Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 17

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 17
il, 2. MAMFJÖLDI OG FOLKSFJÖLGUN A ISLANDI 1881 - 1972. Arið 1881 var fólksfjöldi á Islandi 72.453. A nœsta áratug fækkaði fólki í landinu og var þannig árið 1890 ^9.977 manns. A þessum áratug og raunar einnig næsta fluttu marg- ÍP Islendingar til Vesturheims, og átti sá fjöldi einkum þátt í Þessari fækkun. En fleiri ástæður voru einnig fyrir hendi. Þennan áratug var harðæri mikið, og skæðar farsóttir gengu um landið. Einkum má nefna árið 1882, en það ár gekk mikill mislinga- faraldur, og er tekið fram í Heilhrigðisskýrslum, að 1700 manns Þafi látist af þeim sjúkdómi einum, enda var fólksfækkun mest frá Þessu ári til næsta árs á eftir. Þótt flest árin til aldamóta væri um lítilsháttar fjölgun að ræða, komu fyrir einstaka ár, eins °g 1886, 1887, 1888 og aldamótaárið 1900, að fólki fækkaði I landinu. Arið 1900 var fólksfjöldinn 76.308, og hafði þá aðeins fjölgað u® 3.855 á tveim áratugum á undan, þrátt fyrir háa fæðingatíðni allan þennan tíma, eða 32.1 0/00 að meðaltali á ári. Allt frá aldamótum hefur íbúum landsins fjölgað jafnt og þétt. í'élksflutningar til Vesturheims hættu að mestu að hafa áhrif á tölu íMa. Eæðingatíðni hélst há fram á kreppuárin milli 1930 - 40, en lækkaði þá talsvert og óx á ný sl. tvo áratugi. Er fæðingatíðni Senð nánari skil £ næsta kafla. Ungharnadauði lækkaði sífellt fram eftir öldinni, og heil- ^^igðisástand fór stöðugt bataandi. Línurit 1. Línurit 1 sýnir mannfjölda í landinu sl. 90 ár. Arið 1925 komust íbúar landsins yfir 100 þúsund og árið 1968, eða 43 árum síðar, yfir 200.000. I lok athugartímans árið 1972 euu íbúar landsins alls 210.775 þúsund og nálgast óðum þrefalda tölu íbúa um sl. aldamót. 15

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.