Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Síða 8

Skessuhorn - 21.09.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20228 Eigendur jarðarinnar Mýrarhúsa í Grundarfirði hafa gert marghátt­ aðar athugasemdir við deiliskipulag vegna hótels sem til stendur að reisa í landi Skerðingsstaða. Þar er gert ráð fyrir byggingu 100 herbergja hótels og fimm smá­ hýsa. Hótelið verður með útsýni að vesturhlið Kirkjufells, sem nýtur sífellt meiri vinsælda og er svæðið orðið með fjölfarnari ferða­ mannastöðum á landinu. Gera landeigendur Mýrarhúsa m.a. athugasemdir við að bygging hót­ els á nærliggjandi jörð og smá­ hýsa við það muni leiða til þess að fráveita skaði lífríki Lárvaðals, að mengun verði frá bílastæðum auk hljóð­, ljós­ og sjónmeng­ unar. Í niðurlagi athugasemda, sem Gaukur Garðarsson einn eig­ andi Mýrarhúsa sendir Grundar­ fjarðarbæ, segir: „Það er dapurlegt að sjá hvernig Grundarfjarðarbær hefur staðið að þessari vinnu við deiliskipulags­ tillöguna og aðdraganda hennar. Hvernig afgreiðsla á athugasemdum og spurningum sem sendar voru vegna kynningu á verkefnislýs­ ingu fyrir gerð deiliskipulags á reit í landi Skerðingsstaða. Mörgum spurningum var ekki svarað, þeim vísað beint á framkvæmdaraðila sem annað hvort hunsaði þær eða svaraði þeim illa. Ég persónulega vil taka það fram að frá því að ég flutti burt úr sveitarfélaginu, hef ég komið reglulega til Grundarfjarðar til að njóta bæði náttúrunnar og gæðastunda með vinum og ætt­ ingjum. Ég er stoltur af því hversu snyrtilegur og hreinn bærinn er og það er umtalað bæði í mínum vina­ hóp og á fólki sem ég hitti hvað Grundarfjarðarbær er snyrtilegur og fallegur bær og að greinilegt sé að fólk og ráðamenn sveitar­ félagsins leggi sig fram um að þar sé allt í lagi í umhverfismálum. Nú vil ég trúa því að ráðamenn og konur vilji halda áfram á þeirri braut en ekki taka séns á umhverfisslysi og gera bara eitthvað og hugsa að þetta hljóti að reddast. Við jarð­ eigendur Mýrarhúsa höfum virki­ legar áhyggjur af þessari fram­ kvæmd sem fyrirhuguð er á landi Skerðingsstaða og að hún verði með þeim hætti að hún skaði umhverfi og náttúru. Það er því okkar trú að nýkjörin bæjarstjórn sé ekki að fara að færa sig frá því að láta umhverfið og náttúru vera í forgrunni og ætla að taka áhættu í þessu máli.“ mm Ók próflaus of hratt á óskráðu bifhjóli HVALFJ.SV: Ökumaður á sextánda aldursári var síðasta miðvikudag tekinn fyrir of hraðan akstur á Innnesvegi á skellinöðru en hann mæld­ ist á 60 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á 30 km hraða. Ökumaðurinn var ekki með ökuréttindi og var ökutækið óskráð í þokka­ bót. Haft var samband við foreldra ökumannsins vegna athæfisins. -vaks Ók yfir á rauðu ljósi AKRANES: Rétt eftir mið­ nætti síðasta fimmtudag var ökumaður tekinn á rauðu ljósi móts við Kirkjubraut og Stillholts á Akranesi. Öku­ maður viðurkenndi brot sitt og þarf að greiða 50 þús­ und krónur í sekt og fær tvo punkta í ökuferilsskrána. -vaks Keyrði glæfra- lega á fjórhjóli BORGARFJ: Hringt var í Neyðarlínuna í hádeginu á laugardaginn og tilkynnt um aðila í sumarbústaða­ hverfi í Svignaskarði sem væri á óskráðu fjórhjóli sem „keyrði eins og óður maður um allt og ylli mikilli hættu og ónæði.“ Lögregla fór á staðinn og fann fjórhjólið þar sem það var við bústað. Rætt var við umráðamenn ökutækisins og þeim bent á að ekki væri leyfilegt að aka um á óskráðu fjórhjóli og hvað þá óvarlega. -vaks Þriggja bíla árekstur HVALFJ.SVEIT: Í hádeg­ inu á sunnudaginn varð þriggja bifreiða árekstur á Vesturlandsvegi við afleggjarann upp í Hvalfjörð. Bíll sem var á norðurleið ók í veg fyrir aðra bifreið og hafnaði með framenda bíls­ ins á vinstri hlið hennar og utan í aðra. Engin slys urðu á fólki en þrír voru fluttir á HVE á Akranesi til nánari skoðunar. -vaks Þegar líða fer að jólum LANDIÐ: Haustið kemur og fer og jólin nálgast óðum. Sala á hina ýmsu jólatón­ leika er hafin eða að hefjast á næstu dögum. Það er skiljan­ lega mikill jólatónleikaþorsti í Íslendingum eftir tvö ár með samkomutakmörk­ unum. Til að mynda seldist upp á fyrsta skammt jólatón­ leika Baggalúts á klukkutíma og var því bætt við nokkrum dagsetningum. Ef fólk ætlar sér á ákveðna jólatónleika í ár er því ráð að vera snemma í því og fylgjast með hvenær sala á þeim hefst. -gbþ Augnlæknir í Búðardal DALIR: Guðrún J. Guð­ mundsdóttir augnlæknir verður á heilsugæslunni í Búðardal föstudaginn 23. september. Tímapantanir eru í síma heilsugæslunnar, 432­1450 -gbþ Sumarlestur DALIR: Í sumar stóð Héraðs bókasafn Dalasýslu fyrir lestrarbingói þar sem þátttakendur voru 5­12 ára börn. Á vef Dalabyggðar segir að þetta hafi gengið vel og flestir sem skráðu sig hafi staðið við markmið sín. Þá fengu allir umbun fyrir þátttökuna og viðurkenn­ ingarskjal. Nú er stefnt að því að þetta verði árlegur sumar­ viðburður hjá bókasafninu, í þeirri von um að allir lesi meira og hafi gaman af. -gbþ Aflatölur fyrir Vesturland 10. – 16. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 19.192 kg. Mestur afli: Ísak AK: 11.499 kg í fimm löndunum. Arnarstapi: Engin löndun á tímabilinu. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 699.937 kg. Mestur afli: Viðey RE: 133.089 kg í einum róðri. Ólafsvík: 13 bátur. Heildarlöndun: 229.889 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 49.904 kg í fimm róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 409.263 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 101.171 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 21.494 kg. Mestur afli: Bára SH: 13.552 kg í fjórum löndunum. 1. Viðey RE – GRU: 133.089 kg. 13. september. 2. Tjaldur SH – RIF: 101.171 kg. 12. september. 3. Helga María RE – GRU: 97.317 kg. 11. sept­ ember. 4. Helga María RE – GRU: 89.514 kg. 15. sept­ ember. 5. Örvar SH – RIF: 87.135 kg. 13. september. -sþ Fyrirhuguð hótelbygging á Skerðingsstöðum. Teikning: Zeppelin arkitektar. Vill forðast umhverfisslys við Lárvaðal „Bæjarstjórn Akraness mótmælir harðlega þeim gjaldskrárhækk­ unum sem urðu hjá landsbyggðar­ strætó síðastliðið sumar og koma sérstaklega hart niður á reglulegum notendum strætisvagna á milli Akraness og höfuðborgarsvæðis­ ins,“ segir í bókun sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum. „Njóta þessir farþegar nú hlut­ fallslega mun lakari afsláttarkjara en farþegar á öðrum leiðum miðað við muninn á verði staks fargjalds annars vegar og mánaðar­ eða árskorts hins vegar. Við umræddar gjaldskrárbreytingar var verð á árskorti fyrir fullorðna hækkað úr kr. 140.000 í kr. 239.200, sem er með öllu óásættanleg hækkun fyrir hinn almenna strætófarþega á Akranesi.“ Þá segir í bókun bæjarstjórnar að við yfirferð á nýrri gjaldskrá hjá landsbyggðarstrætó hafi vaknað alvarlegar spurningar um jafn­ ræði íbúa óháð búsetu. „Þannig má kaupa árskort sem gildir fyrir vegalengdina milli Staðarskála og Egilsstaða (Norðurland árskort) á kr. 159.200, sem þýðir að töluvert ódýrara er fyrir fólk að komast þar yfir mun lengri vegalengd en milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Einnig er Borgarbyggð með sér úrlausn innan síns sveitarfélags þar sem lengsta vegalengdin er 22,8 km frá Borgarnesi í Varmaland en verð fyrir árskort er kr. 96.000. Bæjarstjórn beinir því til stjórn­ enda Vegagerðarinnar / lands­ byggðarstrætó að unnið verði að lausn til að tryggja ferðir milli höfuð borgarsvæðisins og nær­ sveitarfélaga þess (Akranes, Borg­ arnes, Hveragerði, Selfoss, Reykjanesbær) á sanngjörnu verði og miða þá ef til vill við hámarks fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, 60 km og undir, og bjóða upp á betri kjör á árskortum til íbúa þeirra svæða. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgar­ svæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afslátt­ arkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við far­ gjald fyrir stakar ferðir. Þá gerir bæjarstjórn alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við hlutað­ eigandi sveitarfélög áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana og óskar eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu lands­ byggðarstrætó.“ mm Bæjarstjórn mótmælir harðlega hækkun á gjaldskrá landsbyggðarstrætó

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.