Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 11

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 11
látin á fyrstu 7 dögum eftir f«eðingu ( perinatal mortality ). Reyndist Island því vera eina landið, sem tókst að afla slíkra upplýsinga á fæðingatilkynningum, og þótti bað til eftirbreytni. Enn liggja ekki fyrir ákvarðanir um, hvort framhald verður á fyrrnefndri könnun á vegum \fRO, en úr því verður væntanlega skorið síðar á þessu ári. Hvað sem verður um framhald slíkrar samvinnu, ákváðu heilbrigðisyfirvöld og Hagstofan að nýja fæðinga- tilkynningin verði áfram í gildi og könnun og úrvinnsla fari fram á sama hátt áfram hér á landi. Náin samvinna er höfð við Hagstofu Islands um úrvinnslu, en hér er fyrst og fremst lögð áherzla á Þau atriði er lúta að heilbrigðismálum. I, 3. ÖNNPR SAMVIMA VIB WHO. Eftir að fulltrúar WHO höfðu heimsótt Island sumarið 1971 kynnst aðstæðum hér á landi, áttu þeir þátt I því, að fleiri at- Þuganir voru gerðar á skyldu sviði eins og hér mun verða minnst á. Haustið 1971 ákvað ein deild WHO (International Classifica- tion of Diseases) að halda ráðstefnu í Genf 15.11. -19.11. það ár. Hlutverk ráðstefnunnar voru umræður um lífseinkenni hjá nýfæddum Hörnum og þá gagnrýni, sem komið hefur fram á þeim skilgreiningum, sem nú eru notaðar vlðast hvar í heiminum. Jafnframt skyldi ráð- stefnan gera tillögur um nýja reglugerð, sem kæmi í stað þeirrar eldri (frá 1950), sem allar þjóðir heims gætu notað þrátt fyrir ^isjafnlega þróaða heilbrigðisþjónustu. Einnig var það hlutverk ráðstefnunnar að gera tillögur um skýrari mörk á nýburðartímabilinu (perinatal period) en verið hefur til þessa, ásamt skilgreiningu á öllum hugtökum, sem þessu tíma- bili tilheyra. Var einum okkar ( G.B.) boðin þátttaka í þessari ^áðstefnu. Af Islands hálfu þótti sérstaklega áhugavert að fylgj- ast með þessum málum vegna þess, að fyrir dyrum stendur breyting ^ Islenzkum ljósmæðralögum og reglugerð og því mikilvægt fyrir okkur að kynnast því, sem framundan er í þessum málum á alþjóða- Vettvangi. 9

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.