Fréttablaðið - 04.10.2022, Side 11

Fréttablaðið - 04.10.2022, Side 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2022 T A R A M A R Frítt Serum Með hverju dagkremi 29. september - 9. október www.taramar.is og Hagkaup (Kringlunni, Smáranum, Garðabæ, Akureyri) Vísindamenn sem rannsökuðu áhrif Facebook í árdaga telja sig hafa fundið tengsl við þunglyndi. elin@frettabladid.is Geta samfélagsmiðlar gert fólk þunglynt? Samkvæmt rannsókn sem gerð var af vísindamönnum í Tel Avív geta samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram og TikTok aukið þunglyndi, kvíða og áhyggjur hjá ungu fólki. Rann- sóknin var gerð við Harvard- háskóla frá 2004 til 2006 í upphafi Facebook og sænski vefmiðillinn Expressen greinir frá. Vísindamenn fundu marktæka breytingu á andlegri líðan þeirra nemenda sem fengu aðgang að Facebook og frammistaða í námi varð slakari. Ekki voru allir nem- endur komnir með Facebook á þessum tíma eða aðra samfélags- miðla og þess vegna var heppilegt að rannsaka áhrifin. Ranghugmyndir aukast Svo virðist sem kvíði og þunglyndi þeirra sem ánetjuðust samfélags- miðlum hafi aukist umtalsvert, eða um 25%. Þá voru margir sem töldu Facebook hafa haft neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Skuldsettir nemendur voru í meiri hættu en þeir sem voru skuldlausir til að fá kvíða og þunglyndi. Nem- endur fengu sumir hverjir rangar hugmyndir um líf samnemenda og töldu þá jafnvel vera ríkari en raunin var. Makarin prófessor, einn vísindamannanna, segir erfitt að sanna áhrif samfélagsmiðla á geð- heilsu ungs fólks en margt bendi til þess að þau geti verið neikvæð. Facebook var stofnað árið 2004. n Facebook getur valdið kvíða Hér klæðist Auður Björt Skúladóttir sjalinu Haustlilju en pilsið er brúðarpilsið hennar sem móðir hennar saumaði. MYND/CHRISTINE EINARSSON Hálfgerð núvitund og galdur Nýlega gaf Auður Björt Skúladóttur út sína aðra prjónabók. Prjónaskapurinn veitir henni bæði andlega og líkamlega hvíld auk útrásar fyrir listsköpun sína. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.