Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 34
Halldóra Sif stofnaði Sif Benedicta árið 2017 og gaf út fyrstu vöru- línuna sama ár. Í fyrstu voru það aðallega fylgihlutir; handtöskur, hálsmen og silkislæður. „Hugs- unin á bak við vörumerkið var að hanna og framleiða vandaðar vörur, svona slow fashion. Sú leið var sú eina rétta miðað við hvernig heimurinn er orðinn. Hraðinn ótrúlegur og ofgnótt af fjöldafram- leiddum vörum. Þess vegna langaði mig til þess að hanna fallegar vörur sem endast lengi og geta erfst á milli mæðgna eða vinkvenna. Fyrsta fatalínan leit dagsins ljós á HönnunarMars 2021. Þá hélt ég tískusýningu í Listasafni Einars Jónssonar sem er eitt af mínum uppáhaldssöfnum,“ segir Hall- dóra Sif. „Fyrir utan vinnu reyni ég alltaf að koma einhverri hreyfingu að á hverjum degi en ég stunda helst Boot camp, jóga og hesta- mennsku.“ Erfiðast að vera í burtu Halldóra Sif er fædd í Reykjavík, alin upp í Kópavogi til níu ára aldurs. „Þá flutti ég í Mosfellsbæ þar sem ég bý enn í dag með eigin- manni mínum, þremur börnum, hundi og kettlingi. Ég er mennt- aður fatahönnuður frá Listahá- skóla Íslands. Eftir útskrift f lutti ég til London og fór að vinna hjá Alexander McQueen í London. Þar vann ég í Woman’s wear-teyminu með virki- lega hæfileikaríku fólki en fékk einnig að aðstoða á öðrum sviðum, eins og accessories- og embro- dery-teyminu, sem var frábær lífsreynsla. Þegar ég flutti til London var sonurinn Guðlaugur Benja- mín þriggja ára, ég fór því ein en strákarnir urðu eftir heima. Það er eitt af því erfiðasta sem ég hef gert, að vera í burtu frá strák- unum mínum en þá var þetta eini valmöguleikinn til þess að fylgja draumum mínum og markmiðum. Mér fannst skemmtilegt að vera í London og kynntist fullt af fólki í tískubransanum. Það er hins vegar mun meira frelsi fyrir börn að alast upp á Íslandi,“ segir hún. „Ég á margar góðar minningar frá því ég var lítil í sveitinni hjá ömmu og afa, þar lék ég mér og dreymdi um hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Barnæsk- an er svo mikilvæg og því tókum við sameiginlega ákvörðun um að festa rætur á Íslandi og ala börnin okkar upp hér. Eftir menntaskóla bjuggum ég og maðurinn minn, Kiddi, mikið erlendis og mér finnst reyndar að allir ættu að prófa það.“ Góð tilfinning að fá greiningu Þegar Halldóra Sif er spurð hvers vegna hún hafi farið út í hönnun segir hún það hafa verið auðveld- ustu leiðina fyrir sig. „Mér finnst gaman að skapa og gleymi mér við það. Ég á erfitt með að einbeita mér að einhverju sem mér þykir leiðinlegt. Ég lærði rekstrarhagfræði í Danmörku og fannst það sjúklega erfitt, vantaði einbeitingu og skildi ekki neitt. Eftir það tók ég mér námspásu og fór að temja hesta. Ég skráði mig líka á sauma- og teikni námskeið og þótti það ótrúlega skemmti- legt. Í framhaldinu sótti ég um í klæðskeranámi. Það var í fyrsta sinn síðan í grunnskóla sem ég hlakkaði til að fara í skólann, þar gleymdi ég mér í gleðinni. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að vinna með höndunum,“ segir hún. „Þegar ég var komin með þrjú börn og fyrirtæki tók ég eftir því að ég átti ótrúlega erfitt með að skipu- leggja mig, var í raun að bogna undan álagi. Eftir mikla sjálfsskoð- un og sálfræðitíma var ég greind með ADHD. Það var ótrúlega góð Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Halldóra Sif hefur verið að vinna með form og áberandi liti eins og rautt og bleikt. Takið eftir mynstrinu og litavali. Mynd/SAGA SiG Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is tilfinning að fá greininguna því þá öðlaðist ég betri skilning á sjálfri mér og gat unnið með styrkleikana mína. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og skapa. Frá fimm ára aldri skoðaði ég gömul föt og gamla skartgripi þegar ég var í pössun hjá ömmu. Mátaði og breytti fötum og notaði hálsfesti sem hárskraut eða belti.“ McQueen besti skólinn Halldóra Sif hefur ávallt verið skapandi í hugsun og að eigin sögn fengið margar misgóðar hugmynd- ir. „Ég fékk dýrmæta leiðsögn, tæki og tól í klæðskeranáminu í Danmörku og í Listaháskólanum en vinnan hjá Alexander McQueen var besti skólinn. Allir þessir staðir hafa gert mér kleift að nýta sköpunarkraftinn á faglegan máta en samt leyft mínu innra barni að skína. Ég var alltaf að teikna fylgihluti í skólanum og fannst það skemmtilegt. Þá vann ég út frá litum, formum og smáatriðum sem urðu að flíkum.“ Aðspurð segist Halldóra Sif fá innblástur alls staðar að. „Sérstak- lega á ferðalögum til framandi og fallegra staða, einnig landa sem mig langar að ferðast til, eins og Japan. Ég fæ innblástur frá arki- tektúr, listmunum, gömlum vin- tage flíkum, skarti og bókum. Ég er sérstaklega hrifin af byggingum og listmunum Art Deco- og Art Nou- veau-tímabilanna.“ Þegar að formum, efnisvali og litum kemur eru það óvæntar lita- samsetningar eða áferð sem heilla. „Þegar ég bý til prentmynstur finnst mér skemmtilegast að fá óvæntar litasamsetningar til þess að virka vel saman. Eldri kona kom til mín og var að skoða silkikjól sem henni leist vel á. Hún sagðist hafa heyrt að rauður og bleikur litur færu aldrei saman. Hún var því hissa hversu fallegur henni fannst þessi kjóll sem var einmitt í þeim litum. Það gladdi mig. Ég er hrifin af náttúrulegum efnum eins og silki og ull, fallegum textíl og að blanda saman klassískum efnum með litríku silki. Þegar ég vann hjá Alexander McQueen vann ég með vintage gallaefni sem ég fann á mörk- uðum og bjó til ný snið á gínu. Mér fannst sérstaklega gaman að taka gallaefnið í sundur og búa til nýja flík úr því.“ En er eitthvað sem stendur upp úr af því sem þú hefur hannað? „Úff, þegar stórt er spurt, kannski þykir mér vænst um Red Pelagonia töskuna sem ég gerði, aðallega vegna þess að það var svo skemmtilegt ferðalag að hanna hana. Hún var mjög dýr í fram- Halldóra Sif hefur gaman af því að hanna út gallaefni og blanda saman formum og litum. Alpahúfan smellpassar við þessa fatasamsetningu. Mynd SAGA SiG Frumlegt og öðruvísi veski sem tekið er eftir. Flott hönnun sem lýsir stíl Halldóru Sifjar vel. Ég fékk dýrmæta leiðsögn, tæki og tól í klæðskeranáminu í Danmörku og í Listahá- skólanum en vinnan hjá Alexander McQueen var besti skólinn. Allir þessir staðir hafa gert mér kleift að nýta sköpunar- kraftinn á faglegan máta en samt leyft mínu innra barni að skína. leiðslu og ég gerði aðeins örfáar og því eru bara nokkrar svoleiðis til í heiminum.“ Viðurkenning frá Elle og Vogue Halldóru Sif hefur gengið afar vel að koma hönnun sinni á fram- færi og fengið verðuga umfjöllum í virtum tískutímaritum sem er mikil viðurkenning. „Þetta hefur gengið afar vel og ég fengið umfjöllun í danska Elle og Vogue sem ég er virkilega þakk- lát fyrir. Rétt fyrir Covid var ég á leiðinni til London að halda tísku- sýningu á tískuvikunni. Plönin breyttust en þá komu hönnuðirnir Ýr og Sævar til mín og buðu mér að opna verslun og stúdíó með þeim á Laugavegi 16. Við opnuðum Apotek Atelier í nóvember í fyrra. Stefnan er enn sett á að fara með vörumerkið út fyrir landsteinana og draumurinn er að halda tísku- sýningu í París eða London.“ Þegar Halldóra Sif er beðin um góð ráð við að feta brautina í hönnun segir hún að allir þurfi að hafa trú á verkum sínum og fylgja hjartanu. „Ef þú ert að sækja um skóla eða vinnu í þessum bransa þá færðu pottþétt nokkur nei áður en þú færð já. Þetta krefst hug- rekkis,“ segir hún. Vert er að geta þess að allir eru velkomnir í heimsókn í Apotek Atelier, Laugavegi 16. Þar er alltaf heitt á könnunni og alltaf eitt- hvað nýtt að detta inn. Hægt er að skoðað hönnunina á heimasíðunni sifbenedicta.com eða á Instagram, Sifbenedicta. n 2 kynningarblað A L LT 8. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.