Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 12
Heimildir: Bloomberg, Stratfor, Trading Economics Myndir: Getty Lækkun olíuverðs styrkir stöðu Rússa Ákvörðun OPEC+ um að minnka olíuframleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag – sem er mesti niðurskurður frá 2020 – er tekin á sama tíma og heimurinn berst við rísandi orkuverð. 22. apríl: 20,37 Hráolía (upphæðir í USD á tunnu) 3. jan. 2020: 68,62 7. mars 2022: 118,87 2 0 2 0 2 0 2 1 2 0 2 2 120 100 80 60 40 20 © GRAPHIC NEWS 1 6. mars 2020: OPEC og Rússar ná ekki saman um að minnka framleiðslu þegar e¡irspurn hrynur vegna Covid. 2 9. apríl 2020: OPEC og Rússar minnka framleiðslu um tíu millj. tunna á dag. 3 14. október 2021: Olíuverð hækkar í kjölfar spár um framboðshalla og hefur ekki verið hærra í þrjú ár. 4 24. febrúar 2022: Rússar ráðast inn í Úkraínu. 5 15. júlí 2022: Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, ferðast til Sádi-Arabíu til að sannfæra krónprinsinn Mohammed bin Salman um að auka framleiðslu. 6 3. ágúst 2022: OPEC+ samþykkja að auka framleiðslu um 100.000 tunnur á dag. Það samsvarar aðeins 01% af alþjóðlegri e¡irspurn. 7 2. sept. 2022: G7-ríkin samþykkja verðþak á rússneska olíu sem tekur gildi 5. desember. 8 5. okt. 2022: OPEC og Rússar tilkynna framleiðsluskerðingu, sem jafngildir 2% af heimse¡irspurn, frá nóvember. Skerðingin tekur gildi á sama tíma og miðkjörfundar- kosningar fara fram í Bandaríkjunum. Hráolía hækkar í 93,96 USD e¡ir fréttirnar. Hvíta húsið sakar Sádi- Araba um að vera hliðholla Rússum. 1 2 3 5 7 8 6 4 OPEC+ hyggjast minnka framleiðslu á olíu til að ýta upp verðinu á markaðnum. Ákvörðunin hefur farið sér- staklega illa í Bandaríkjafor- seta. benediktarnar@frettabladid.is Olíuverð Samtök olíuf lutnings- ríkja, OPEC+, hyggjast minnka framleiðslu á olíu í þeim tilgangi að ýta upp verðinu á markaði. Á mið- vikudag hittust ráðherrar OPEC- ríkjanna á fundi í Vín í Austurríki, þar sem samþykkt var að minnka olíuframleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag, sem samsvarar tveimur prósentum af alheims- birgðum af olíu, frá og með upphafi nóvembermánaðar. Ráðherrar OPEC-ríkjanna sögðust vera að taka nauðsynlegt skref í ljósi óvissunnar á mörkuðum. Það er ljóst að þessi ákvörðun hefur veruleg áhrif á olíuverð um allan heim, en verðið hefur nú þegar hækkað um fimm prósent frá fundinum. Ákvörðunin hefur farið sérstak- lega illa í Joe Biden, forseta Banda- ríkjanna, en það er stutt í kosningar vestanhafs og getur olíuverð haft mikil áhrif á ánægju landsmanna með forsetann og ríkisstjórn hans. Í júlí ferðaðist Biden til Sádi-Arabíu til þess að reyna að sannfæra krón- prinsinn Mohammed bin Salman um að auka olíuframleiðslu. Tilboð Biden fól í sér sölu á bandarískum varnarflaugakerfum til Sádi-Arab- íu og sameinuðu furstadæmanna, OPEC hyggjast minnka framleiðslu á olíu til að hækka verðið á markaði Gúmmígrameðlur Kenískur maður límir saman gamla inniskó í vígalegar risaeðlur á verkstæði í Naíróbí. Félagasamtökin Ocean Sole (ísl. Sjávarsóli) beita sér fyrir því að endur- vinna inniskó og töfflur sem rekur á fjörur í Kenía í listaverk eða hagnýtar vörur. Starf þeirra miðar að því að efla vitund um plastvanda landsins og aðstoða við hreinsunarstarf vegna plastúrgangs. Fréttablaðið/EPa að andvirði 5,3 milljarðar Banda- ríkjadala. Bin Salmann samþykkti að auka framleiðslu, en aðeins um hundrað þúsund olíutunnur á dag, sem samsvarar 0,1 prósenti af alheimseftirspurn eftir olíu. Tals- menn Hvíta hússins hafa sakað OPEC-ríkin um að sænga með Rúss- um, en niðurskurðurinn er verulegt bakslag fyrir þau lönd sem berjast við vaxandi orkuverðbólgu af völd- um innrásar Rússlands í Úkraínu. Ákvörðun OPEC-ríkjanna kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Evrópusambandið sam- þykkti áætlun Bandaríkjanna um að setja verðþak á rússneskan olíuútflutning, sem var tilraun vest- rænna ríkja til þess að lækka verð á hráolíu og eldsneytis. Eftir að ákvörðun OPEC var til- kynnt á miðvikudag, hækkaði hrá- olíuverð og hefur ekki verið hærra í þrjár vikur. Brent-hráolía, sem er alþjóðlega viðmiðið á olíuverði, var rétt undir 95 Bandaríkjadölum á tunnu á föstudagsmorgun, hefur hækkað um 6 prósent síðan á mánu- dag. Á sama tíma hafa orkufyrirtæki, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, aukið hagnað sinn til muna, þar sem framboðskreppan veldur því að hrá- olíuverð hækkar til muna. n arnartomas@frettabladid.is írAN Írönsk yfirvöld neita því að öryggissveitir hafi myrt hina 16 ára gömlu Sarina Esmaeilzadeh í nýlegum mótmælum þar í landi. Fréttir á samfélagsmiðlum og réttindasamtökunum Amnesty International hermdu að Sarina hefði verið myrt af öryggissveitum þegar hún var slegin með kylfum í höfuðið í mótmælunum en yfirvöld í Íran segja Sarinu hafa tekið eigið líf með því að stökkva fram af húsþaki. Mannréttindasamtök segja að meira en 150 hafi verið drepin í mótmælum í landinu sem hófust eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini á meðan hún var í haldi lögreglu. n Hafna ábyrgð í dauða sextán ára gamallar stúlku Mannréttindasamtök segja að yfir 150 hafi verið drepin í mótmælunum. arnartomas@frettabladid.is NOreGur „Það er ótrúlega sorglegt að ungt fólk á árinu 2022 upplifi það sama og mín kynslóð bjó við á átt- unda og níunda áratugnum, það er að segja óttann við kjarnorkustríð,“ segir norski varnarmálastjórinn Eirik Kristoffersen við fréttastofu Verdens Gang. Á sama tíma og Norðmenn tæma vopnabúr sín og senda til Úkraínu hefur Pútín-stjórnin í hótunum um kjarnorkustríð. „Við megum ekki vanmeta stríðsgetu Rússanna,“ varar Kristoffersen við. n Má ekki vanmeta stríðsgetu Rússa Eirik Kristoffersen. arnartomas@frettabladid.is INDÓNeSíA Yf irvöld í Indónes- íu hafa hrint af stað verkefni þar sem þúsundum sjómanna verður borgað fyrir að safna plastrusli úr hafinu. Verkefnið mun standa yfir í fjórar vikur og er hluti af stefnu til að minnka plastúrgang sjávar um 70 prósent fyrir árið 2025. Sjávarútvegsráðherra Indónesíu sagði á blaðamannafundi að fram- takið væri einfalt en að ekki mætti búast við að þetta yrði nein töfra- lausn á sjávarplastvanda landsins. Átakið yrði þó vitundarvakning fyrir hagsmunaaðila og heiminn allan. Indónesía á einn stærstan hlut landa í plastmengun sjávar á heimsvísu en landið framleiðir árlega um 6,8 milljónir tonna af plastúrgangi. n Fá greitt fyrir að safna plastrusli 12 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.