Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 18
Hann er magnaður leikmaður og mögnuð persóna. Hann er góður karakter og Manchester City er heppið að hafa svona leikmann. Jude Bellingham Haaland þarf ekki mörg færi til að skora. Hann er með mann- drápseðli. Axel Witsel Hann er fyndinn náungi, hann er góður vinur og frábær leik- maður. Hann er algjört naut, hann hefur allt. Martin Odegaard Hann er magnaður markaskorari, hann skorar úr öllum mögu- legum stöðum. Það er gott að spila fyrir aftan hann. Jadon Sancho 18 Íþróttir 8. október 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR Erling Braut Haaland er skær­ asta stjarna fótboltans, þessi 22 ára gamli sóknarmaður slær hvert metið á fætur öðru. Erling er fæddur í Leeds á Englandi árið 2000 en fjórum árum síðar fór hann heim til Noregs. Fjölskyldan settist að í smábænum Bryne. Þar ólst Erling upp. hordur@frettabladid.is Haaland stundaði ekki aðeins knattspyrnu á sínum yngri árum. Hann prufaði handbolta, golf og frjálsar íþróttir. Fjallað hefur verið um að hann hafi sett heimsmet í sínum aldursf lokki árið 2006 í langstökki, þá stökk hann 1,63 metra aðeins 6 ára gamall. Þessi mikli stökkkraftur hefur fylgt Haaland alla tíð, í dag hræðast varnarmenn ekkert meira en að þurfa að eiga við norska skrímslið. Snöggur, sterkur og af burða góður í að koma boltanum í marknetið. Vel skipulagður ferill Aðeins 15 ára gamall samdi hann við Molde í heimalandinu. Hann kom til félagsins eftir nokkra leiki með aðalliði Bryne og gerði vel. Hjá Molde lék hann undir stjórn Ole Gunnar Solskjær sem hafði nokkur áhrif á hans feril. Á r ið 2018 þega r Haa la nd hafði nýlokið við að fagna 18 ára afmæli sínu staðfesti Red Bull Salzburg Í Austurríki kaup á kappanum. Hann hóf þó ekki að spila í Austurríki fyrr en eftir ára­ mót. Hann lét strax til sín taka en framganga hans í Meistaradeild­ inni haustið 2019 varð til þess að augu heimsins fóru að beinast að Haaland. Í sínum fyrsta í leik í þessari stærstu keppni fótbolt­ ans, skoraði norski framherjinn þrennu . Mörk in þr jú gegn Á methraða upp stjörnustigann Hjá Molde: 50 leikir 20 mörk Genk frá Belgíu, komu öll í fyrri hálf leik. Valdi Dortmund fram yfir alla Öll stærstu félög Evrópu fóru að berjast um Haaland haustið 2019, í stað þess að velja stærsta félagið eða mestu peningana var ákveðið að finna stað þar sem Haaland yrði áfram í lykilhlutverki. Eftir fundi með stjórum stærstu félag­ anna ákvað Haaland og teymið í kringum hann að velja Borussia Dortmund í Þýskalandi. Í sínum fyrsta leik með Dort­ mund skoraði Haaland þrennu á 23 mínútum í sigri gegn Augsburg. Hann raðaði svo mörkum inn fyrir þýska stórveldið í tvö og hálft ár áður en komið var að næsta skrefi á ferlinum. Í fótspor pabba gamla Í sumar vissi allur fótbolta­ heimurinn af klásúlu í samn­ ingi Haaland sem gerði honum kleift að fara frá Dortmund fyrir 8,1 milljarð. Slík upphæð telst klink í heimi fótboltans þegar rætt er um leikmann í gæðaflokki Haaland. Faðir hans hafði leikið með Man­ chester City á árum áður og staða félagsins í dag gerði City að væn­ legasta kostinum fyrir Haaland. Sóknarsinnaður fótbolti með Pep Guardiola við stjórnvölinn var blanda sem heillaði Haaland­fjöl­ skylduna. Valið virðist hafa verið rétt því Haaland hefur farið af stað með látum. Þrjár þrennur í átta deildarleikjum í ensku úrvalsdeild­ inni, 19 mörk í 12 leikjum, segir alla söguna. Haaland er í dag skærasta stjarna fótboltans og hann er enn að bæta leik sinn. Auk þess að raða inn mörkum hjá félagsliði hefur Haaland slegið í gegn með lands­ liðinu og norskt fótboltaáhugafólk er farið að láta sig dreyma um betri tíma. n Fljótasir í þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni: n Erling Haaland: 8 leikir n Michael Owen: 48 leikir n Ruud van Nistelrooy: 59 leikir n Fernando Torres: 64 leikir n Andy Cole: 65 leikir n Luis Suarez: 71 leikur Hjá Salzburg: 27 leikir 29 mörk Hjá Dortmund: 89 leikir 86 mörk Hjá Man. City: 12 leikir 19 mörk Með norska landsliðinu: 23 leikir 21 mark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.