Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 30
Djassbandið ADHD slær upp útgáfutónleikum áttundu plötu sveitarinnar á Húrra þann 13. október. Sama kvöld verður fyrsta mynd- band ADHD frumsýnt, sem er aldeilis tímabært þar sem sveitin var stofnuð fyrir 13 árum síðan. ninarichter@frettabladid.is Liðsmönnum sveitarinnar má lýsa með orðunum: Úti um allt. Helmingur bandsins er mættur í við- tal. Magnús Trygvason Eliassen trymbill sveitarinnar flettir dagblöðum og býr til tifandi takt í herbergið á meðan Óskar Guðjónsson saxófónleikari grípur spurningar blaðamanns og talar stundum fyrir hönd þeirra beggja, segir nýja myndbandið unnið út frá grunnstefi sveitarinnar, „tele- pathíunni“, eða hugsanalestrinum þar sem liðsmenn renna í eitt. Hug- myndin endurspeglast í tónlistinni, sem er leiðandi, seiðandi og róandi. Kemur hlustandanum á bylgju. Liðsmenn með öllum alls staðar Auk Magnúsar og Óskars skipa sveitina bróðir hins síðarnefnda, Ómar Guðjónsson gítarleikari, og svo yngsti meðlimur sveitarinnar Tómas Jónsson píanó- og hljóm- borðsleikari. Fjóreykið hefur spilað með fjölda íslenskra sveita og á snertif leti við óteljandi útgáfur og tónleika. Súpergrúppa, mætti segja. Blaðamaður heyrði því fleygt fyrir nokkru að skipuleggja þyrfti íslenska arm Airwaves-hátíðar- innar í kringum dagskrána hans Magnúsar, eða Magga trommara eins og hann er gjarnan kallaður. Hann væri einfaldlega að spila með öllum. „Ekki lengur, maður er orð- inn svo gamall,“ segir Maggi hógvær og skellihlær. Óskar bætir við þetta: „Maggi spilaði á sínum tíma þrenna tónleika á hverjum degi á Airwaves, en ég náði einu sinni að vinna hann á Djasshátíð. Ég var giggmaster og náði 27 giggum á 21 degi,“ segir hann. Maggi svarar um hæl: „Já, en þú varst náttúrulega heldur ekki á lífi eftir það dæmi.“ Hefur blótað öllum í sand og ösku Óskar játar því. „Maður er alveg tvö ár að jafna sig eftir það,“ segir hann og það liggur á milli hluta hvort honum sé alvara. „En maður getur sneitt sig of þunnt. Ég held að við allir finnum fyrir því þegar maður eldist, þá vill maður fókusera sig. Það er hluti af þroskaferlinu að í byrjun vill maður spila allt,“ segir hann og bætir við að ADHD hafi þó alltaf verið ofarlega í forgangs- röðinni hjá þeim öllum. „En ég hef alveg reytt af mér hárið heima, alveg brjálaður af því að við séum allir bókaðir úti um allt. Ég skal viður kenna það og vera alveg hreinskilinn. Ég hef blótað þeim öllum í sand og ösku,“ segir Óskar. „Takk fyrir það,“ segir Maggi glett- inn. Rosalega erfitt í faraldrinum Það má velta því fyrir sér hvað svona ástríðufullir tónlistarmenn væru að fást við, væru þeir ekki í tónlistinni. Óskar segist aldrei gætu unnið níu til fimm vinnu. „En listrænn hæfileiki er úti um allt og ég held að allir séu listamenn. Það þarf listamann til að ala upp barn. Það þarf listamann til að gera dag- blað og til að gera allt, þannig að ég held að við myndum bara finna farveg fyrir þessa skapandi orku,“ segir hann. „Ég hef stundum djókað með að ég væri örugglega að kokka á leikskóla. Ég myndi örugglega gefast upp á því, smíða og nálgast þannig föður minn sem er bygg- ingameistari. Svo myndi ég sauma kjóla eins og mamma. Maður væri bara úti um allt að leita,“ segir hann og bætir við að í rauninni hefðu þeir þurft að gera einmitt það í heimsfaraldrinum. „Þetta var skrýtinn tími og fyrir mig var þetta rosalega erfitt. Maður er búinn að fá tilfinningalega útrás og vera maður sjálfur uppi á sviði síðan maður var fimmtán ára gam- all. Svo ertu settur í sófann í tvö ár,“ segir Óskar. Tónlistin sé þannig svo stór hluti af sjálfinu að ekkert annað geti komið í staðinn fyrir það, og það sé mannskemmandi að geta ekki sinnt henni. Maggi samsinnir því. „Tónlistin er örugglega töluvert meira af okkar sjálfi en við gerum okkur grein fyrir líka.“ Tónlistin í heilögum þríhyrningi Óskar segist hafa liðið eins og tígris- dýri í búri. „Það myglaði eitthvað inni í manni, sem braust síðan út í einhverjum tígrísdýraöskrum. Maður var eins og mannýgt tígris- dýr inni í sama herberginu að reyna að æfa sig,“ segir hann og líkir tón- listarsköpuninni við einhvers konar heilagan þríhyrning. „Maður æfir einn, maður æfir sig með bandi og svo spilar maður fyrir framan fólk,“ segir hann og ítrekar að ef hann geti ekki spilað fyrir framan annað fólk, þá deyi eitthvað í hinu. „Það gengur bara ekki upp að sitja einn.“ Maggi segir að bein streymi hafi verið góða tilraun sem skildi þó ekkert eftir sig. „Svo ertu með dauðan hlut í and- litinu.“ Tónleikar snúast um raforkuna Óskar samsinnir því og segist ekki heldur hafa getað horft á streymis- tónleika, þrátt fyrir tilraunir. „Ég reyndi að horfa, ég keypti mér eitthvert streymi. En ég gafst upp í öðru lagi. Þetta snýst ekkert um þetta. Við sitjum hérna saman inni í herbergi og við finnum fyrir raf- orku hver annars. Þú finnur um leið hvort þér líður vel í kringum fólk eða ekki. Það er það sem þú ert að sækja í tónleika, að líða vel í kringum fólk sem er að segja þér eitthvað,“ segir Óskar. Þegar fólk sé ekki saman í rými heyri það aðeins hluta skilaboðanna. „Við þurftum kannski Covid til að sjá mikilvægi sviðslista, sjá hvað gerist þegar þær detta út. Manni fannst ekkert voða- lega sanngjarnt að vinir manns gætu allir unnið og á meðan átti maður að sitja heima,“ segir hann. Davíð Þór hætti eftir sjöttu plötu Áttunda plata ADHD er uppgjör við Covid-tímabilið. Hin sjöunda hafi einnig verið uppgjörsplata við mannabreytingar hjá sveitinni þegar Davíð Þór Jónsson píanisti, sem hafði leikið með bandinu á fyrstu sex plötunum, fór í önnur verkefni. „Hann fór í tímabundið leyfi, eins og ég kalla það,“ segir Óskar glettinn. „Hann hætti vegna þess að hann átti tvær mjög ungar dætur á þessum tíma og vildi ekki túra. Við höfðum mikinn skilning á því. Þetta var gert í algjöru bróðerni og vináttu,“ segir hann. Þannig kom Tómas, yngsti meðlimur sveitarinn- ar, til skjalanna. Hann hafði fyrst komið inn í ADHD til að leysa Davíð af, en þá var Tómas aðeins sextán ára. Maggi segir hljómsveitina hafa fengið leyfi hjá foreldrum Tómasar til að taka hann með til Akureyrar að spila. Nýtt upphaf á fæðingarstað ADHD „Og þá gerðum við plötu sem var svona uppgjör eða þakkargjörð fyrir það tímabil sem við áttum með Davíð,“ segir Óskar. „Þannig að plata átta er nýtt upphaf og við fórum á byrjunarstað hljómsveitar- innar. Við fórum á Höfn í Hornafirði og tókum plötuna upp í kirkjunni.“ Óskar segir hljómsveitarmeðlimi hafa fundið að þar væri á ferðinni eitthvað einstakt sem þeir þyrftu að grandskoða alla leið. Þannig leið ekki á löngu þar til þeir voru byrj- aðir að túra, sem hann tekur fram að þeir hafi ekki skipulagt sjálfir og þeir félagar þakka sínu samstarfs- fólki innilega fyrir það. „Þetta var gífurleg heppni að við byrjuðum að túra og við höfum ekkert hætt að túra.“ Segja tónlist eiga alltaf erindi ADHD spilar tónlist inn í gerólíkt samfélag því sem var á fyrstu árun- um og með tilkomu samfélagsmiðla er auðveldara fyrir alla að hafa skoðun á öllu, og aldrei verið auð- veldara að miðla téðri skoðun. Hvað varðar tónlistarlegt erindi og boðskap, má spyrja hvort tónlist þurfi að eiga erindi til að skipta máli og vera góð list? „Tónlist á alltaf erindi,“ segir Óskar alvarlegur. Aðspurður hvort að það eigi við um alla tónlist, svara þeir báðir játandi. „Tónlist er ein- hvers konar eilífð með þessari raf- orku. Þetta er bara fyrir hvern og einn að finna hvaða músík það er fyrir hann sem virkar,“ segir Óskar. Maggi bætir við að öll tónlist eigi erindi vegna þess að einhver hlusti á eitthvað af allri tónlist. Óskar segir að músíkantinn sé alltaf að hlusta. Þannig að það er engin tónlist sem skiptir engu máli? „Neibb, það er ekki til,“ svarar Óskar. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ bætir Maggi við. n En maður getur sneitt sig of þunnt. Ég held að við allir finnum fyrir því þegar maður eldist, þá vill maður fókusera sig. Það er hluti af þroskaferlinu að í byrjun vill maður spila allt. Óskar Guðjónsson, saxófónleikari Öll tónlist á erindi hvort sem okkur líkar betur eða verr Djasssveitin ADHD fagnar útgáfu áttundu breiðskífu sinnar með útgáfutónleikum á Húrra. Platan kemur út á bæði vínyl og geisladiski, auk þess að vera aðgengileg á Spotify. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 30 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.