Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 8
Einungis lítið gat á
leiðsluna veldur því að
þrýstingur fer af henni
og rennsli stöðvast.
Almannavarnanefnd
Vestmannaeyja
Matvælastofnun er
hætt að birta sér-
stakar fréttir af leyfis-
veitingum eins og gert
var í upphafi á vef
stofnunarinnar.
Almennt hefur fremur
lítið borið á laxalús-
inni, en fiskilúsin hefur
sýnt sig að vera fasta-
gestur þegar líður á
haustin.
Gísli Jónsson, sérgreinadýra-
læknir fisksjúkdóma hjá MAST
Sérgreinadýralæknir hjá
Matvælastofnun hefur ekki
áhyggjur af áhrifum þess eit
urs sem leyfi hafa verið gefin
fyrir gegn lúsum í sjókvía eldi.
Lítið hafi borið á laxalús en
fiskilús sé fastagestur.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Matvælastofnun
(MAST) telur þær eitranir sem leyfð
ar hafa verið gegn lús í eldisfiskum
á Vestfjörðum hafa hverfandi áhrif
á lífríkið. Stofnunin er hætt að birta
sérstakar fréttir af leyfisveitingum
eins og gert var í upphafi á vef stofn
unarinnar. Þá er stofnunin einnig
byrjuð að hópa saman leyfum fyrir
ákveðna staði í staðinn fyrir að gefa
út leyfi fyrir hvern og einn stað.
Fréttablaðið greindi frá því á
fimmtudag að Matvælastofnun
hefði gefið út 28 eitranaleyfi á 5
árum vegna lúsar í sjókvíaeldi á
Vestfjörðum. Þetta eru annars
vegar skordýraeitrið deltametrín og
lyfjafóðrið emamektín. Norskar og
skoskar rannsóknir sína að notkun
hefur mjög skaðlega áhrif á skel
dýr og líffræðilegan fjölbreytileika
á þeim svæðum þar sem eitrið er
notað.
„Með afar takmarkaðri notkun á
sjókvíaeldissvæðum sem eru fjarri
viðkvæmum tegundum krabbadýra,
svo sem rækju, eru áhrif lyfjanna á
lífríkið hverfandi lítil,“ segir Gísli
Jónsson, sérgreinadýralæknir fisk
sjúkdóma hjá stofnuninni.
Gísli hefur áður sagt að lýs myndu
eiga erfiðara uppdráttar hér á landi
en hjá nágrannaþjóðum okkar og
vart verða að sama vandamáli. Er
það vegna norðlægrar legu landsins.
Aðspurður segir hann fjölda leyfis
veitinga fyrir eitrunum á síðustu
fimm árum ekki merki um að lúsin
sé mikið vandamál á Vestfjörðum.
Bendir hann á að leyfisveitingarnar
séu ekki allar vegna laxalúsar, lang
flestar hafi verið vegna fiskilúsar.
Fiskilúsin er minni en laxalúsin, án
hvassra bitkróka og veldur ekki sam
bærilegum skaða á roði, samkvæmt
upplýsingum MAST. Hún sé þó
hvimleið og geti valdið óþarfa áreiti.
„Almennt hefur fremur lítið borið á
laxalúsinni, en fiskilúsin hefur sýnt
sig að vera fastagestur þegar líður á
haustin,“ segir Gísli.
Í fyrstu birti MAST fréttir af því í
hvert skipti þegar eitranaleyfi voru
gefin út gegn lús á Vestfjörðum. En
slíkar fréttir er ekki að finna síðan
árið 2018 samkvæmt óformlegri
könnun Fréttablaðsins. Þá hafa
staðir í hverjum firði verið hópaðir
saman í leyfisveitingum. Í síðustu
leyfisveitingum, frá miðjum sept
ember, voru til að mynda hópaðir
saman Hvanndalur og Laugardalur
í Tálknafirði og Hringsdalur og
Hvesta í Arnarfirði.
Gísli segist ekki minnast þess að
það hafi verið sérstakt markmið
stofnunarinnar að tilkynna það sér
staklega með frétt þegar gefin væru
leyfi fyrir þessari meðhöndlun.
„Þetta þótti fréttnæmt alveg í byrj
un því slík meðhöndlun hér á landi
hafði ekki átt sér stað í yfir 30 ár,“
segir Gísli. Þá segir hann hópunina
einnig eiga sér eðlilegar skýringar.
„Þessi háttur var hafður á núna því
það þótti eðlilegt að tvinna saman
báðar staðsetningar sitthvors fyrir
tækis innan sama fjarðar. Þetta eru
sem sagt nágrannakvíaból sem eðli
máls samkvæmt getur verið rétt
mætt faglega út frá faraldsfræði
lúsarinnar að meðhöndla á sama
tíma til að sporna við lús innan
sama fjarðar.“ n
Áhrif lúsaeiturs á lífríkið séu hverfandi lítil
Matvælastofnun er byrjuð að hópa sama leyfum í stað þess að gefa út leyfi fyrir hvern stað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
gar@frettabladid.is
VESTMANNAEYJAR Aðeins ein
nothæf neysluvatnslögn er milli
lands og Vestmannaeyja að sögn
almannavarnanefndar Vestmanna
eyja sem lýsir áhyggjum vegna
þessa.
„Núverandi lögn, neðansjávar
leiðsla 3, var tekin í notkun árið
2008. Neðansjávarleiðslur 1 og 2
hafa báðar verið dæmdar ónýtar, sú
fyrri árið 2008 og sú síðari árið 2014.
Frá 2014 hefur neðansjávarleiðsla 3
því verið eina neysluvatnslögnin
milli lands og Eyja,“ segir almanna
varnanefndin. Ef lögnin bili skapist
alvarlegt ástand. Viðgerðir í sjó
sé aðeins hægt að framkvæma að
sumri til.
„Einungis lítið gat á leiðsluna
veldur því að þrýstingur fer af henni
og rennsli stöðvast. Kæmi til bilunar
á leiðslunni liggur fyrir að þegar
yrði lýst yfir almannavarnaástandi
og grípa þyrfti til skömmtunar á
vatni,“ segir í bókun nefndarinnar.
Drykkjarvatn yrði skammtað úr
fimm þúsund rúmmetra vatns
geymi sem myndi tæmast fljótt.
„Loka þyrfti dreifikerfi strax
og leggja áherslu á áfyllingarvatn
hitaveitu til að halda henni inni
sem lengst. Fiskvinnsla og annað
atvinnulíf myndi stöðvast mjög
f ljótlega og hitaveitan einnig. Lík
legt er að f lytja yrði sjúklinga af
sjúkrahúsinu og aldraða af hjúkr
unarheimilinu Hraunbúðum upp
á land strax,“ lýsir Almannavarna
nefndin sviðsmyndinni sem uppi
yrði. Ekkert neysluvatn væri á
húsum og hýbýlum.
Því er sagt um að ræða mikið
öryggismál fyrir Vestmanneyinga
og að tafarlaust verði að undirbúa
nýja neðansjávarleiðslu milli lands
og Eyja. n
Tvær af þremur vatnslögnum eru
ónýtar og Eyjamenn eru uggandi
Fimm þúsund rúmmetra vatnsgeymir í Heimaey myndi duga skammt fyrir
Eyjamenn og tæmast fljótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Friðarferlar og friðarumleitanir verða í brennidepli á árlegri
friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og
Háskóla Íslands mánudaginn 10. október í Veröld - húsi Vigdísar.
Nánari upplýsingar www.ams.hi.is. Öll velkomin
ICELAND
THE
IMAGINE
FORUM
Reimagining
Peace Processes
8 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ