Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 46
Heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt lögum um mat-
væli og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir
Það hefur m.a. eftirlit með framleiðslu dreifingu og
sölu matvæla og sinnir almennu hollustuhátta og
umhverfiseftirliti.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir
Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri og
skal senda umsóknir á netfangið;
hordur@heilbrigdiseftirlit.is
Umsóknarfrestur er til og með 30. október
2022.
Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og
Seltjarnarness óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa.
Starfið fellst í eftirliti með umhverfis- og mengunarvörnum og hollustuháttum
í fyrirtækjum og stofnunum í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti
og mengunarvarnir.
Menntunar og hæfniskröfur
Háskólanám á sviði raunvísinda, heilbrigðisvísinda, verkfræði eða sam-
bærileg menntun. Um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa fer
samkvæmt reglugerð nr. 571/2002.
Helstu verkefni:
• Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
• Útgáfa starfsleyfa, skráning og
skýrslugerð
• Fagleg ráðgjöf og umsagnir
• Fræðsla og upplýsingamiðlun til
fyrirtækja, stofnana og almennings.
Leitum að einstaklingi sem hefur til
að bera:
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Getur unnið vel undir álagi
• Jákvæðni og samviskusemi
• Er sjálfstæður og sýnir frumkvæði
• Er með góða tölvukunnáttu
Viltu taka virkan þátt í að móta
framtíðina í húsnæðismálum?
• Vinna við stefnumótun og áætlanagerð á sviði
húsnæðismála
• Framkvæmd áætlana, innleiðing og eftirfylgni
• Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stjórnvalda
Sérfræðingur í húsnæðismálum – helstu verkefni:
• Samskipti við almenning og aðra hagaðila
• Þátttaka í vinnuhópum og nefndum á vegum
ráðuneytisins
• Virk þátttaka í teymisvinnu á málefnasviði
ráðuneytisins
Innviðaráðuneytið auglýsir eftir öflugum liðsmanni í starf sérfræðings á skrifstofu húsnæðis- og
skipulagsmála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á húsnæðismálum sem býr
yfir frumkvæði og metnaði til að taka virkan þátt í stefnumótun á þessu sviði. Í daglegu starfi er rík áhersla
lögð á samvinnu og þverfaglega nálgun.
Skrifstofan hefur umsjón með stefnumótun og framfylgd laga á sviði húsnæðis-, skipulags- og
mannvirkjamála. Framundan eru krefjandi verkefni við að samþætta málaflokka ráðuneytisins, móta
nýja húsnæðisstefnu og fylgja eftir aðgerðum með það að meginmarkmiði að skapa stöðugleika
á húsnæðismarkaði fyrir íbúa landsins.
Innviðaráðuneytið er öflugt ráðuneyti sem tekst á við nýja tíma. Í ráðuneytinu fara saman mikilvægir mála-
flokkar, s.s. húsnæðismál, mannvirkjamál, skipulagsmál, sveitarstjórnarmál, byggðamál og samgöngumál.
Innviðaráðuneytið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður Bjarnadóttir,
skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála,
holmfridur.bjarnadottir@irn.is eða í síma 545-8200.
Nánar um hæfnikröfur á vef Starfatorgs - starfatorg.is
Ráðuneytið hvetur alla hæfa umsækjendur til að sækja um, óháð kyni. Umsókn skal skila rafrænt
á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá,
þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi með upplýsingum
um ástæðu umsóknar og árangur sem umsækjandi hefur náð og telur að nýtist í starfinu.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
hagvangur.is