Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Side 30

Skessuhorn - 21.09.2022, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202230 Spurning vikunnar Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik­ unnar að þessu sinni er glímukapp­ inn Benóní Meldal frá Búðardal. Nafn: Benóní Meldal Kristjánsson Fjölskylduhagir? Ég á móður og föður, tvo bræður og tvær systur. Ég á líka tólf ketti og hund. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst mjög gaman að spila á trommur. Bardagaíþróttir eru nettar, þess vegna eru þær áhuga­ mál mitt. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Venju­ legur dagur hjá mér er að fara í skólann og skemmta mér alveg sjúklega mikið því það er gaman í skólanum. Svo myndi það vera að æfa mig á trommur, fara í playsta­ tion, ný kominn með númer 5 og eftir það fara í ræktina, borða og sofa. Engin heimavinna því ég er duglegur drengur. Skil ekki hvað þetta hefur að gera við Munda. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég er ekki með neina galla en kostir mínir eru óteljandi eins og hvað ég er fyndinn, sætur og sjúkasti gæi á Íslandi. Hversu oft æfir þú í viku? Mánudagur er blak, þriðju­ dagur er skátar og glíma (besta íþróttin), miðvikudagur eru fim­ leikar, fimmtudagur, föstudagur og helgar er ekkert. Ég fer alltaf í ræktina á dögunum sem er ekkert annað í gangi. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Ronaldo, siu! Og pabbi minn. Af hverju valdir þú glímu? Því hún er bardagaíþrótt. Það er mjög gaman að fella fólk og ég er að æfa með skemmtilegu fólki. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ég og fólkið í Sjálf­ stæðisflokknum, algjörir grínistar! Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegasta er stemningin í íþróttinni, leiðinlegast er að tapa. Finnst mjög gaman að spila á trommur Íþróttamaður vikunnar Hvernig eru heimtur? Spurt í Fellsendarétt í Dölum Erna Hjaltadóttir ,,Ég get ekkert sagt um það en það smalaðist illa.“ Vésteinn Örn Finnbogason ,,Allt í lagi en ekki góðar.“ Helgi Fannar Þorbjörnsson ,,Ekki mjög góðar. Það smalað­ ist ekki nógu vel því það var svo mikil þoka og margt fé varð því eftir í þokunni.“ Christine Sarah Arndt ,,Það er ekki alveg komið í ljós. Þetta eru fyrstu réttirnar hjá okkur en þetta virðist vera ágætishópur.“ Gunnhildur Pétursdóttir ,,Við fengum enga kind hér en við erum búin að heimta vel heima.“ Alexandrea Rán varði titilinn Borganesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti á Norður­ landamóti unglinga í bekkpressu sem haldið var í Svíþjóð um liðna helgi. Þar gerði hún sér lítið fyrir og varði Norðurlandameistaratitil­ inn frá síðasta ári og er því meistari í bekkpressu annað árið í röð. Alex­ andrea keppti í 63 kg flokki og lyfti 100 kílóum. sþ Kári og Víðir áttust við á föstu­ daginn í síðustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á þessu tímabili og fór leikurinn fram í Akraneshöll­ inni. Káramenn komu ákveðnir til leiks og komust strax yfir á níundu mínútu með marki Kolbeins Tuma Sveinssonar. Eftir rúman hálf­ tíma leik var Kolbeinn Tumi aftur á ferðinni með sitt annað mark og Andri Júlíusson kom síðan heima­ mönnum í góða stöðu með marki rétt fyrir leikhlé, staðan 3­0 fyrir Kára. Í seinni hálfleik gerðist lítið markvert og nánast ekkert um færi hjá hvorugu liðinu. Fyrirliðinn Andri Júlíusson fékk síðan heiðurs­ skiptingu á 77. mínútu sem var lík­ lega vísun í treyjunúmerið hans sem er 7. Andri gaf það út í vikunni að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum eftir sex tímabil með Kára og fékk hann gott lófaklapp frá áhorfendum. Andri spilaði alls 107 deildarleiki með Kára og skoraði í þeim 61 mark. Fylkir Jóhannsson átti svo síðasta orðið tíu mínútum fyrir leikslok þegar þrumuskot hans af 25 metra færi hafnaði í stönginni og inn, glæsilega gert hjá þessum efnilega leikmanni. Skömmu síðar fékk leikmaður Víðis, Einar Örn Andrésson, beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á leikmanni Kára en lokatölur stórsigur heimamanna, 4­0. Kári lauk tímabilinu í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig, vann tíu leiki, gerði fjögur jafntefli, tap­ aði átta leikjum og markatalan var 38:34. Markahæstir voru þeir Andri Júlíusson sem var með 13 mörk, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson og Fylkir Jóhannsson með 5 mörk og Kolbeinn Tumi Sveinsson var með 4 mörk. Þeir sem stýrðu liðinu í sumar voru þeir Ásmundur Haraldsson, Teitur Pétursson og Wout Droste. vaks Kári lauk tímabilinu á góðum nótum Bjarki komst áfram á Evrópumótaröðinni Borgnesingurinn Bjarki Péturs­ son var sá eini af fimm íslenskum kylfingum sem tóku þátt í úrtökumótum fyrir DP Evrópumótaröðina í síðustu viku sem komst áfram á 2. stigið. Bjarki lék vel á mótinu sem fram fór í Austurríki og lék alls 72 holur á sjö höggum undir pari. Hann tryggði sér þátttökurétt á næsta móti sem fram fer á Spáni í næsta mánuði. Bjarki segir í viðtali við kylfing.is að þetta hafi verið mjög fínt. „Sláttur­ inn var mjög góður en púttin ekki að detta í mótinu. En virkilega jákvætt að vera kominn í gegnum þetta stig og núna hefst undirbúningur fyrir annað og þriðja stigið.“ Bjarki heldur nú til Spánar til æfinga og undirbúnings fyrir næsta úrtökumót á 2. stigi. vaks Gunnlaugur Árni var kylfusveinn hjá Bjarka sem er hér ásamt syni sínum. Ljósm. kylfingur.is Kolbeinn Tumi, Andri og Fylkir voru ánægðir í leikslok. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.