Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Síða 14
Irvörfutn í allri skráningu á þeitn atriðum, sem rannsökuð eru á
meðgöngutíma og við fæðingu. Hún hefur skapað samræmi í gagna-
söfnun og nánari tengsl með þeim, sem að mæðravernd vinna í land-
inu.
Mæðraskráin fylgir konunum á fæðingarstað, þannig að allar
upplýsingar um meðgöngutímann liggja fyrir, þegar konan fæðir.
Sú stofnun, er konan fæðir á, geymir mæðraskrána sem sjúkraskrá
viðkomandi konu.
Heilbrigðismálaráðuneytið greiddi kostnað af prentun, en
Pæðingadeild Landspítalans annast dreyfingu um allt land.
Endurskoðun fór fratn eftir eins árs reynslu og atriði leiðrétt,
sem sætt höfðu gagnrýni. Verður mæðraskráin endurskoðuð framvegis
og leiðréttingar gerðar, eftir því sem reynsla og kröfur tímans
segja til um, en gildi sitt hefur hún þegar sannað.
I, 5. SAMSTARF VIÐ NOMESCO.
Arið 1966 var á vegum Norðurlandaráðs stofnað til samstarfs-
nefndar um skýrslugerðir meðal heilbrigðisstjórna Norðurlanda.
Nefndin var kölluð NOMESCO, sem er stytting á Nordisk Medicinsk
Statistisk Comité. Hlutverk heruiar er að vinna að samræmingu og
samhæfingu á heilbrigðisskýrslum, skýrslum sjúkrahúsa, fæðinga-
tilkynningum m.m., þannig að um sambærilega úrvinnslu yrði að ræða
í framtíðinni af Norðurlanda hálfu. Island hefur því miður ekki
tekið þátt í þessu samstarfi fyrr en á s.l. hausti, en verður fram-
vegis fullur aðili að NOMESCO, samkvæmt ákvörðun landlæknis og heil-
brigðisstjórnar.
Innan NOMESCO hafa starfað undirnefndir, hver að sínu verk-
efni. Ein þeirra hefur starfað frá 1966 að samræmingu á skráningu
fæðinga á Norðurlöndum.
Skýrsla um störf nefndarinnar birtist fyrri hluta árs 1971,
(Medicinsk Eödselsregistrering), og er þar lýst tillögum hennar
um nýja fæðingatilkynningu. Höfundum þessarar ritgerðar var ekki
kunnugt um starf NOMESCO fyrr en á s.l. ári.
12