Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Síða 9

Skessuhorn - 21.09.2022, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 9 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson Þriðjudagurinn 27. sept. 2022 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu „Harðmúlaðr er Skúli“: Níðið um Snorra Úlfar Bragason, prófessor emeritus flytur Úlfar mun ræða tengsl Snorra Sturlusonar og Skúla jarls Bárðarsonar og þá ætlun Snorra að koma á friði milli norskra kaupmanna og Íslendinga. Hæðst var að viðleitni Snorra og ort um hann níðvísa, sem Úlfar mun skoða út frá hugmyndum 13. aldar um karlmennsku. Aðgangur ókeypis Verið velkomin Mikill meirihluti landsmanna, eða 72%, er hlynntur því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi. Leigubremsa er það kallað þegar gefið er út viðmið hversu mikið húsaleiga má hækka yfir tiltekið tímabil. Þetta kom fram í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök leigjenda á Íslandi. Aðeins 11% sögust vera fremur eða mjög and­ víg því að tekin yrði upp leigu­ bremsa, 72 prósent frekar eða mjög hlynnt. Sama niðurstaða kom fram um leiguþak, en leiguþak er það kallað þegar gefið er út hámarksleiguverð á leiguhúsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu. 71% mjög eða frekar hlynnt því að sett yrði á leiguþak en aðeins 13% frekar eða mjög andvíg slíku. „Það er ljóst að meginþorri almennings vill verja leigjendur fyrir því óstjórnlega okri sem hér hefur geisað á leigumarkaði,“ segir Guðmundur Hrafn Arngríms­ son, formaður Samtaka leigjenda. „Og að aðeins lítill minnihluti vill það ekki. Vandi okkar er að það er þessi minnihluti sem ræður stefnu stjórnvalda. Það er vandi leigjenda og vandi okkar samfélags.“ Meirihluti er fyrir bæði leigu­ bremsu og leiguþaki í öllum tekju­ hópum, aldurshópum, kynjum og landshlutum. Það er sama hvaða menntun fólk hefur, hvaða flokka það kýs eða hver staða þess er á leigumarkaði. Alls staðar seg­ ist meirihlutinn vilja bæði leigu­ bremsu og leiguþak. mm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis­, orku­ og loftslagsráð­ herra, veitti á föstudaginn Ómari Ragnarssyni Náttúruverndarviður­ kenningu Sigríðar í Brattholti. Er þetta í þrettánda sinn sem þessi viðurkenning er afhent. Verðlaunin eru ætíð afhent á Degi náttúrunnar sem ákveðið var á sínum tíma að hafa á afmælisdegi Ómars honum til heiðurs. Ómar Ragnarsson er landsmönnum að góðu kunnur. Hann var í störfum sínum í fjöl­ miðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum lands­ ins og hóf í kjölfarið baráttu sína fyrir náttúruvernd. Í máli Guð­ laugs Þórs við athöfnina á föstu­ daginn kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á mál­ efnum og að hann hafi fært þjóð­ inni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og öðru fréttaefni. Þannig hafi Ómar t.d. myndað Holuhraun áður en þar gaus og komið að Grímsvatna­ gosinu áður en nokkur annar hafi komið þar að. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síð­ ari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki, rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár ekið um á rafmagns­ bílum. Hann sagði einmitt í við­ tali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagns­ bílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla manns­ ins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðar­ son umhverfis­, orku­ og loftslags­ ráðherra í rökstuðningi sínum með verðlaununum og bætti við: „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eld­ huga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég, eins og margir Íslendingar, erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það er Ómar Ragnars­ son. Það verður aldrei hægt að mæla hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast nátt­ úru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. mm Ómar hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti Guðlaugur Þór afhendir Ómari náttúruviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og blóm. Ljósm. Stjórnarráðið. Mikill meirihluti vill leigubremsu og leiguþak Íbúðarhúsnæði í byggingu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.