Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 12

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 12
Heimildir: Bloomberg, Stratfor, Trading Economics Myndir: Getty Lækkun olíuverðs styrkir stöðu Rússa Ákvörðun OPEC+ um að minnka olíuframleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag – sem er mesti niðurskurður frá 2020 – er tekin á sama tíma og heimurinn berst við rísandi orkuverð. 22. apríl: 20,37 Hráolía (upphæðir í USD á tunnu) 3. jan. 2020: 68,62 7. mars 2022: 118,87 2 0 2 0 2 0 2 1 2 0 2 2 120 100 80 60 40 20 © GRAPHIC NEWS 1 6. mars 2020: OPEC og Rússar ná ekki saman um að minnka framleiðslu þegar e¡irspurn hrynur vegna Covid. 2 9. apríl 2020: OPEC og Rússar minnka framleiðslu um tíu millj. tunna á dag. 3 14. október 2021: Olíuverð hækkar í kjölfar spár um framboðshalla og hefur ekki verið hærra í þrjú ár. 4 24. febrúar 2022: Rússar ráðast inn í Úkraínu. 5 15. júlí 2022: Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, ferðast til Sádi-Arabíu til að sannfæra krónprinsinn Mohammed bin Salman um að auka framleiðslu. 6 3. ágúst 2022: OPEC+ samþykkja að auka framleiðslu um 100.000 tunnur á dag. Það samsvarar aðeins 01% af alþjóðlegri e¡irspurn. 7 2. sept. 2022: G7-ríkin samþykkja verðþak á rússneska olíu sem tekur gildi 5. desember. 8 5. okt. 2022: OPEC og Rússar tilkynna framleiðsluskerðingu, sem jafngildir 2% af heimse¡irspurn, frá nóvember. Skerðingin tekur gildi á sama tíma og miðkjörfundar- kosningar fara fram í Bandaríkjunum. Hráolía hækkar í 93,96 USD e¡ir fréttirnar. Hvíta húsið sakar Sádi- Araba um að vera hliðholla Rússum. 1 2 3 5 7 8 6 4 OPEC+ hyggjast minnka framleiðslu á olíu til að ýta upp verðinu á markaðnum. Ákvörðunin hefur farið sér- staklega illa í Bandaríkjafor- seta. benediktarnar@frettabladid.is Olíuverð Samtök olíuf lutnings- ríkja, OPEC+, hyggjast minnka framleiðslu á olíu í þeim tilgangi að ýta upp verðinu á markaði. Á mið- vikudag hittust ráðherrar OPEC- ríkjanna á fundi í Vín í Austurríki, þar sem samþykkt var að minnka olíuframleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag, sem samsvarar tveimur prósentum af alheims- birgðum af olíu, frá og með upphafi nóvembermánaðar. Ráðherrar OPEC-ríkjanna sögðust vera að taka nauðsynlegt skref í ljósi óvissunnar á mörkuðum. Það er ljóst að þessi ákvörðun hefur veruleg áhrif á olíuverð um allan heim, en verðið hefur nú þegar hækkað um fimm prósent frá fundinum. Ákvörðunin hefur farið sérstak- lega illa í Joe Biden, forseta Banda- ríkjanna, en það er stutt í kosningar vestanhafs og getur olíuverð haft mikil áhrif á ánægju landsmanna með forsetann og ríkisstjórn hans. Í júlí ferðaðist Biden til Sádi-Arabíu til þess að reyna að sannfæra krón- prinsinn Mohammed bin Salman um að auka olíuframleiðslu. Tilboð Biden fól í sér sölu á bandarískum varnarflaugakerfum til Sádi-Arab- íu og sameinuðu furstadæmanna, OPEC hyggjast minnka framleiðslu á olíu til að hækka verðið á markaði Gúmmígrameðlur Kenískur maður límir saman gamla inniskó í vígalegar risaeðlur á verkstæði í Naíróbí. Félagasamtökin Ocean Sole (ísl. Sjávarsóli) beita sér fyrir því að endur- vinna inniskó og töfflur sem rekur á fjörur í Kenía í listaverk eða hagnýtar vörur. Starf þeirra miðar að því að efla vitund um plastvanda landsins og aðstoða við hreinsunarstarf vegna plastúrgangs. Fréttablaðið/EPa að andvirði 5,3 milljarðar Banda- ríkjadala. Bin Salmann samþykkti að auka framleiðslu, en aðeins um hundrað þúsund olíutunnur á dag, sem samsvarar 0,1 prósenti af alheimseftirspurn eftir olíu. Tals- menn Hvíta hússins hafa sakað OPEC-ríkin um að sænga með Rúss- um, en niðurskurðurinn er verulegt bakslag fyrir þau lönd sem berjast við vaxandi orkuverðbólgu af völd- um innrásar Rússlands í Úkraínu. Ákvörðun OPEC-ríkjanna kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Evrópusambandið sam- þykkti áætlun Bandaríkjanna um að setja verðþak á rússneskan olíuútflutning, sem var tilraun vest- rænna ríkja til þess að lækka verð á hráolíu og eldsneytis. Eftir að ákvörðun OPEC var til- kynnt á miðvikudag, hækkaði hrá- olíuverð og hefur ekki verið hærra í þrjár vikur. Brent-hráolía, sem er alþjóðlega viðmiðið á olíuverði, var rétt undir 95 Bandaríkjadölum á tunnu á föstudagsmorgun, hefur hækkað um 6 prósent síðan á mánu- dag. Á sama tíma hafa orkufyrirtæki, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, aukið hagnað sinn til muna, þar sem framboðskreppan veldur því að hrá- olíuverð hækkar til muna. n arnartomas@frettabladid.is írAN Írönsk yfirvöld neita því að öryggissveitir hafi myrt hina 16 ára gömlu Sarina Esmaeilzadeh í nýlegum mótmælum þar í landi. Fréttir á samfélagsmiðlum og réttindasamtökunum Amnesty International hermdu að Sarina hefði verið myrt af öryggissveitum þegar hún var slegin með kylfum í höfuðið í mótmælunum en yfirvöld í Íran segja Sarinu hafa tekið eigið líf með því að stökkva fram af húsþaki. Mannréttindasamtök segja að meira en 150 hafi verið drepin í mótmælum í landinu sem hófust eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini á meðan hún var í haldi lögreglu. n Hafna ábyrgð í dauða sextán ára gamallar stúlku Mannréttindasamtök segja að yfir 150 hafi verið drepin í mótmælunum. arnartomas@frettabladid.is NOreGur „Það er ótrúlega sorglegt að ungt fólk á árinu 2022 upplifi það sama og mín kynslóð bjó við á átt- unda og níunda áratugnum, það er að segja óttann við kjarnorkustríð,“ segir norski varnarmálastjórinn Eirik Kristoffersen við fréttastofu Verdens Gang. Á sama tíma og Norðmenn tæma vopnabúr sín og senda til Úkraínu hefur Pútín-stjórnin í hótunum um kjarnorkustríð. „Við megum ekki vanmeta stríðsgetu Rússanna,“ varar Kristoffersen við. n Má ekki vanmeta stríðsgetu Rússa Eirik Kristoffersen. arnartomas@frettabladid.is INDÓNeSíA Yf irvöld í Indónes- íu hafa hrint af stað verkefni þar sem þúsundum sjómanna verður borgað fyrir að safna plastrusli úr hafinu. Verkefnið mun standa yfir í fjórar vikur og er hluti af stefnu til að minnka plastúrgang sjávar um 70 prósent fyrir árið 2025. Sjávarútvegsráðherra Indónesíu sagði á blaðamannafundi að fram- takið væri einfalt en að ekki mætti búast við að þetta yrði nein töfra- lausn á sjávarplastvanda landsins. Átakið yrði þó vitundarvakning fyrir hagsmunaaðila og heiminn allan. Indónesía á einn stærstan hlut landa í plastmengun sjávar á heimsvísu en landið framleiðir árlega um 6,8 milljónir tonna af plastúrgangi. n Fá greitt fyrir að safna plastrusli 12 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.