Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Page 25

Skessuhorn - 21.09.2022, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 25 Listamaðurinn Björn Lúðvíksson, eða Bjössi Lú eins og hann kýs að kalla sig, vakti mikla athygli fyrir rúmum fimm árum þegar hann málaði Bowie vegginn við Kirkju­ braut á Akranesi. Nýjasta verkefni hans verður að finna á vegg við Gamla Kaupfélagið en þar byrjaði hann í síðustu viku að mála vegg sem inniheldur að einhverju leyti tónlistarsögu Akraness. Tilefnið er 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar en eins og margir hafa tekið eftir hafa nokkrir listamenn gert vegg­ listaverk undanfarið víða á Akra­ nesi og hefur framtakið vakið mikla athygli. Bjössi Lú var á fullu við að mála vegginn sinn síðasta sunnu­ dag þegar blaðamaður Skessu­ horns kom við og settist niður með honum í smástund. Hefur selt eitt og eitt málverk Bjössi segir að sem krakki hafi hann verið að mála og teikna og hafi síðan þá alltaf annað slagið verið að mála og gera myndir og sé sjálflærður í faginu. „Þetta hefur allt komið með reynslunni, maður hefur kannski ekki gert allt of mikið af þessu og jafnvel viljað gera meira. Maður hætti þessu á tímabili en ég hef í gegnum tíðina verið að gera olíu­ málverk heima. Ég fór á námskeið hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts fyrir löngu síðan og hef selt eitt og eitt málverk en hef aldrei verið mikið að auglýsa. Ég hafði ekk­ ert stundað veggjamálun fyrr en eftir að David Bowie lést en þá var farið að gera svona Bowie veggi út um allan heim. Mér fannst til­ valið að gera einn svoleiðis á Akra­ nesi sem ég fékk leyfi fyrir hjá Halla Búgí á Grjótinu. Bowie veggurinn hefur vakið mikla athygli síðustu ár og margir útlendingar sem keyra niður götuna verða alveg dolfallnir þegar þeir sjá hann.“ Einfaldaði verkið Hvaðan er hugmyndin komin að nýja vegglistaverkinu? „Fyrsta hug­ myndin að þessum vegg var að hafa bara nöfn og engar myndir en svo fór það smám saman að breytast. Nú eru þetta nánast allt myndir og nöfn hljómsveita, það þróað­ ist bara þannig. Þetta tengist allt tónlistarsögu Akraness og ég ætl­ aði að hafa fleiri tónlistarmenn í verkinu en síðan einfaldaði ég þetta. Við tókum þá ákvörðun að hafa þetta meira svona popp­ eða rokktengingu í þessu, ekki kóra, sönghópa eða þjóðlagasveitir.“ Tónlistarmennirnir sem prýða vegginn eru til að mynda Margrét Rán úr hljómsveitinni Vök, Davíð Þór Jónsson, Anna Halldórsdóttir, hljómsveitin Worm Is Green, Þor­ steinn Magnússon úr Eik, Karl Sig­ hvatsson, Orri Harðarson, Val­ gerður Jónsdóttir, Geir Harðarson, Ragnar Sigurjónsson trommari úr Skuggum og Brimkló, Hallbjörg Bjarnadóttir, Andrea Jónsdóttir og Eðvarð Lárusson. Mála þetta saman Hvernig vinnur þú þetta? Ég og Halldór Randver Lárusson sam­ starfsfélagi minn vinnum þetta allt saman. Við finnum myndir af lista­ mönnunum og síðan útfærir Hall­ dór þetta en hann er grafískur hönnuður. Þá getum við málað þannig að þetta komi vel út eins og Bowie veggurinn sem hefði aldrei orðið svona flottur nema með hans hjálp. Ég kem með hugmynd­ irnar, hann útfærir þær þar til við erum báðir sáttir og síðan málum við þetta saman.“ Bjössi Lú segir að verkinu eigi að vera lokið fyrir byrjun Vökudaga sem hefjast í lok október. „Maður er að vinna á tólf tíma vöktum í Norðuráli og svo er ég að fara til Bandaríkjanna í tíu daga í október þannig að maður veit ekki alveg hvað verður en þetta ætti alveg að nást.“ segir hann að lokum. vaks Húlladúllan og B o r g a r b y g g ð bjóða upp á heilsueflandi fjöl­ s k y l d u s i r k u s ­ helgi 24. til 25. september næst­ komandi. Þátt­ takendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistar­ innar og spreyta sig á hinum ýmsu sirkus­ listum og sirkusáhöldum, hópefli og skemmtilegum leikjum. Kennt verður í Íþróttahúsinu Kleppjárns­ reykjum frá klukkan 10 til 16 með klukkutíma hádegishléi, hvorn dag. Þátttökugjald er 2000 krónur. Fram kemur á heimasíðu Borgar­ byggðar að þátttakendum sé frjálst að stíga inn og út úr dagskránni eftir því hvað orka og úthald hvers og eins leyfir. Dagskráin er sérstak­ lega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti tekið þátt, bæði litlir og stórir, yngri og eldri. Ætlast er til þess að börn yngri en tíu ára verði í fylgd með eldri f jölskyldumeð­ limi eða vinum. Í boði verða f j ö l b r e y t t a r sirkus listir, t.d. húlla, loftfim­ leikar í silki, b l ó m a p r i k , sirkusfimleikar og píramídar, djöggl, jafnvægisfjaðrir, kínverskir snúningsdiskar, kasthringir, velti­ bretti og fimleikaborðar. Húlladúllan er Unnur María Máney, sjálfstætt starfandi sirkus­ listakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu. vaks Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 1999 og er tekin á þorrablóti í Grundarfirði. Þar voru þeir Kristján Magni Oddsson, Kristján Ragnarsson og Sigurjón Jónsson með skemmtiatriði og virðast skemmta sér þónokkuð vel eins og vafalaust gestir blótsins einnig. Bjössi Lú byrjaður á sínu vegglistaverki Vinnufélagarnir Halldór Randver og Bjössi Lú. Ljósm. vaks Fjölskyldusirkushelgi á Kleppjárnsreykjum Bjössi Lú að munda pensilinn. Svona leit verkið út á mánudaginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.