Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Síða 16
II. kafli.
FÆEINGAR A ISLAUDI 1881 - 1971.
II, 1. HEIMILDIR.
Um fæðingar á Islandi hefur lítið verið ritað til þessa.
Hafa höfundar því tekið saman til fróðleiks þær upplýsingar, sem
handbærar eru um fólksfjölda og fólksfjölgun I landinu s.l. rúm
90 ár, ásamt því efni úr skýrslum, sem varða fæðingar, burðarmáls-
dauða, mæðradauða og aldur mæðra.
Ennfremur er lýst þróun fæðingastofnana og heimafæðinga I landinu.
Við úrvinnslu á þeim upplýsingum, sem fæðingatilkynningar
ársins 1972 gáfu, varð höfundum ljóst, að nauðsynlegt væri að
kynna ofangreind atriði, til þess að sýna þá þróun, sem hefur átt
sér stað.
Þær heimildir, sem höfundar hafa einkum stuðst við eru:
Heilbrigðisskýrslur frá 1881 - 1970, mannfjöldaskýrslur Hagstofu
Islands 1911 - 1960 og upplýsingar frá Hagstofu Islands um sama
efni fyrir áratuginn 1961 - 1970, sem eru I undirbúningi til
prentunar.
Einkum skal vísað til línurits um fólksfjölda, barnkomu og mann-
dauða á íslandi 1751 - 1920 I Heilbrigðisskýrslu próf. Guðmundar
Hannessonar 1911 - 1920, línurits um fólksfjölda, dánartölur og
fæðingatölur 1751 - 1940, í Heilbrigðisskýrslu Vilmundar Jónssonar
1938, og ritgerðar próf'. Júlíusar Sigurjónssonar I Heilbrigt líf
1946 og línurits hans um ungbarnadauða 1838 - 1943 auk annarra
gagna, sem getið er I heimildaskrá.
14