Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 34
Sýklaeyðandi lyf, sem komu til á fimmta áratugnum, gjör-
breyttu viðhorfi manna til smithættu.
Sem dæmi um fyrri viðhorf í þessum málum, má vitna í ummæli
Vilmundar Jónssonar fyrrverandi landlæknis í Heilbrigðisskýrslum
1945, um þá þróun að byggja stofnanir fyrir fæðandi konur.
" En gát þarf að hafa á þessum framkvæmdum, og ekki mega þær verða
til að ýta undir það tizkufyrirbrigði, sem nú gætir allmikið, að
fæðandi konur sæki algerlega að óþörfu burtu úr fyllsta öryggi
heimila sinna til minna öryggis fyrir sig og afkvæmi sín. Er
sannast mála, að í þeirri einangrum sem hvert einstakt heimili
tryggir af sjálfu sér og því betur því dreifðari sem heimilin eru,
er fólgið svo mikið heilbrigðisöryggi til handa fæðandi konum og
hvítvoðungum, að allmikið má skorta á aðstoð og aðbúð á heimilinum
til að vega þar upp á móti".
Meðan barnsfararsótt og smitun ungbama á fæðingastofnunum
var algengt, var eðlilegt, að slíkar skoðanir kæmu fram.
Því fylgdi áhætta að safna saman á einn stað seengurkonum og börn-
um þeirra, og þess eru mörg dæmi, að konum reyndist öruggara að
fæða f heimahúsum, en jafnvel á vel þekktum fæðingastofnunum af
fyrrnefndum ástæðum. Telja má, að ofannefndar ástæður hafi einkum
valdið tregðu heilbrfgðisyfirvalda, bæði hér og erlendis, að byggja
stærri fæðingastofnanir, en sú stefna mótaðist af biturri reynslu
fyrri tíma.
Eins og áður er getið, gjörbreytti tilkoma sýklaeyðandi lyfja
þessum sjónarmiðum, með þeirri afleiðingu, að álag á fæðingastofn-
anir hefur aukizt stöðugt sl. 25 ár hér á landi. Er það sama þróun
og átt hefur sér stað f öðrum löndum.
Aður en lýst er nánara jþróun fæðingadeilda á sjúkrahúsum, er rétt
að geta annarra fæðingastofnana, sem gegnt hafa merku hlutverki í
sögu og þróun fæðinga f landinu.
Bjarni Pálsson landlæknir, fyrstur lærðra lækna á Islandi,
hóf starf sitt árið 1760. Hann fékk í veganesti fyrirmæli frá
heilbrigðisstjórninni dönsku, að skipuleggja ljósmæðrafræðslu f
landinu. A vegum Bjarna fluttist til Islands árið 1761 dönsk ljós-
móðir, sem skyldi annast kennslu f ljósmæðrafræðum.
32