Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 26

Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202226 „Sunnan af Frakklandi“ – Mál­ þing um konungasögur til heiðurs François­Xavier Dillmann, í tilefni af útkomu franskrar þýðingar hans á Ólafs sögu helga, verður haldið í Snorrastofu í Reykholti föstu­ daginn 23. september kl. 14. Þýðing Dillmanns á Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson er annað bindið í heildarþýðingu hans á Heimskringlu. Henni fylgja ítar­ legar fræðilegar skýringar sem eru jafnframt sjálfstætt framlag til rannsókna á verkinu. Bókin kom út hjá forlaginu Gallimard í París fyrr á þessu ári. Erindi á málþinginu flytja Alessia Bauer, Ármann Jakobsson, Gunnar Harðarson, Jan Alexander van Nahl, Margaret Cormack og Óskar Guð­ mundsson. François­Xavier Dill­ mann, mun einnig taka þátt í mál­ þinginu, en hann er gistifræðimaður í Reykholt um þessar mundir. Boðið verður upp á kaffi milli erinda og léttar veitingar að þingi loknu. Allir eru hjartanlega velkomnir! -fréttatilkynning Þriðjudaginn 27. september kl. 20 flytur Úlfar Bragason, prófessor emeritus, fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti, sem ber yfirskrift­ ina; „Harðmúlaðr er Skúli: Níðið um Snorra“. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson,“ er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Snorri Sturluson var í Noregi á árunum 1218–1220 eftir því sem Íslendinga saga Sturlu Þórðar­ sonar segir. Þar varð hann hirð­ maður Skúla jarls Bárðarsonar, sem fór þá með landsstjórnina og Hákonar Hákonarsonar konungs. Flutti hann jarlinum tvö lofkvæði og fékk skip og fimmtán aðrar stór­ gjafir að launum. Snorri tók að sér að koma á friði milli norskra kaup­ manna og Íslendinga en kaupmenn höfðu drepið Orm Jónsson, fóstur­ bróður Snorra, og Jón son hans í Vestmannaeyjum. Björn Þorvalds­ son, tengdasonur Orms, var ekki ánægður þegar hann frétti af lof­ orði Snorra um milligönguna enda vildi hann fá rétt sinn gagnvart kaupmönnum og taldi að Snorri mundi standa í veginum. Hæddust hann og stuðningsmenn hans að Snorra og fengu mann til að snúa út úr stefinu í öðru lofkvæði Snorra. Útúrsnúningurinn lét í veðri vaka að samband Snorra og jarlsins hefði verið of náið, jafnvel kynferðislegt, og dró auk þess dár að kvæðinu og taldi skáldfíflahlut. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessa níðvísu út frá hugmyndum 13. aldar um karl­ mennsku. Úlfar Bragason hóf störf árið 1988 á Stofnun Sigurðar Nordals, sem var ein þeirra fimm stofnana sem urðu að sameinaðri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2006. Úlfar gegndi starfi forstöðumanns stofnunar­ innar 1988–2006 en við sam­ eininguna varð hann stofustjóri alþjóðasviðs nýrrar Árnastofnunar. Ásamt því að byggja upp Stofnun Sigurðar Nordals hefur hann sinnt fjölda trúnaðarstarfa og stundað rannsóknir. Þá sat hann í stjórn Snorrastofu frá upphafi til 2014. Fyrirlesturinn er styrktur af Upp­ byggingarsjóði Vesturlands. -fréttatilkynning Út er komin skýrsla með niður­ stöðum rannsókna á lífríki Anda­ kílsár frá því að aurflóð fór niður farveg árinnar í maí 2017. Aurflóðið varð þegar vatni úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar var hleypt niður um botnlokur virkjunarinnar. Við það varð rof á botnseti lóns­ ins og gríðarlegt magn af aur barst niður á fiskgenga hluta Andakílsár með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki árinnar. Orka náttúrunnar fól Hafrannsóknastofnun að gera rann­ sókn á áhrifum atburðarins á lífríki árinnar. Á árunum 2017 til 2020 var því fylgst með lífríki árinnar reglu­ bundið og var áhersla lögð á rann­ sóknir á magni blaðgrænu, fjöl­ breytni og þéttleika botnlægra hryggleysingja, og þéttleika og aldurssamsetningu fiskseiða. Mælingar voru gerðar á efna­ samsetningu vatnsins auk þess sem gerðar voru mælingar á þykkt nýja botnsetsins sem þakti farveg árinnar og fylgst með þróun þess um tíma. Athuganir sem gerðar voru fljótlega eftir aurflóðið sýndu að búsvæði vatnalífvera höfðu rask­ ast mjög mikið. Mjög víða var gamli árbotninn hulinn með 20–60 cm þykku setlagi sem samanstóð af leir, sandi og smágrjóti. Fljót­ lega eftir aurflóðið, skolaðist fín­ asta efnið ofan af grófara efni sem borist hafði með aurflóðinu. „Magn blaðgrænu var lágt fyrst eftir atburðinn en jókst smám saman á rannsóknartímabilinu og er það sérstaklega greinilegt þegar haustsýni voru borin saman frá ári til árs. Einnig mátti sjá aukningu á fjölbreytni botnlægra hryggleys­ ingja yfir tímabilið. Um tveimur mánuðum eftir aurflóðið fundust 22 tegundir/hópar hryggleysingja en árið 2020 var fjöldinn orðinn 34. Þéttleiki hryggleysingjanna hafði einnig aukist mikið á tímabilinu en vísbendingar eru um að þéttleikinn hafi ekki náð því ástandi sem ríkti fyrir aurflóðið. Rannsókn sem gerð var á fiskum yfir sama tímabil sýndi að aurflóðið olli miklum skaða á fiskstofnum í Andakílsá. Sumarið 2017 veiddist lítið sem ekkert af seiðum og árið eftir kom í ljós að klakárgangur frá árinu 2017 hafði alveg misfarist í aurflóðinu. Á árunum 2019 og 2020 veiddist mikið af seiðum (0+ og 1+) og þá var þéttleiki laxaseiða í Andakílsá svipaður og mældist sumarið 2010. Niðurstöður rann­ sóknarinnar sýna að framvinda líf­ ríkis í Andakílsá hefur verið nokkuð hröð eftir að aurflóðið féll árið 2017, sérstaklega hvað varðar blað­ grænu og hryggleysingja, en einnig hefur fiskstofn árinnar verið að rétta úr kútnum og árið 2020 virð­ ist seiðastofninn hafa náð svipaðri stærð og mældist árið 2010,“ segir í samantekt Hafró. mm Skýrsla um framvindu lífríkis í Andakílsá Pennagrein Fáar þjóðir búa við betri hag en Íslendingar. Þjóðartekjur á hvern íbúa er með þeim hæstu í heimi og við mælumst gjarnan ofarlega í metingum um hvað eina sem prýðir þjóðir og lætur þær virðast standa öðrum framar. Horaðir for­ feður okkar sem áttu fæstir meira en sjókistu eða prjónastokk þegar þeir hurfu undir kistulok eða í vota gröf hefðu glaðst ef þeir hefðu haft vissu um að afkomendur þeirra yrðu meðal feitustu þjóða heims og myndu eiga gnótt fjár. Er enda um fátt meira talað á jákvæðum nótum en mathallir og annað er að mat snýr nema þegar talið berst að hag­ vexti og framþróun. Vextir Það kemur því nokkuð á óvart að þjóðin skuli skuldum vafin. Það lætur nærri að hver einasti íbúi í Hafnarfirði og Kópavogi greiði milljón krónur í vexti á ári fyrir hönd ríkissjóðs, þó vissulega dreifist þetta á landsmenn alla eftir fyrirfram settum reglum. 66.000.000.000 krónur í vaxtagreiðslur á ári koma í hlut ríkissjóðs. Það er allhá tala. Samt miðar boðuðum stór fram kvæmdum svo hægt fram að þeir sem heyrðu af þeim sem börn eru orðin rígfull­ orðið fólk en framkvæmdirnar samt enn í fullum gangi. Og margar bíða en sumar hafa verið kosningalof­ orð nær allra stjórnmálaflokka svo lengi að þjóðin er byrjuð að átta sig á að ekki er um raunverulegar fram­ kvæmdir að ræða heldur einhvers konar sýndarheim. Græn skref Fólk og fyrirtæki eru trú þessu ati í kringum lán og peninga, fólk hendir utan af sér klæðum, úr húsum sínum innanstokksmunum og heimilistækjum þó oftast sé byrjað á eldhúsinnréttingunni. Bílar, makar, bátar, skip... öllu er fleygt og nýtt keypt jafn harðan og hægt er að slá lán. Sem er mikið lán. Fólk erlendis öfundar okkur af öllu þessu ríkidæmi. Og það skemmti­ lega við þetta allt saman er að við erum alltaf að græða – ALLTAF. Einu sinni vildum við að hér risi Sviss norðursins, þá vorum við framarlega – við vorum í fremstu röð eins og það heitir – í rekstri banka. Vorum við þetta út um allan heim. Síðan urðum við frábitin þeim áformum. Nú erum við senn orðin kennslu­ stofa í umhverfisvernd og græn skref orðin svo mörg að fáir hafa tölu á, nota snjallúr til að telja þau um leið og sjálfan hjartsláttinn. Hvernig ætlum við að verða græn? Við ætlum að flytja inn enn meira dót, nýtt dót sem gengur fyrir raf­ magni. Og vélar til að búa til meira grænt rafmagn, orkuskipti heitir það. Við erum nú ekki svo græn eftir allt saman. Finnbogi Rögnvaldsson Ríkidæmið Þörungaþekja á botni Andakílslár á mismunandi tímum á rannsóknartímabilinu. Ljósm. Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir. Þykkt lag af límkenndum leir var hvarvetna í botni árinnar eftir aurflóðið vorið 2017. Ljósm. úr safni/mm. Franskri þýðingu á Ólafs sögu helga fagnað François-Xavier Dillmann er gistifræðimaður í Reykholti um þessar mundir. Níðið um Snorra á fyrirlestri í Snorrastofu Úlfar Bragason, prófessor emeritus.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.