Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 07.09.2022, Qupperneq 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Nú hafa Danir formlega tvisvar legið í því og með rúmlega 50 ára millibili. Annars vegar var hand- ritunum loksins skilað í upphafi áttunda áratugarins og nú, þegar meira en hundrað ár eru liðin frá fullveldi landsins gengust þessir fyrrum nýlenduherrar við alvar- legri sögufölsun. Af því bárust jú fréttir að að danski lakkrísfram- leiðandinn Johan Bulow hefði gerst svo kræfur að eigna sér hina al-íslensku hefð að setja súkkulaði og lakkrís saman. Johan þessi fram- leiðir lakkrísvörur, margar bara nokkuð góðar, en lét í veðri vaka á samfélagsmiðlinum Twitter að hann hefði fengið einhvers konar súkkulaðilakkrísvitrun. Hvílík sögufölsun. Súkkulaði- húðaður lakkrís er jafn íslenskur og sviðakjammar og hákarl. Bara betri. Það voru nefnilega íslenskir neytendur sem fundu þetta upp, fólk keypti sér Síríuslengju og lakkrísrúllu og naut með „inni- haldinu“ úr kókflösku í sjoppu- horni. Þetta hét eitt sett þar til að á markaðinn kom „Eitt sett“, sem reyndar var smá svindl því það er of lítill lakkrís í þeirri samsetningu. Síðan hefur orðið gríðarlega mikil- væg vöruþróun – Djúpur, Draumur og nú síðast piparlakkrís. „Vér mótmælum allir!“ glumdi um samfélagsmiðla og svo römm voru mótmælin að Johan sá sína sæng upp reidda og gekkst við ósómanum. Þetta opnar á tækifæri til að endurheimta stöðu Íslendinga gagnvart Dönum, sem alltaf líta nett niður á okkur. Og við eigum ýmissa harma að hefna. Maðkaða mjölið verður aldrei fyrirgefið, hvað þá úldna skreiðin. Vissulega þarf einhverja góða PR-stofu til að endurskoða úrslitin 14-2, en ég er viss um að það hefst. #returnerealt (ég þurfti Google Translate, ákveðinn sigur í sjálfu sér). n Fullnaðarsigur @66north 66north.is Sérstök útgáfa af Dyngju í takmörkuðu upplagi fer í sölu 15. september. Engin úlpa eins. Engir tveir jöklar eru eins. Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Daniil Trifonov EINLEIKSTÓNLEIKAR 10.09 20:00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.