Fréttablaðið - 16.09.2022, Page 38

Fréttablaðið - 16.09.2022, Page 38
Það var samt mjög spennandi og ógeðs- lega skemmtilegt að koma á tökustaði og vinna með öllu þessu fólki. Ísabella Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Sími: 550 5654 / jonivar@frettabladid.is Fyrirtækjagjafir Miðvikudaginn 12. október kemur út sérblaðið FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Veglegt sérblað um jólagjafir til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækja. Leikkonurnar ungu Ísa- bella Jónatansdóttir og Vala Snædal Sigurðardóttir leika í dans- og söngvamyndinni Abbabbabb! sem er frumsýnd í dag. Þær eru sammála um að það hafi verið alveg ógeðs- lega gaman að koma á sett og geta ekki beðið eftir að sýna vinum sínum myndina. benediktboas@frettabladid.is Kvikmyndin Abbababb! verður frumsýnd í dag en Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýrir myndinni sem byggir á samnefndri plötu Dr. Gunna. Þær Ísabella Jónatansdóttir, sem er 12 ára, og Vala Snædal Sig- urðardóttir, sem er 15 ára, fara með tvö veigamestu hlutverkin í mynd- inni. Ísabella leikur Hönnu og Vala leikur Systu sjóræningja. Abbababb! er fyrsta bíómynd Ísabellu sem hefur áður leikið í auglýsingu og stefnir á að verða leik- kona. Hún segir að eftir að hún fór í prufurnar hafi tekið við löng bið til að fá að vita hvort hún hefði fengið hlutverk í myndinni. „Ég beið í nokkrar vikur eftir svari. Ég var alveg smá leið á tímabili því mig langaði mikið að prófa að leika í bíómynd. Svo klippti ég hárið á mér og rétt á eftir hringdi Nanna í mömmu og sagði að ég hefði verið valin til að leika aðalhlutverkið.“ Flutti til ömmu Þær mæðgur voru búnar að ákveða að flytja til Argentínu í nokkra mán- uði en hlutverkið setti strik í þann reikning og Ísabella varð eftir hjá ömmu sinni á Íslandi. „Það var gott að búa hjá ömmu meðan mamma var í Argentínu,“ segir hún og viður- kennir að hún hafi verið smá feimin fyrst en Nanna hafi náð því besta út úr hópnum. „Fyrst þegar ég byrjaði var ég smá feimin að taka upp en það var samt mjög spennandi og ógeðslega skemmtilegt koma á tökustaði og vinna með öllu þessu fólki. Nanna er alveg æðislegur leikstjóri og það var gaman að gera allar senurnar því við krakkarnir hlógum svo mikið saman.“ Ísabella stefnir að því leynt og Spenntar að sýna vinkonunum sjálfar sig í bíó Ísabella Jónatansdóttir, aðalleikkona Abbababb! fær hér ráð frá Nönnu Krist- ínu sem var að leikstýra sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. MYNDIR/AÐSENDAR Það er stundum bið á setti og þá er gott að láta tímann líða með því að rífa í spil. Hér er Ísabella með fjögur spil á hendi. Vala Sigurðardóttir, Messíana Baldvinsdóttir og Elín Birna Yngvadóttir. Um Abbababb! Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á loka- ballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum. Dr. Gunni gerði barnaplöt- una Abbababb! fyrir 25 árum við miklar vinsældir. Áratug síðar sló samnefndur söng- leikur í gegn og og nú lifnar sagan aftur við í bíómynd sem Nanna Kristín byggir lauslega á söngleiknum. ljóst að verða leikkona í fram- tíðinni og ekki minnkaði áhuginn við að leika í kvikmynd. Hún er líka spennt að fara með vin konu- hópnum á myndina. „Við ætlum að fara næstum allar stelpurnar í bekknum mínum á frumsýninguna sem verður mjög skemmtilegt.“ Skólafélagarnir spenntir Vala tekur undir þetta en hún er í 10. bekk í Hagaskóla. „Þau eru mjög spennt að sjá. Þau eru búin að spyrja mikið um þetta undanfarna daga og vikur,“ segir Vala sem ætlar í góðra vina hópi í bíó. „Við erum að fara saman vina- hópurinn. Það verður smá stress- andi að sjá sig á hvíta tjaldinu því ég leik karakter sem er allt öðruvísi en ég er,“ segir hún um pönkarann Systu sjóræningja. „Við erum alger- ar andstæður í öllu en ég er mjög spennt að sjá og heyra hvað vinum mínum finnst um þetta,“ segir hún. Vala er að æfa dans hjá Birnu Björns og frétti þar af prufunum. Henni fannst lítið mál að dansa en aðeins erfiðara að syngja og leika. „Þetta var allt mjög skemmtilegt og mjög lærdómsríkt. Það var gaman að vinna með krökkum á mínum aldri sem höfðu, eins og ég, ekkert gert þetta áður. Fólkið sem hafði gert þetta áður og var öruggt í þessu umhverfi gerði mig öruggari. Þetta var eitthvað nýtt fyrir mig, bæði erfitt og stressandi en samt svo skemmtilegt,“ segir Vala. n 22 Lífið 16. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.