Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2022, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 16.09.2022, Qupperneq 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 16. september 2022 Sveppir gegna gífurlega forvitni- legum hlutverkum í náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Dagurinn í dag, föstudagurinn 16. september, er réttilega helgaður íslenskri náttúru. Þessi ákvörðun var tekin sama dag árið 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, eins þekktasta náttúruunnanda landsins. Í tilefni dagsins býður Grasagarðurinn upp á hádegis- göngu í Grasagarði Reykjavíkur. Að þessu sinni fá sveppir, stórir sem smáir, þrútnir sem mjóir, þurrir sem slímugir, að skína í sviðs- ljósinu, enda er haustið ókrýndur konungur sveppaldina og ófáir sem leggja leið sína í nærliggjandi náttúrusvæði til þess að tína þessi gómsætu jarðaldin til átu. Fjölbreytt funga Íslands Í göngunni verður meðal annars fjallað um lifnaðarhætti og fjöl- breytileika sveppa. Einnig verður gestum kennt hvernig þekkja megi matsveppi í náttúrunni. Þá verður kíkt á niðurbrotssveppi og gestir fræðast einnig um hið heillandi kerfi sveppróta í jarðveginum og þann fjölbreytta tilgang sem það gegnir í náttúrunni. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómas- son líffræðingur leiðir gönguna sem hefst stundvíslega klukkan 12 á hádegi við aðalinngang Grasa- garðsins og tekur um hálftíma. Hér er klárlega um að ræða fullkomna dægrastyttingu, sem hentar einnig fyrir vinnandi fólk sem hefur tök á því að skjótast aðeins í hádeginu. Þátttaka er ókeypis og öll eru vel- komin. n Sveppaskoðun í hádeginu Hlín er að vinna að fjölda spennandi verkefna með ólíku listafólki og er meðal annars að fara að gefa út ljóðadisk, þar sem hún leikles frumsamin ljóð við tón- list eftir tónlistarmanninn Vasilis Chountas, eða Morton. MYNDIR/AÐSENDAR Náðist að bjarga tónaljóðunum úr skógareldum í svartamyrkri Söngkonan og rithöfundurinn Hlín Leifsdóttir býr í Grikklandi þar sem hún hefur haft nóg fyrir stafni. Hún er meðal annars að gefa út ljóðadisk með tónlist og leikur í söngleik. Ljóð- unum hennar var naumlega bjargað frá skógareldum sem eru tíðir þar í landi. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.