Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 82

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 82
Það er athyglisvert að Tesla Semi er aðeins með vindstuðulinn 0,36 Cd sem er minna en í sumum sport- bílum. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 Flórens Borg draumanna... 17. nóvember 3 nætur 119.000 Flug & hótel frá Frábært verð á mann njall@frettabladid.is Toyota hefur aftur framleiðslu á bZ4X rafbílnum í næstu viku eftir þriggja mánaða hlé síðan í júní. Stöðvun framleiðslunnar kom til vegna innköllunar sem gerð var vegna lausra felgubolta. Alls urðu 2.700 Toyota bZ4X og 2.600 af systurbílnum Subaru Solterra fyrir innkölluninni, en hún var fram- kvæmd áður en kom til afhending- ar bílanna til viðskiptavina sinna. Kaupendur sem höfðu borgað inn á bíl fá nú afhendingardag á bíla sína. Frumsýningu bílsins var frestað hér á landi vegna inn- köllunarinnar. Vandamálið var að of mikil mót- staða var í skrúfgangi boltanna í þeim bílum sem fyrst voru fram- leiddir og boltinn herti því felguna ekki í samræmi við tilskilda herslumælingu. Boltinn var endur- hannaður og þannig er tryggt að herslan sé rétt. Að sögn Páls Þorsteinssonar, kynningarfull- trúa Toyota, koma nýir boltar í þá bíla sem komnir voru til landsins í næsta mánuði. „Við fögnum því að búið er að finna lausn,“ sagði Páll enn fremur. n Framleiðsla hefst aftur á Toyota bZ4X njall@frettabladid.is Á bílasýningunni í París mun Renault frumsýna tilraunabíl sem er fyrsta innsýn í útlit Renault 4 bílsins sem frumsýndur verður 2024. Af því tilefni sendi Renault frá sér skugganynd af bílnum í vikunni. Þrátt fyrir skuggamyndina má sjá að tilraunabíllinn kemur á stærri dekkjum, með hærri fjöðrun og er með brettakanta og toppbox. Að sögn Renault mun bíllinn hafa skírskotun í mótorsport eins og R5 Turbo 3E. Sjö rafbílar eru væntanlegir frá Renault fram til ársins 2025 eins og nýr rafdrifinn Scenic. Nýr Renault 4 mun fá CMF-BEF rafbílaundirvagn- inn með um 400 km drægi og 134 hestafla mótor sem grunnútgáfu. Hann verður verðlagður ódýrar en Renault 5 sem einnig er væntan- legur um miðjan áratuginn. n Renault 4 tilraunabíll í París njall@frettabladid.is Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir í dag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover og Range Rover Sport, en framleiðandinn frumsýndi þann síðarnefnda á heimsvísu með myndbandi teknu upp við Kára- hnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport verða í boði en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk raf- mótors. Eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengil- tvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Í tilfelli f laggskipsins Range Rover verður lögð áhersla á kynn- ingu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstökum möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breyt- ingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaút- gáfum, bæði sex strokka dísil- vélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000. n Frumsýna nýjar kynslóðir Range Rover Tesla frumsýndi Semi raf- trukkinn árið 2017 en síðan þá hefur framleiðslu hans verið frestað oftar en einu sinni. Nú hyllir loks undir að trukkurinn fari að sjást á götum Bandaríkjanna til að byrja með en PepsiCo fær fyrsta bílinn afhentan í byrjun desember. njall@frettabladid.is Það er helst skortur á efni í raf- hlöður sem hefur tafið fyrir fram- leiðslu Semi. Að sögn Tesla mun Semi trukkurinn geta dregið sama þunga og dísiltrukkur en hafa mun betri hröðun, eða allt að fimm sekúndur í hundraðið með tóman pall. Með hámarkshleðslu sem er 36 tonn verður hann þó 20 sekúndur að ná sama hraða. Við akstur upp 5% bratta mun Semi geta ekið á 110 km hraða þar sem venjulegur dísil- trukkur nær aðeins 70 km hraða. Tesla Semi verður með 800 km drægi þegar hann er fullhlaðinn og er ekið á 100 km hraða. Það er athyglisvert að Tesla Semi er aðeins með vindstuðulinn 0,36 Cd sem er minna en hjá sumum sportbílum. Næst þetta fram með því að hafa framendann í laginu eins og byssukúlu, auk þess sem að undirvagninn er sléttur. Auk þess eru sérstakir rafstillanlegir flapsar sem búa til sléttan flöt við aftan- ívagninn sem minnka loftmót- stöðu við hann. Hægt verður að hlaða trukkinn í 650 km drægi á aðeins hálftíma sem er akkúrat sá tími sem bíl- stjórar trukka í Bandaríkjunum þurfa til hvíldar samkvæmt lögum. Fjórir rafmótorar sjá um að drífa áfram hvert afturdekk en engir gírar eru í trukknum. n Tesla Semi raftrukkurinn loksins í framleiðslu Káetan í Tesla Semi verður með stýrinu í miðjunni og tveir aukaskjáir sitt hvoru megin auka útsýn og þar af leiðandi öryggi. Að sögn Tesla mun Semi trukkurinn geta enst 1,6 milljónir kílómetra og mun ekki þurfa á bremsuskiptum að halda allan líftímann. MYNDIR/TESLA Ranger Rover Sport er nú frumsýndur á Íslandi eftir heimsfrum­ sýningu á mynd­ bandi teknu upp í Hafrahvamma­ gljúfri. MYND/LAND ROVER Toyota bZ4x er fyrsti rafbíll Toyota frá grunni og því mikilvægt að vel takist til. FRÉTTABLAÐIÐ/NJÁLL GUNNLAUGSSON Renault 4 tilraunabíllinn verður í eins konar torfæruútgáfu á Parísar­ sýningunni. MYNDIR/RENAULT 50 Bílar 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.