Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 42
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar starfsmanni á kjara- og réttindasvið félagsins. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og hafa ríka þjónustulund,
ásamt því að hafa góða þekkingu á íslenskum vinnumarkaði, kjara- og réttindamálum og kjarabaráttu. Kjara- og réttindasvið fæst m.a. við ráðgjöf og
rannsóknir á sviði kjaramála auk kjarasamningsgerðar við stofnanir sem hjúkrunarfræðingar starfa við. Um er að ræða 100% starf en einnig kemur til greina
að ráða í 80% starfshlutfall.
• Þjónusta við félagsmenn
• Greining og úrvinnsla tölulegra gagna
• Þátttaka í kjarasamningsgerð
• Vinna innan samstarfsnefnda
• Umsjón með endurnýjun stofnanasamninga
• Frétta-, greina-, og skýrsluskrif, kynningarmál og fræðsla
• Þátttaka í öðrum verkefnum félagsins
Helstu verkefni og ábyrgð
• Háskólamenntun sem nýtist vel í starfi
• Talnagleggni og mjög góð greiningarhæfni
• Reynsla af kjarasamningagerð æskileg
• Þekking á samningatækni æskileg
• Leiðtogahæfileikar
• Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
• Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
• Áhugi á og færni í teymisvinnu
• Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Menntunar- og hæfniskröfur
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þjónar rúmlega 4.500 félagsmönnum um allt land. Hjá okkur starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að vinna að hagsmuna-
gæslu á sviði kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga ásamt þátttöku þeirra í þróun og stefnumótun á hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu landsins.
Gildi félagsins eru ábyrgð, áræðni og árangur og tekur ráðning mið af þeim.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á vefsíðu þess www.hjukrun.is
Umsóknarfrestur er til 16. október 2022. Umsóknum skal skila rafrænt á umsokn@hjukrun.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Upplýsingar veita:
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða gudbjorg@hjukrun.is og Kristjana E. Guðlaugsdóttir sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs
í síma 540-6400 eða jana@hjukrun.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. október nk.
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif
Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Félagsbústaðir leita að lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa inn á fjármálasvið
félagsins. Starfið er fyrir aðila sem þrífst á því að sinna fjölbreyttum verkefnum,
býr yfir nákvæmni og skipulagi og sér tækifæri í tækninni.
Helstu verkefni
• Innleiðing á viðskiptagreind, PowerBI, til endurbóta á verkferlum
og upplýsingagjafar fyrir innri og ytri aðila
• Umsjón og ábyrgð á vinnslu og skilum stofnframlagsumsókna
• Regluleg umsjón og ábyrgð á lánasafni
• Áætlanagerð og skýrslugerð um fjármál og rekstur
• Rekstrar- og frávikagreining og eftirfylgni með áætlunum
• Þátttaka í undirbúningi og afstemmingum vegna árshlutauppgjörs
og ársuppgjörs
• Fjárhagslegar greiningar og úrvinnsla tölulegra upplýsinga fyrir stjórnendur
• Þróun og þátttaka í úrbótavinnu og stefnumótun
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, viðskiptafræði eða
verkfræði
• Reynsla af fjármálum, fjárhagslegum greiningum og áætlunargerð
• Reynsla af greiningartólum s.s. Power BI
• Góð tölvufærni og þekking, meðal annars í Excel
• Reynsla af virkni gagnagrunna er kostur
• Þekking af fjármögnun fyrirtækja er kostur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að miðla tölulegum upplýsingum
• Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
Sérfræðingur á fjármálasviði
hagvangur.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Félagsbústaðir er öflugt og traust fasteigna-
og þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með
yfir 3.000 íbúðir til útleigu í Reykjavík. Á
skrifstofu félagsins starfa að jafnaði 30
manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og
góða þjónustu. Félagsbústaðir er sjálfstætt
hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og í hópi
framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Nánari
upplýsingar um Félagsbústaði má finna á
felagsbustadir.is.
6 ATVINNUBLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR