Vélstjóraritið - 01.07.1936, Side 16
VÉLSTJÓRARITIS
S
sér sem fyrst til starfsmannsins og leita
samninga.
Eins og kunnugt er, starf-
Ný aði í fyrra sumar stjóm-
vélgæslulög. skipuð nefnd að endur-
skoðun vélgæslulaganna og
siglingalaganna, og átti einn vélstjóri sæti
í nefndinni. Fékk nefndin breytingartil-
lögur frá stjórn vélstjórafélagsins til at-
hugunar. Munu þær ekki hafa þótt nýti-
legar, því þeirra gætir næsta lítið í hinum
nýju lögum. Fyrir haustþingið skilaði
nefndin frumvarpi til nýrra siglingalaga
(vélgæslulögin nú feld inn í siglingalög-
in). Var það flutt þar að tilhlutun ráðu-
neytisins, en varð ekki útrætt. f vetur
var það svo aftur flutt og náði þá sam-
þykki og varð að lögum, lítið breytt.
Hér skal ekki farið út í það, að skýra
áorðnar breytingar frá eldri lögum, enda
koma lögin nú fyrir almenningssjónir
innan skamms, og mörgum er frumvarp-
ið kunnugt frá því í vetur, að það var til
umræðu hér á fundi. Eru sumar breyt-
íngarnar án efa til bóta, en aðrar, ef til
vill, vafasamar. Fær reynslan nú að
skera úr því. Óneitanlega gætir þó nokk-
urs ósamræmis í lagasetningu þingsins
um vélgæslustörfin. f fyrra voru sam-
þykkt lög um vélgæslu, þar sem náms-
kröfurnar voru svo litlar, að vélstjórar
yfirleitt munu hafa talið setningu þeirra
ganga hneyksli næst. í ár koma svo önn-
ur lög um svipað efni. Sem betur fer, af-
nema þau hin fyrri. En ekki er ég í
neinum vafa um, að mörgum muni þykja
þau ganga full langt um námskröfur,
þegar þess er gætt, að hér er og verður
ekki fyrst um sinn um annað en smá skip
og vélar að ræða.
Þá gerði og nefndin breytingartillögur
um nám við vélstjóraskólann til sam-
ræmis við siglingalögin, og samþ. þingið
þær. Að undirlagi Vélstjórafélagsins og
rafvirkjafélagsins var kosin nefnd tii
þess að gera athugasemdir við skóla-
frumvarpið. Samdi hún allmargar breyt-
ingartillögur í samráði við kennara skól-
ans, er sendar voru þinginu, en ekki voru
þær teknar til greina. •
Einn félagsfundur var
Fundir. haldinn á árinu eða síðan
á síðasta aðaifundi, og 14
stjórnarfundir. Þess má geta, að nokkrir
erfiðleikar hafa komið í ljós um stjórnar-
fundahald sökum þess, hve fáir af
stjómendunum eru starfandi í landi.
Gefur það bendingu um, að við tilnefn-
ingu í stjórn framvegis verði að hafa
það í huga, að stjórnin sé að jafnaði
starfhæf, þ. e. að stjórnarfundi sé hægt
að halda nokkurnveginn reglulega, 1—2 í
mánuði.
Hallgr. Jónsson.
SKÝR5LR RlTflRfl
Tala félagsmanna 1. jan. 1935 var 172.
Á árinu hafa 2 menn dáið, þeir Bjarni
Ámundason og Samúel Guðmundsson.
f félagið hafa gengið 10 menn á árinu,
þeir Jón E. Jónsson, Ársæll Jóhannsson,
Friðgeir Grímsson, Ásgeir Magnússon,
Guðmundur Torfason, Guðmundur Mar-
íusson, Lárus Scheving, Sveinn G. A.
Kragh, Páll Ágústsson, Lárus Jóhannes-
son.
Strikaðir út 31. des. vegna skulda þeir
Jón Alexanderson og Hjörtur Kristjáns-
son.
Tala félagsmanna í árslok 178.
Gísli V. Guðlaugsson,
ritari.