Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 4

Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 4
ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Þingmaður Pírata segir fulla ástæðu til að óttast að erlend njósnastarfsemi gæti orðið fylgifiskur sölu Símans á Mílu til fransks félags. Þegar um ræði viðkvæma samskipta- innviði þurfi að huga betur að öryggi en nú sé gert. Síminn fagnar sölunni. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Að sjálfsögðu geta svona viðskipti aukið hættu á njósnum. Möguleikinn er alltaf til staðar og þá þarf að vera hægt að girða fyrir svoleiðis, það á líka við um innlenda aðila,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Samkeppniseftirlitið hefur heim- ilað sölu Símans á Mílu til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmun- um,“ segir Björn Leví. Orri Hauksson, forstjóri Símans, er ánægður með að söluferlinu sé loks lokið. Margir fleiri hafa fagnað þeirri niðurstöðu að Samkeppnis- eftirlitið hafi fallist á kaup franska félagsins á Mílu eftir viðræður sem stóðu yfir mánuðum saman. Samkeppniseftirlitið segir í til- kynningu að breytt eignarhald á Mílu og rof á eignatengslum við Símann sé jákvætt skref fyrir sam- keppni á fjarskiptamörkuðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er í hópi þeirra sem telja viðskiptin til hagsbóta fyrir neytendur. Hún minnir einn- ig á að hún hafi gert athugasemdir á sínum tíma um mikilvægi þjóðar- öryggis. „Mér fannst ríkisstjórnin ekki hafa staðið vaktina í þeim efnum en ég geri ráð fyrir að Samkeppniseftir- litið hafi farið yfir alla þætti þessa fákeppnismarkaðar. En viðskiptin með Mílu munu verða til góðs og verða neytendum til hagsbóta,“ segir Þorgerður Katrín. Björn Leví bendir á nýlegt tilvik þegar Bandaríkin fengu leyfi hjá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til að vera vakandi, enda margt enn á huldu um netnjósnir. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar.“ Hér á landi er sá vandi að sögn þingmannsins að íslenskar eftirlits- stofnanir standa sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaður- inn þannig á Íslandi að það eru sett- ar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“ Eftir því sem næst verður komist er það á könnu Fjarskiptastofnunar og netlögregludeildar lögreglu að sinna eftirlitinu. n Segir söluna á Mílu skapa njósnahættu Síminn lýsir ánægju með að söluferli Mílu sé loks lokið. Skiptar skoðanir eru þó um hvort salan snertir mikilvæg innviða- og öryggismál fyrir íslensku þjóð- ina, á sama tíma og viðskiptin gætu orðið neytendum til hagsbóta. MYND/AÐSEND Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, formaður Viðreisnar bth@frettabladid.is ALÞINGI Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram tillögu um að launa- tekjur undir 400.000 krónum verði skattfríar. Vilja þeir persónuafslátt sem falli niður við ákveðin efri mörk. Breytingar verði á skiptingu útsvars og tekjuskatts. Fullur örorku-, endurhæfingar- og ellilíf- eyrir tryggi lífeyrisþegum 400.000 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, skatt- og skerðingarlaust. n Skattleysismörk hækki í fjögur hundruð þúsund gar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL „Þetta varðar ekki bara okkur í Mosfellsbæ heldur okkur öll og spurningin er sú í hvernig landi við viljum búa,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, vegna tafa á því að hætt verði að urða sorp á Álfsnesi. Yfirmenn hjá Sorpu gengu á fund bæjarráðs Mosfellsbæjar í gær og fóru yfir stöðu mála vegna urðunarstaðarins á Álfsnesi. Starf- semin hefur lengi verið íbúum Mosfellsbæjar þyrnir í augum vegna slæmrar lyktarmengunar sem stafar af lífrænum úrgangi sem þar er enn urðaður þrátt fyrir samkomulag eigenda Sorpu um að finna annan stað. „Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að f inna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunar- stað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér- staklega í ljósi þess að bæjarfélagið hefur nú þegar í tvígang fallist á áframhaldandi urðun í góðri trú um að unnið væri að lokun,“ bókaði bæjarráðið. Bent var á að í viðauka við eig- endasamkomulag Sorpu frá 6. júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins sé kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem tengjast lokuninni skuli liggja fyrir í árslok 2022. Halla Karen segir þetta ekki í sjónmáli og vafasamt að náist að loka á Álfsnesi 2023 eins og ákveðið hafi verið og útlit fyrir að fresta þurfi málinu í þriðja sinn. „Samkvæmt lögum skal engin urðun á lífrænum úrgangi yfir- leitt eiga sér stað frá 2025. Vonandi náum við saman um að finna lausn sem fyrst,“ segir formaður bæjar- ráðs Mosfellsbæjar. n Vonbrigði í Mosfellsbæ með seinagang vegna urðunar á Álfsnesi Halla Karen Kristjáns- dóttir, formaður bæjarráðs Mos- fellsbæjar MYND/AÐSEND ragnarjon@frettabladid.is ALÞINGI Halldóra Mogensen, þing- maður Pírata, segir augljóst að lög- festing beitingu nauðungar sé mál sem barist verði gegn af stjórnar- andstöðunni á nýju þingi. „Heilbrigðisráðherra var í raun rekinn til baka með málið á sein- asta þingi þar sem honum láðist að hafa samband við notendur,“ segir Halldóra sem tekur þó fram að stjórnarandstaðan hafi ekki enn séð uppfærðan málarekstur ráðherrans. „Það verður áhugavert að sjá hvernig það lítur út og hvort búið sé að taka tillit til sjónarmiða notenda í málinu.“ n Beiting nauðungar verði ekki lögfest Inga Sæland gar@frettabladid.is ÞJ Ó Ð K I R K J A N Va r a for maðu r Prestafélags Íslands, séra Eva Björk Valdimars dóttir,  segir ákvörðun biskups um að  víkja séra Gunn- ari  Sigurjónssyni úr starfi sem sóknarpresti í Digraneskirkju vera nauðsynlega. Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær- kvöldi. Nefnd á vegum kirkjunnar telur séra Gunnar hafa gert sig sekan um kynferðislega áreitni gagnvart konum sem síðan kvörtuðu undan framkomu hans. Félag prestvígðra kvenna hélt fund um málið í Lang- holtskirkju í gærkvöld. Var honum ekki lokið áður en Fréttablaðið fór í prentun. Orð sem formaður Prestafélags- ins, séra  Arnaldur Bárðarson, lét falla á Útvarpi Sögu fyrir viku um að séra Gunnar væri einnig þolandi í áðurnefndu máli, vöktu óánægju innan prestastéttarinnar eins og komið hefur fram. Hefur Arnaldur beðist afsökunar vegna þessa  og sagt miður að hann hafi sært fólk. „Hann hélt að málið væri öðru- vísi en hefur komið í ljós núna, eftir að við sáum til kynningu biskups,“ segir séra Eva Björk sem aðspurð kveður það ekki sitt að dæma hvort af sökunar beiðni Arnaldar væri nóg. „Ef ég er að fara að gefa út yfir- lýsingu um það er ég að taka valdið af konunum sem af sökunar beiðnin beinist að,“ sagði hún á Fréttavakt- inni í gærkvöldi. n Nauðsynlegt að víkja séra Gunnari Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Að sjálfsögðu geta svona viðskipti aukið hættu á njósnum. Möguleikinn er alltaf til staðar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata 4 Fréttir 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.