Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 1
Það má horfa jákvæð- um augum á að ekki er um að ræða beina hagræðingarkröfu. Runólfur Páls- son, forstjóri Landspítala 2 0 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Snýr Aron aftur í landsliðið Spenntar að sjá sig í Abbababb! Íþróttir ➤ 12 Lífið ➤ 22 Fæst einnig fjórhjóladrifinn Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Enyaq Coupé RS iV. Sportlegur og alrafmagnaður Frumsýning á morgun! Leggja þarf áherslu á skyn­ samlega verkaskiptingu milli einkareksturs og ríkisreksturs í heilbrigðisþjónustu, segir forstjóri Landspítalans. sigurjon@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Ég held að það felist ýmis tækifæri í samstarfi á milli opinberra aðila og einkaaðila,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að leggja þurfi áherslu á skynsamlega verka­ skiptingu á milli heilsugæslunnar, einkarekinnar sérfræðiþjónustu og Landspítala og annarra sjúkrahúsa. „Aðalatriðið er að við erum með þessar lykilþjónustueiningar í heil­ brigðisþjónustunni sem sameigin­ lega verða að ráða við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Því skiptir mjög miklu máli að við nýtum öll þau úrræði sem við búum yfir eins vel og mögulegt er,“ segir Runólfur. Forstjórinn telur ekki að neyðar­ kall Landspítala hafi verið hunsað í nýju fjárlagafrumvarpi. „Rekstrar­ vandi spítalans tengist að verulegu leyti ákveðnum viðfangsefnum sem snerta skilgreiningu á hlutverki hans,“ segir hann. Að sögn Runólfs hefur verið mikil umræða um styrkingu frum­ þjónustunnar, eins og heilsugæslu­ stöðva. „Þegar horft er til ýmissa verkefna Landspítala sem tíðrætt hefur verið um að eigi heima á lægra þjónustustigi, þá gerum við ráð fyrir því að öflugri frumþjónusta muni koma að góðum notum,“ segir hann. „Það sem mér finnst vera lykil­ atriði þegar verið er að auka fjár­ veitingar til stofnana er að það hafi verið skilgreint á hvaða hátt þær fjárveitingar verði nýttar, að það liggi fyrir skilgreind áætlun um þjónustu sem eigi að bætast við og síðan sé því fylgt eftir að tilætlaður árangur hafi náðst.“ Runólfur segist ekki hafa átt von á að í fjárlagafrumvarpinu yrðu viðbrögð við stöðunni sem uppi er á spítalanum. Mönnunarvandi, biðlistar eftir skurðaðgerðum og skortur á úrræðum fyrir aldraða séu stærstu vandamál alls heil­ brigðiskerfisins. „Það var búið að boða ákveðnar aðhaldsaðgerðir í ríkisbúskapnum en það má horfa jákvæðum augum á að ekki er um að ræða beina hagræðingarkröfu.“ ■ Forstjóri Landspítalans sér tækifæri í verkaskiptingu ríkisins og einkaaðila Grafarvogskirkja vígir nýtt kirkjuorgel á sunnudaginn og er þar um að ræða afrakstur fjársöfnunar sem hófst fyrir rúmum tuttugu árum. Attila Farago og félagar hans frá ungverska orgelframleið- andanum AerisOrgona eru að leggja lokahönd á orgelið, sem er engin smásmíði því í því eru um 3.000 pípur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Þingmaður Pírata segir ástæðu til að óttast að erlend njósna­ starfsemi gæti orðið fylgifiskur sölu Símans á Mílu til fransks félags. „Að sjálfsögðu geta svona viðskipti aukið hættu á njósnum. Möguleik­ inn er alltaf til staðar og þá þarf að vera hægt að girða fyrir svoleiðis,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þing­ maður Pírata. Samkeppniseftirlitið kveður söl­ una jákvætt skref fyrir samkeppni. „Viðskiptin með Mílu munu verða til góðs og verða neytendum til hags­ bóta,“ segir Þorgerður Katrín Gunn­ arsdóttir, formaður Viðreisnar. SJÁ SÍÐU 4 Salan á Mílu auki hættu á njósnum Björn Leví Gunnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.