Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Page 31

Skessuhorn - 21.09.2022, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 31 Völsungur og ÍA mættust á sunnu­ dag í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Húsavík. Fyrir leik átti Völsungur enn von um að komast upp í Lengjudeildina með sigri í leiknum en Skaga­ konur voru meira að spila upp á stoltið. Aðstoðarþjálfarinn Aldís Ylfa Heimisdóttir var við stjórn­ völinn hjá ÍA í leiknum þar sem Magnea Guðlaugsdóttir var fjarri góðu gamni vegna leikbanns. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Það var síðan Unnur Ýr Haralds­ dóttir sem kom ÍA yfir á 73. mín­ útu með sínu tíunda marki í sumar og fjórum mínútum fyrir leiks­ lok skoraði Samira Suleman annað mark Skagakvenna. Góður sigur ÍA norðan heiða og þar með slökktu þær allar vonir Völsungs um að komast upp. Nú er ljóst að Fram og Grótta hafa tryggt sér sæti í Lengju­ deildinni á næsta tímabili á kostnað Hauka og Fjölnis sem eru fallin úr Lengjudeildinni. Ein umferð er eftir af úrslitakeppn­ inni og fer hún fram næsta laugardag. Þar mætir ÍA liði KH á Akranesvelli og hefjast leikar klukkan 15. vaks Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur hafa getið sér gott orð­ spor á sviði fótbolta á Íslandi en þær hafa m.a. báðar spilað með íslenska kvennalandsliðinu. Ásamt Einari Erni sjúkraþjálfara lögðu þær leið sína til Borgarness í liðinni viku og héldu þar opinn fyrirlestur í grunn­ skólanum sem bar yfirskriftina 360° íþróttamaður. Fyrir lesturinn var á vegum fyrirtækis sem þær systur stofnuðu nýverið, Heil heilsum­ iðstöð. Bera þær þar út boðskap um hvernig hægt sé að takast á við áskoranir, efla andlegan styrk, meiðslaforvarnir, endurhæfingu og næringu. Margrét Lára er sál­ fræðingur og íþróttafræðingur að mennt en Elísa er menntaður nær­ ingarfræðingur og gaf á síðasta ári út bókina Næringin skapar meist­ arann. Komu þær m.a. inn á mikil­ vægi svefngæða, ofneyslu Íslendinga á koffíndrykkjum og mikilvægi vel samsettra máltíða. Sögðu þær jafn­ vægi í næringu og hreyfingu til lengri tíma almennt reynast fólki betur en öfgar. Fyrirlesturinn var vel sóttur af öllum aldurshópum. sþ ÍA og Leiknir Reykjavík mættust í miklum fallbaráttuslag á laugar­ daginn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og fór leik­ urinn fram í bongóblíðu á Akra­ nesvelli. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum, Leiknismenn voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Það dró svo til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks þegar Gísli Lax­ dal Unnarsson fékk boltann fyrir utan teig Leiknismanna og tók þar tvö tékk áður en hann sendi bolt­ ann inn í teiginn. Þar barst hann til Hauks Andra Haraldssonar sem átti laust skot að marki og fór boltinn af varnarmanni Leiknis beint fyrir fætur Eyþórs Arons Wöhler sem kom boltanum framhjá markmanni Leiknis og í netið. Sjötta mark Eyþórs Arons í deildinni í sumar og staðan í hálfleik 1­0 fyrir ÍA. Í byrjun síðari hálfleiks færðu Skagamenn sig aftar á völlinn þó nóg væri eftir af leiknum og þeir fengu það fljótlega í bakið. Leiknis­ menn fengu þá aukaspyrnu á vinstri kanti, tóku hana stutt og fyrirgjöf Kristófers Konráðssonar rúllaði framhjá tveimur varnarmönnum ÍA og síðan af Tobias Staagard í eigið mark, staðan 1­1. Leiknismenn voru mun sprækari eftir jöfnunar­ markið og áttu skot í slá Skaga­ manna skömmu síðar en síðan róaðist leikurinn og var í miklu jafnvægi. En undir lok leiksins fór hann aftur á flug og Steinar Þor­ steinsson fékk dauðafæri fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir leikslok en skaut yfir. Tveimur mínútum síðar fengu gestirnir hornspyrnu þar sem boltinn fór yfir varnarmenn ÍA, í Viktor Jónsson og þaðan í netið, afar svekkjandi fyrir heimamenn. Steinar fékk síðan annað tækifæri í uppbótartíma en varnarmaður Leiknis náði að henda sér fyrir skot hans og Leiknismenn fögnuðu mikilvægum sigri, lokatölur 1­2 fyrir Leikni á Skipaskaga. Staðan fyrir úrslitakeppni sex neðstu liðanna er sú að Keflavík er með 28 stig, Fram með 25 stig, ÍBV og Leiknir R. eru með 20 stig, FH með 19 stig og ÍA með aðeins 15 stig. Það er ljóst að baráttan um það að forðast fall verður á milli fjögurra neðstu liðanna. Skagamenn mega ekki tapa mörgum stigum í þessum fimm leikjum sem framundan eru í október til að sleppa við það að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Nú tekur við landsleikjahlé og síðan úrslitaleikurinn í Mjólkur­ bikar karla áður en úrslitakeppnin hefst fyrstu vikuna í október og lýkur henni í lok október ef Guð og veðurguðirnir lofa. Í þessum fimm leikjum munu Skagamenn spila tvo leiki á heimavelli og þrjá leiki á útivelli sökum þess að þeir enduðu í einu af þremur neðstu sætunum í Bestu deildinni. Fyrsti leikur liðsins verður sunnudaginn 2. október á útivelli gegn Keflavík og hefst klukkan 15. Í viðtali eftir leikinn sagði Jón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna að þeir þyrftu að brýna stálið og mæta af krafti til leiks í úrslitakeppnina. „Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá okkur eins og við gerðum í dag, það er alveg ljóst.“ vaks Víkingur Ólafsvík tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á laugar­ daginn í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu og unnu heimamenn þægilegan sigur, 3­0. Mitchell Reece kom Víkingi yfir eftir tæp­ lega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkar son bætti við öðru marki fyrir heimamenn eftir klukku­ tíma leik og fjórum mínútum síðar komst Björn Axel Guðjóns­ son einnig á blað fyrir Víking. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum, öruggur sigur heimamanna stað­ reynd og gott vegarnesti inn í næsta tímabil. Víkingur endaði í sjöunda sæti deildarinnar í sumar með 28 stig, vann sjö leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði átta leikjum með marka­ töluna 43:41. Markahæsti leik­ maður liðsins var Andri Þór Sól­ bergsson með tíu mörk, Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði átta og Luis Romero Jorge sex mörk. Þjálf­ ari Víkings var Guðjón Þórðarson og aðstoðarþjálfari Brynjar Krist­ mundsson. vaks Víkingur Ó vann Hauka í síðasta leik tímabilsins Bjartur Bjarmi í baráttu við leikmann Hauka í leiknum. Ljósm. af Skagakonur með góðan sigur á Völsungi Unnur Ýr skoraði fyrsta mark ÍA á móti Völsungi. Ljósm. sas Skagamenn skoruðu öll mörkin á móti Leikni Úr leik Skagamanna og Leiknis á laugardaginn. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Fótboltasystur héldu fyrirlestur í Borgarnesi Margrét Lára og Elísa ásamt aðdáendum sem fengu myndir með fóltboltastjörnunum. Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og fótboltakona, gaf áhugasömum næringartengd ráð.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.