Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 23

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 23
II, 5. DMARTÖLUR BARNA 1881 - 1971. A síðari árum er fyrst og fremst notaður 'burðarmálsdauði, Þegar rætt er um dánartölur barna í sambandi við fæðingu. Heð burðarmálsdauða er átt við fjölda andvana fæddra nýburabarna °g nýburabarna, sem látast á fyrsfcu viku eftir fæðingu. Burðarmálsdauði er miðaður við looo fædd börn (. bæði andvana °g lifandi fædd). Lágar tölur andvana fæddra barna gefa til kynna gott mæðraeftirlit og lágar dánartölur barna við fæðingu og á fyrstu viku eftir fæðingu eru góður mælikvarði á gæðum fæðingarhjálpar og nýburaþjónustu. Þess vegna hafa flest lönd heims tekið upp burðar- málsdauða sem algildan mælikvarða i þessum efnum. Jafnframt er hann fyrst og fremst notaður við samanburð á gæð- um fæðingarhjálpar og meðferðar á nýburum milli einstakra stofnana °g heilla þjóða. I Heilbrigðisskýrslu Benedikts Tómassonar skólayfirlæknis árið 1969 er fyrst getið burðarmálsdauða á Islandi 1 opinberum skýrsium. ■Eru þar sýndar tölur um burðarmálsdauða i Islandi 19 þl - 1969. Bram til þess tíma hafa Heilbrigðisskýrslur veitt upplýsingar um andvana fædd börn og ungbarnadauða, þ.e.a.s. börn, sem látast innan 1 árs. Þær hafa hins vegar ekki gefið upp tölur þeirra barna, sem ^eyja á fyrstu viku eftir fæðingu. Á vegum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO), hafa áðurnefndar reglur verið £ gildi um burðarmálsdauða frá árinu 1950. ^essar reglur hafa verið endurskoðaðar undanfarin ár og verður ný reglugerð með veigamiklum breytingum væntanlega samþykkt á næsta ullsher5arþingi WHO árið 1975 (sbr.kafla II, 3). Islensk heilbrigðisyfirvöld hafa átt fulltrúa í þessari endur- skoðun, eins og áður er lýst. Má því vænta þess, að frá árinu 1975 Ver<3i burðarmálsdauði skráður hér á landi skv. hinni nýju reglugerð. ^eim sem fylgst hafa með fæðingum I landinu á undanförnum árum hefur Verið Ijóst, að nauðsyn bæri til að kanna burðarmálsdauða hér á landi 21

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.