Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 13
I, 4. MÆBRASKRA
BARNASKRA.
Áður hefur verið lýst hér að framan hvernig skipulögð var
notkun mýju fæðingatilkynningarinnar. Við undirhúning hennar var
Ijóst, að nákvæm kynning þyrfti að fara fram á ritun hennar, þar
sem hér yrði um samræmda gagnasöfnun að ræða í landinu.
^ar því ákveðið að semja samtímis nýja sjúkraskrá, sem gæti full-
nægt öllum mæðraverndarskoðunum í landinu og jafnframt þjénað því
hlutverki,að skrá öll nauðsynleg atriði við fæðingar, bæði á stofn-
unum og utan þeirra.
Höfundum var kunnugt um tilraunir, sem gerðar höfðu verið í
Skotlandi til að samræma skráningu á mæðraverndareftirliti og fæð-
ingum. Ennfremur hafði verið unnið mikið starf á þessu sviði í
Aberdeen. Var að hluta til stuðst við reynslu Skota, en auk þess
safnað öllum eyðublöðum, sem £ notkun voru hér á landi og samin
ein sjúkraskrá, sem fullnægði áðurnefndum atriðum. Var henni valið
nafnið mæðraskrá. Að undirbúningi þessarar mæðraskrár unnu sömu
aðilar. Höfðu þeir náið samstarf við fæðingarlækna og aðra lækna
°g lóósmæður víðsvegar um land, sem mest hafa af fæðingum að segja.
yoru undirtektir mýog góðar allt frá upphafi, og þétti sýnt, að
mikið hagræði yrði að samræmdri sjúkraskrá á þessu sviði fyrir allt
landið.
Tókst að ljúka undirbúningi mæðraskrárinnar um árslok 1971,
°g var henni dreyft um allt land ásamt fæðingatilkynningum.
Jafnframt mæðraskránni var samin sjúkraskrá fyrir nýburði, sem lát-
in var fylgja mæðraskránni. (Barnaskrá).
^ið lauslega könnun, sem gerð var í sept. 1972, kom í ljós, að
mæSraskráin hafði verið tekin í notkun við mæðraverndarskoðanir
°g á sjúkrastofnunum í landinu öllu, þannig að u.þ.b. 95 af hundr-
aði fæðinga voru skráðar á þennan hátt.
Þar sem fæðingatilkynning og mæðraskrá voru hannaðar á svip-
aðan hátt, hefur þetta reynst ljósmæðrum til mikils hagræðis við út-
íyllingu á fæðingatilkynningum. Mæðraskráin hefur valdið straum-
11