Vélstjóraritið - 01.07.1936, Síða 15

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Síða 15
7 VÉI.STJÓRARITIÐ um. Okkur var kunnugt um, að skipstjór- ar og stýrimenn hafa um stund verið að ræða þessa hugmynd eða viljað vekja upp gamla hugmynd vélstjóranna um þetta efni. Bréfinu svöruðum við á þessa leið: Reykjavík, 9. mars 1936. Móttekið heiðrað bréf yðar ilags. 28. f. m., þar sem þér spyrjist fyrir um það, hvort vélstjórafélagið mundi vilja taka þátt í stofn- un landssambands með skipstjóra- og stýri- mannafélögum, sem nú þegar hefðu lieitið stuðningi við málið. Erindi þessu viljum vér svara á þá leið, sem vér höfum þegar látið orð falla að við yður í samtali, að vér erum hugmynd þess- ari mjög hlynntir og fúsir til þess að taka þátt í undirbúningi málsins. Fullnaðarákvörðun frá vorri hendi er þó fcundin því skilyrði, að aðalfundur vor sam- þykki. pá viljum vér vekja athygli á því, að vér teljum heppilegast að byggt verði á þeim grundvelli, að öllum félögum yfirmanna verði boðin þátttaka í sambandinu, ennfremur að það verði ópólitískt. Vér væntum þess, að þér kallið saman und- irbúningsfund hið bráðasta. Virðingarfylst. F. h. Vélstjórafélags íslands. þorst. Árnason. Til form. skipstjórafélagsins „Aldan“ Reykjavík. Lítið hefir verið gert í þessu síðan. Skoðanir okkar í félagsstjórninni hafa alls ekki verið andstæðar um það, að hug- mynd þessi sé mjög athyglisverð, og að af henni megi gott leiða. Við höfum því kosið fulltrúa í stjórninni til þess að taka þátt í undirbúningi þessa máls, ef til kemur, og jafnframt til þess að kynna sér hugi þeirra manna, sem væntanlega taka þátt í stofnun þessa fyrirtækis. Að sjálfsögðu ber aðalfundi að segja álit sitt um þetta mál, enda gerðum við ráð fyrir því í svari okkar. Verði ákvörð- un hans á þá leið, að líkindi séu til, að fé- lagsmenn séu hugmynd þessari ekki al- ment hlyntir, þá tel ég æskilegast, að al menn atkvæðagreiðsla sé látin skera úr. Þess munu dæmi í ein- Útilokun stöku atvinnufélögum, að skuldugra skuldugum félagsmönnum félaga. sé hótað atvinnusvipt- ingu, ef þeir vanrækja skyldur sínar. Inn á þessa braut hafa for- göngumenn vélstjórastéttarinnar hingað til ekki viljað fara, sumpart vegna þess, að oftast hefir verið hörgull á mönnum, og ekki hægt að fylla í skarðið, en þó einkum af því, að þeir hafa treyst svo mjög á samheldni stéttarinnar í heild sinni, að þeir hafa eigi álitið, að van- ræksla nokkurra einstaklinga komi að sök. Síðan stéttin fór að stækka, og störf- in að verða umsvifa- og kostnaðarmeiri, hefir þetta þó orðið bagalegra og hnekkt starfseminni. Hefir stéttvísi og sam- heldni jafnan verið brýnd fyrir mönnum, en það hefir ekki mikinn árangur borið. Mun nú svo komið, að stjórnendur félags- ins séu yfirleitt þeirrar skoðunar, að ekki verði hjá því komist, að ganga hart að þeim, sem sniðganga félagsreglurnar, og að full nauðsyn sé á, að sýna enga und- anlátssemi í þessu efni. Var gerð tilraun í þessa átt á síðastliðnu ári, og bar hún nokkurn árangur. Æskilegast væri þó, að ekki þyrfti að koma til neinna hörku- bragða í þessum efnum, og þeir, sem nú skulda meira en svo, að þeir sjái sér fært að greiða það í tæka tíð, ættu að snúa

x

Vélstjóraritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.