liðinu á ógnar- sterkum heimavelli Hollendinga sem höfðu ekki tapað keppnisleik á heimavelli í níu ár. Stelpurnar okkar voru með fullt hús stiga og ekki búnar að fá á sig mark frá fyrri leik liðanna síðasta haust fyrir leik dagsins. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins en þegar líða tók á leikinn ýttu Hollendingar íslenska liðinu neðar á völlinn og sóttu án afláts. Sandra Sigurðardóttir átti stór- leik í marki Íslands og átti nokkrar frábærar markvörslur og þá áttu Hollendingar þrjár tilraunir í markrammann í fyrri hálfleik. Þor- steinn Halldórsson brást við með skiptingu í hálfleik til að reyna að þétta raðirnar og veita meiri aðstoð í varnarvinnunni og áttu Hollend- ingar erfiðara uppdráttar við að skapa sér færi í seinni hálfleik. Með hverri mínútu sem leið urðu Hollendingar örvæntingarfyllri og Íslendingar öruggari í sínum aðgerðum. Þrátt fyrir að Ísland hafi lítið haldið í bolta og ekki byggt upp margar góðar sóknir fengu Íslend- ingar dauðafæri til að gera út um leikinn um miðbik seinni hálfleiks þegar fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur rataði á Sveindísi Jane Jónsdóttur en Sveindís hitti ekki boltann. Svo virtist sem Íslendingar væru á leiðinni á HM í fyrsta sinn þegar Hollendingar höfðu heppnina með sér og skoruðu afar ódýrt mark. Fyrirgjöf Esmee Brugts rataði í netið á 93. mínútu upp úr þurru þegar ekkert virtist benda til þess að Hol- lendingar myndu ná að brjóta niður íslenska varnarmúrinn. n Umspilið bíður Íslands eftir sárt tap Guðný Árnadóttir niðurlút eftir að hafa séð fyrirgjöf Hollendinga rata í netið á lokamínútum leiksins í Utrecht. Fréttablaðið/Getty Sandra Sigurðardóttir var besti leikmaður vallarins í gær. Fréttablaðið/Getty 14 Íþróttir 7. september 2022 MIÐVIKUDAGURÍþRóttIR Fréttablaðið 7. september 2022 MIÐVIKUDAGUR helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Heimsmeistaramótið árið 2023 fer fram í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Það hefst 20. júlí og lýkur sléttum mánuði síðar. Þetta er í fyrsta sinn sem löndin halda HM og jafnframt í fyrsta sinn sem tvö lönd halda keppnina saman. Um níunda HM í sögu kvenna- knattspyrnunnar er að ræða. Í þetta sinn munu f leiri lönd en nokkru sinni fyrr taka þátt, alls 32. Það er átta löndum f leira en tóku þátt á HM í Frakklandi árið 2019. Fjöldi landa hafði upphaf lega áhuga á því að halda HM 2023. Nokkur þeirra heltust þó úr lest- inni áður en kosið var. Að lokum stóð valið á milli Ástralíu og Nýja- Sjálands annars vegar og Kólumb- íu hins vegar, þar sem fyrrnefndu löndin höfðu betur. Leikið verður á tíu leikvöngum í níu borgum. Fimm þeirra eru í Ástralíu og fjórar á Nýja-Sjálandi. Sjálfur úrslitaleikurinn fer fram í Sydney í Ástralíu þann 20. ágúst. Leikið verður á Accor-leikvang- inum, sem tekur yfir 80 þúsund manns í sæti. Mótið fer fram um hásumar í okkar hluta heimsins, en það sama er ekki hægt að segja um löndin sem halda það, þar sem verður hávetur meðan á HM stendur. Bandaríska landsliðið er það sigursælasta í sögu keppninnar, hefur fjórum sinnum orðið heims- meistari. Það er jafnframt ríkjandi meistari eftir að hafa unnið síðustu tvö lokamót, árin 2015 og 2019. Knattspyrna í k vennaf lokki hefur stækkað hratt um allan heim undanfarin ár. Það sýndi sig jafnvel skýrast er áhorfendamet á Evrópumóti var sett á Wembley í Lundúnum í sumar, þegar enska landsliðið vann það þýska í úrslita- leik. Rúmlega 87 þúsund manns mættu á leikinn. Þá voru hin ýmsu áhorfsmet í sjónvarpi einnig sett á mótinu. Það er óhætt að fullyrða að knatt- spyrna í kvennaflokki á aðeins eftir að stækka með HM 2023 í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. n Bjóða til veislu hinum megin á hnettinum næsta sumar Bandaríkin vörðu Heimsmeistaratitilinn árið 2019. Fréttablaðið/Getty

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.