Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 82
Það er athyglisvert að Tesla Semi er aðeins með vindstuðulinn 0,36 Cd sem er minna en í sumum sport- bílum. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 Flórens Borg draumanna... 17. nóvember 3 nætur 119.000 Flug & hótel frá Frábært verð á mann njall@frettabladid.is Toyota hefur aftur framleiðslu á bZ4X rafbílnum í næstu viku eftir þriggja mánaða hlé síðan í júní. Stöðvun framleiðslunnar kom til vegna innköllunar sem gerð var vegna lausra felgubolta. Alls urðu 2.700 Toyota bZ4X og 2.600 af systurbílnum Subaru Solterra fyrir innkölluninni, en hún var fram- kvæmd áður en kom til afhending- ar bílanna til viðskiptavina sinna. Kaupendur sem höfðu borgað inn á bíl fá nú afhendingardag á bíla sína. Frumsýningu bílsins var frestað hér á landi vegna inn- köllunarinnar. Vandamálið var að of mikil mót- staða var í skrúfgangi boltanna í þeim bílum sem fyrst voru fram- leiddir og boltinn herti því felguna ekki í samræmi við tilskilda herslumælingu. Boltinn var endur- hannaður og þannig er tryggt að herslan sé rétt. Að sögn Páls Þorsteinssonar, kynningarfull- trúa Toyota, koma nýir boltar í þá bíla sem komnir voru til landsins í næsta mánuði. „Við fögnum því að búið er að finna lausn,“ sagði Páll enn fremur. n Framleiðsla hefst aftur á Toyota bZ4X njall@frettabladid.is Á bílasýningunni í París mun Renault frumsýna tilraunabíl sem er fyrsta innsýn í útlit Renault 4 bílsins sem frumsýndur verður 2024. Af því tilefni sendi Renault frá sér skugganynd af bílnum í vikunni. Þrátt fyrir skuggamyndina má sjá að tilraunabíllinn kemur á stærri dekkjum, með hærri fjöðrun og er með brettakanta og toppbox. Að sögn Renault mun bíllinn hafa skírskotun í mótorsport eins og R5 Turbo 3E. Sjö rafbílar eru væntanlegir frá Renault fram til ársins 2025 eins og nýr rafdrifinn Scenic. Nýr Renault 4 mun fá CMF-BEF rafbílaundirvagn- inn með um 400 km drægi og 134 hestafla mótor sem grunnútgáfu. Hann verður verðlagður ódýrar en Renault 5 sem einnig er væntan- legur um miðjan áratuginn. n Renault 4 tilraunabíll í París njall@frettabladid.is Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir í dag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover og Range Rover Sport, en framleiðandinn frumsýndi þann síðarnefnda á heimsvísu með myndbandi teknu upp við Kára- hnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport verða í boði en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk raf- mótors. Eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengil- tvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Í tilfelli f laggskipsins Range Rover verður lögð áhersla á kynn- ingu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstökum möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breyt- ingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaút- gáfum, bæði sex strokka dísil- vélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000. n Frumsýna nýjar kynslóðir Range Rover Tesla frumsýndi Semi raf- trukkinn árið 2017 en síðan þá hefur framleiðslu hans verið frestað oftar en einu sinni. Nú hyllir loks undir að trukkurinn fari að sjást á götum Bandaríkjanna til að byrja með en PepsiCo fær fyrsta bílinn afhentan í byrjun desember. njall@frettabladid.is Það er helst skortur á efni í raf- hlöður sem hefur tafið fyrir fram- leiðslu Semi. Að sögn Tesla mun Semi trukkurinn geta dregið sama þunga og dísiltrukkur en hafa mun betri hröðun, eða allt að fimm sekúndur í hundraðið með tóman pall. Með hámarkshleðslu sem er 36 tonn verður hann þó 20 sekúndur að ná sama hraða. Við akstur upp 5% bratta mun Semi geta ekið á 110 km hraða þar sem venjulegur dísil- trukkur nær aðeins 70 km hraða. Tesla Semi verður með 800 km drægi þegar hann er fullhlaðinn og er ekið á 100 km hraða. Það er athyglisvert að Tesla Semi er aðeins með vindstuðulinn 0,36 Cd sem er minna en hjá sumum sportbílum. Næst þetta fram með því að hafa framendann í laginu eins og byssukúlu, auk þess sem að undirvagninn er sléttur. Auk þess eru sérstakir rafstillanlegir flapsar sem búa til sléttan flöt við aftan- ívagninn sem minnka loftmót- stöðu við hann. Hægt verður að hlaða trukkinn í 650 km drægi á aðeins hálftíma sem er akkúrat sá tími sem bíl- stjórar trukka í Bandaríkjunum þurfa til hvíldar samkvæmt lögum. Fjórir rafmótorar sjá um að drífa áfram hvert afturdekk en engir gírar eru í trukknum. n Tesla Semi raftrukkurinn loksins í framleiðslu Káetan í Tesla Semi verður með stýrinu í miðjunni og tveir aukaskjáir sitt hvoru megin auka útsýn og þar af leiðandi öryggi. Að sögn Tesla mun Semi trukkurinn geta enst 1,6 milljónir kílómetra og mun ekki þurfa á bremsuskiptum að halda allan líftímann. MYNDIR/TESLA Ranger Rover Sport er nú frumsýndur á Íslandi eftir heimsfrum­ sýningu á mynd­ bandi teknu upp í Hafrahvamma­ gljúfri. MYND/LAND ROVER Toyota bZ4x er fyrsti rafbíll Toyota frá grunni og því mikilvægt að vel takist til. FRÉTTABLAÐIÐ/NJÁLL GUNNLAUGSSON Renault 4 tilraunabíllinn verður í eins konar torfæruútgáfu á Parísar­ sýningunni. MYNDIR/RENAULT 50 Bílar 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.