Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202214 Samkvæmt tillögum svokallaðs spretthóps, sem Svandís Svavars­ dóttir matvælaráðherra setti á lagg­ irnar vegna alvarlegrar stöðu land­ búnaðar, voru fyrstu greiðslur greiddar út í síðustu viku. Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjár­ rækt ásamt álagi á framlög til geit­ fjárræktar, samtals 895 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að gripa­ greiðslur í nautgriparækt verði greiddar í þessari viku en þær nema alls 235 milljónum. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamn­ ingum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína­, alifugla­ og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna. Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar sam­ kvæmt eftirfarandi tímaáætlun: September 2022 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september 12% álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir Október 2022 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir 65% álag vegna útiræktaðs græn­ metis – 34 milljónir Nóvember 2022 75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna fram­ leiðslu júlí­september – 41 milljón Febrúar 2023 25% álag á beingreiðslur c í garð­ yrkju – 101 milljón 75% álag á nautakjötsfram­ leiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október­desember – 41 milljón Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringar­ greiðslunnar. Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína­, alifugla­ og eggjafram­ leiðendum. Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023. mm Dagur íslenskrar náttúru var síð­ astliðinn föstudag, 16. september. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að heiðra Ómar Ragnarsson með því að velja dag náttúrunnar daginn sem Ómar kom í þennan heim. Fugla­ vernd hefur staðið fyrir kosningu á Fugli ársins 2022 undanfarnar vikur og mánuði. Nú er niðurstaðan um sigurvegarann komin, en fugl ársins er maríuerla. Fugl ársins er fimur og fínlegur spörfugl. Maríuerlan er hvít með svarta húfu og gráleitt sjal. Stélið er langt og svart og tifar gjarnan upp og niður. Maríuerla er far­ fugl sem hefur vetursetu í Afríku. Hún flýgur til Íslands að vori og heldur til m.a. á ræktarlandi og við mannabústaði þar sem hún verpir m.a. í útihúsum og varpkössum, mennskum nágrönnum sínum oft­ ast til mikillar ánægju. Þá sést hún trítla og flögra eftir flugum og fiðr­ ildum sem hún grípur á lofti eða tínir upp af jörðinni. Hún á 5­6 egg í einu í hreiðurkörfu sem hún gerir úr stráum og verpir einu sinni til tvisvar á sumri. Kynslóðalengd maríuerlu er 4,2 ár. mm/ Ljósm. GÓ Lög um farsæld barna voru kynnt fyrir fullu húsi á málþingi í félags­ heimilinu Klifi í Ólafsvík á mánu­ daginn. Þar héldu Félags­ og skóla­ þjónusta Snæfellinga og grunn­ og leikskólar á Snæfellsnesi sitt fjórða „skólamálaþing” um málefni líð­ andi stundar. Að þessu sinni var aðalefni þingsins farsæld barna, nánar tiltekið efni samnefndra laga sem nú er víða verið að innleiða hjá sveitarfélögum. Kynningar á inntaki og inn­ leiðingu lagaákvæða fluttu þau Halldóra Gunnarsdóttir, sér­ fræðingur hjá Mennta­ og barna­ málaráðuneytinu og Páll Ólafs­ son, framkvæmdastjóri farsældar­ sviðs Barna­ og fjölskyldustofu. Þá héldu fulltrúar frá Akraneskaupstað og Árborg kynningu og lýstu inn­ leiðingarferlinu sem þegar er hafið í þeim sveitarfélögum og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Málþingið var vel sótt en auk starfsfólks Félags­ og skólaþjón­ ustu Snæfellinga og grunn­ og leik­ skólanna á Snæfellsnesi sátu þingið fulltrúar úr sveitarstjórn. Þá voru einnig fulltrúar frá heilsugæsl­ unni, lögreglunni og Fjölbrauta­ skóla Snæfellinga sem og aðilar sem starfa við íþrótta­ og félags­ starf barna. Með málþinginu var stigið fyrsta skrefið í undirbúningi að inn­ leiðingu og framkvæmd farsældar­ laganna hjá sveitarfélögunum á Snæfellsnesi. af Síðastliðinn föstudag var byrjað að steypa brúargólfið á brúnni yfir Þorskafjörð í Reykhólasveit. Það er steypt í einu lagi og var tekinn fyrir helmingur brúarinnar, 130 metrar, í þessum áfanga. Stefnt er að síðari áfanginn verður steyptur eftir tvo mánuði ef tíðarfar verður hagstætt. Í þennan hluta fóru um 1.300 rúmmetrar af steypu. Steypu­ stöð frá Steypustöðinni hefur verið komið fyrir við Bjarkalund til að lágmarka akstur steypubílanna. Áður var búið að steypa sjö stöpla. Það er byggingafyrirtækið Suður­ verk sem er aðalverktaki við brúar­ gerðina en undirverktakar eru Eykt og Steypustöðin. Um sextíu manns vinna nú við brúarsmíðina. Mikinn undirbúning þarf fyrir þetta stóra steypu og ekkert sem má fara úrskeiðis. Því voru vara­ tæki af öllu tagi til taks; steypu­ bíll, steypudæla, hjólaskófla til að moka í steypustöðina og varaleiðir til vatnsöflunar. Fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps að allt hafi gengið vel og án mikilla áfalla þessar liðlega 30 klukkustundir sem steypuvinnan tók. mm/ Ljósm. Guðlaugur Albertsson Samfelld þrjátíu tíma steypa yfir Þorskafjörð Brúin yfir Þorskafjörð verður 260 metrar að lengd. Steypt á fullu. Steypustöðin setti upp steypustöð við Bjarkalund til að lágmarka akstur og hraða verkinu. Fyrstu greiðslur spretthóps greiddar út Heyskapur í sumar að Hesti í Andakíl. Ljósm. mm. Rætt um farsæld fyrir fullu húsi í Klifi Farsældarlögin kynnt fyrir fullu húsi í Klifi í Ólafsvík. Ljósm. af Maríuerla er fugl ársins 2022

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.