Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Side 6

Skessuhorn - 21.09.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20226 Föstudaginn 9. september síð­ astliðinn komu saman til fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi full­ trúar frá Slökkviliði Borgarbyggðar, byggingafulltrúa, Lögreglustjórinn á Vesturlandi, Vinnueftirlit, Heil­ brigðiseftirlit Vesturlands og Vinnu­ staðaeftirlit Stéttarfélags Vestur­ lands. Um var að ræða umsagnar­ og eftirlitsaðila í sveitarfélaginu, en til fundarins var boðað af Slökkvi­ liði Borgarbyggðar. Fyrirmyndin að þessu samstarfi hagsmunaaðila er fengin frá Suðurlandi en þar hefur sams konar samstarf gefist vel. Í tilkynningu frá Bjarna Kr Þor­ steinssyni slökkviliðsstjóra kemur fram að fundarmenn voru sam­ mála um að fara af fullum krafti í samstarf sín á milli og eru bundnar miklar vonir við að allt eftirlit og umsagnir þeirra verði skilvirkari og með þeim hætti að ofangreindir aðilar geti betur fylgst með öllum framgangi og afgreiðslu mála. Von­ ast er til að það fjölgi í hópnum jafnt og þétt, þ.e. að dýralæknar og Matvælastofnun (MAST) bætist við en það eru aðilar sem sinna velferð og aðbúnaði húsdýra. Markmið fundarins var að koma á laggirnar gagnvirku samráði ofangreindra aðila og stofnana vegna eftirlits með byggingum og mannvirkjum þ.m.t. brunavörnum, aðbúnaði verkafólks, heilbrigðis­ stéttar og hollustuháttum og síðast en ekki síst almennum réttindum verkafólks, segir í tilkynningu frá slökkviliðinu. vaks Vígð til prests BORG: Prestsvígsla fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. Þar voru þrír prestar vígðir til embættis. Þeirra á meðal er Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígðist til Borgar­ prestakalls. Hin prestsefnin eru þær Hafdís Davíðsdóttir sem vígðist til Laufáspresta­ kalls og Helga Bragadóttir sem vígðist til Glerárpresta­ kalls. Næstkomandi sunnu­ dag verður Kveðju ­ og inn­ setningarmessa í Borgarnes­ kirkju. Þar kveður séra Þor­ björn Hlynur Árnason söfnuð sinn og séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir verður sett í starfið. Séra Þorbjörn Hlynur og séra Anna Eiríksdóttir þjóna fyrir altari, Steinunn Árnadóttir leikur á orgel og kór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng. Að lokinni athöfn verður kirkjugestum boðið til kaffisamsætis á Hótel Borgar­ nesi. -mm Leiktæki fyrir börn í hjólastól AKRANES: Á leikskólanum Akraseli er nú unnið að því að setja niður leiktæki fyrir börn sem nota hjólastóla. Verk­ takar byrja jarðvegsvinnu eftir hádegi í dag og verður töluvert rask af og til næstu vikurnar við innkeyrsluhluta leikskól­ ans á meðan vinna stendur yfir. Eingöngu verður hægt að ganga inn á lóð leikskólans við hann ofanverðan, þ.e. Hamra­ megin. Stjórnendur leik­ skólans biðjast velvirðingar á raskinu en fagna því að fá loksins þessi leiktæki. -gbþ Nýr hnappur HVALFJ.SV: Nýr hnappur er kominn á heima­ síðu Hvalfjarðarsveitar; ábendingarhnappur, þar sem íbúum, landeigendum, frí­ stundahúsaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að senda inn ábendingu til sveitarstjórnar eða sveitarfélagsins. Ábending getur varðað hvað sem er; þjónustu, úrbætur, hrós eða annað sem viðkomandi vill koma á framfæri. Sveitar­ stjórn hvetur íbúa til að skoða og eftir atvikum nýta þennan nýja möguleika. -vaks Dróni fannst í þakrennu AKRANES: Á þriðjudags­ morgun í liðinni viku var komið með dróna á lög­ reglustöðina sem hafði fund­ ist í þakrennu á þaki húss við Kirkjubraut. Dróninn er í geymslu lögreglunnar á Akra­ nesi og er þeim sem hafa týnt dróna á síðustu vikum og mánuðum bent á að kíkja við hjá lögreglu sem staðsett er á Þjóðbraut 13. -vaks Framlög vegna verslana í dreifbýli LANDIÐ: Innviðaráðu­ neytið hefur auglýst eftir umsóknum um fram­ lög sem veitt eru á grund­ velli stefnumótandi byggða­ áætlunar þar sem versl­ anir í fámennum byggðar­ lögum geta sótt um. Mark­ miðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunn­ þjónustu. Annars vegar er hægt að sækja um rekstrar­ styrk og hins vegar styrk til búnaðarkaupa. Allt að 30 milljónum kr. verður veitt vegna áranna 2022 og 2023. Umsækjendur skulu taka mið af úthlutunarreglum inn­ viðaráðherra og auglýsingu um styrkina, sjá vef ráðu­ neytisins. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudags­ ins 16. október nk. Þriggja manna valnefnd metur allar umsóknir og gerir tillögu til innviðaráðherra að úthlutun styrkja. Áætlað er að niður­ stöður ráðherra liggi fyrir í nóvember. -mm Þjónustuver við Digranesgötu 2 B O R G A R B Y G G Ð : Þjónustu ver og afgreiðsla Borgarbyggðar hefur nú verið færð frá Bjarnarbraut 8 og opnað á Digranesgötu 2 í Borgarnesi. Opnunar­ tími þjónustuversins helst óbreyttur, þar er móttaka opin alla virka daga milli kl. 10:00­15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis alla virka daga milli kl. 9:30­15. Fjöl­ skyldusvið Borgarbyggðar verður þó áfram staðsett á Bjarnarbraut 8 og fara allir viðtalstímar fram þar. -gbþ Aukið samráð milli umsagnar- og eftirlitsaðila í Borgarbyggð MT: Frá Borgarnesi. Ljósm. mm. Sameinað sveitarfélag Helgafells­ sveitar og Stykkishólmsbæjar óskaði í byrjun júlí eftir því við Örnefnanefnd að hún tæki til umsagnar tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag. Auglýst var eftir tillögum að nafni og rann út frestur til að skila inn tillögum 1. júní. Alls bárust 72 tillögur að nafni. Sveitarstjórn fór yfir til­ lögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar. Af þeim nöfnum sem örnefnanefnd fékk til umsagnar telur hún nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfé­ lagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu. Nefndin er einnig meðmælt því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Helgafell en telur ekki fara vel á því að nota eftirliðinn ­sveit. Nefndin leggst hins vegar gegn nöfnunum Stykkishólmsbær og Helgafells­ sveit, Stykkishólmur og Helgafells­ sveit, Breiðafjarðarbær og Breiða­ fjarðarbyggð. mm/ Ljósm. sá Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.